Harpa með þrennu í stórsigri Íslands á Möltu Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. apríl 2014 14:00 Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennur. Mynd/KSÍ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann stórsigur, 8-0, á slöku liði Möltu ytra í undankeppni HM 2015 í dag. Leikurinn var aldrei spennandi og okkar stelpur mun betri á öllum sviðum. Markaveislan hófst strax á annarri mínútu þegar Harpa Þorsteinsdóttir var ein á auðum sjó í teignum og skoraði af yfirvegun. Harpa enn sjóðheit fyrir framan markið eftir að enda sem markadrottning og Íslandsmeistari með Stjörnunni síðasta sumar.Dóra María Lárusdóttir, sem lék í stöðu hægri bakvarðar í dag, bætti við öðru marki Íslands á 15. mínútu en hún smurði boltanum í samskeytin beint úr aukaspyrnu, samkvæmt beinni lýsingu KSÍ á Facebook-síðu sambandsins. Íslensku stelpurnar bættu við tveimur mörkum áður en flautað var til hálfleiks. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði annað mark sitt og þriðja mark Íslands á 23. mínútu og Dagný Brynjarsdóttir, sú er tryggði Íslandi sigur gegn Ísrael um síðustu helgi, skoraði fjórða markið á 33. mínútu. Dagný sneiddi boltann með höfðinu í netið eftir fallega aukaspyrnu Dóru Maríu frá hægri en mörk Íslands í fyrri hálfleik voru öll nokkuð lagleg og mikil gæði í þeim.Rakel Hönnudóttir komst í dauðafæri eftir undirbúning FanndísarFriðriksdóttur undir lok fyrri hálfleiks en eftir 15 mínútur í þeim síðari fullkomnaði Harpa Þorsteinsdóttir þrennuna er hún kom Íslandi í 5-0. Harpa fékk boltann við vítateigshornið eftir innkast frá ÓlínuViðarsdsóttur. Hún snéri sér við og skoraði í nærhornið með skoti sem markvörðurinn hefði líklega átt að verja. Fanndís Friðriksdóttir skoraði svo sjötta mark Íslands á 64. mínútu eftir samspil við Hörpu sem fór mikinn í leiknum í dag. Hún var tekin af velli skömmu síðar eins og Rakel Hönnudóttir en Guðmunda Brynja Óladóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir komu inn á í þeirra stað. Stelpurnar voru ekki hættar að skora því Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Óladóttir bætti við sjöunda marki Íslands á 87. mínútu en þetta er jafnframt hennar fyrsta landsliðsmark í hennar þriðja landsleik. Í uppbótartíma skoraði Dagný Brynjarsdóttir svo annað mark sitt og áttunda mark Íslands. Lokatölur, 8-0. Fín uppskera í vikunni hjá stelpunum sem unnu Ísrael og Möltu án þess að fá á sig mark en mikið sjálfstraust er í liðinu eftir gott gengi á Algarve-bikarnum. Stelpurnar eru nú búnar að vinna fimm leiki í röð í öllum keppnum. Ísland er með níu stig í öðru sæti þriðja riðils í undankeppni HM 2015, sex stigum á eftir Sviss sem hefur leikið fimm leiki. Ísland er búið með fimm leiki. Næst taka við erfiðir útileikir gegn Sviss og Danmörku.Ísland (4-3-3): Guðbjörg Gunnarsdóttir; Dóra María Lárusdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir; Katrín Ómarsdóttir (Ásgerður Stefanía Baldursdóttir 78.), Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir; Fanndís Friðriksdóttir, Rakel Hönnudóttir (Guðmunda Brynja Óladóttir 67.), Harpa Þorsteinsdóttir (Hólmfríður Magnúsdóttir 67.). Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Möltu ytra kl. 12 í undankeppni HM 2015. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu sem mætti Ísrael um síðustu helgi. 10. apríl 2014 10:30 Erum sterkari en Malta á öllum sviðum „Það fer vel um okkur hérna,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið en í hádeginu að íslenskum tíma spila stelpurnar okkar við lágt skrifað lið Möltu í undankeppni HM 2015 ytra. 10. apríl 2014 06:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann stórsigur, 8-0, á slöku liði Möltu ytra í undankeppni HM 2015 í dag. Leikurinn var aldrei spennandi og okkar stelpur mun betri á öllum sviðum. Markaveislan hófst strax á annarri mínútu þegar Harpa Þorsteinsdóttir var ein á auðum sjó í teignum og skoraði af yfirvegun. Harpa enn sjóðheit fyrir framan markið eftir að enda sem markadrottning og Íslandsmeistari með Stjörnunni síðasta sumar.Dóra María Lárusdóttir, sem lék í stöðu hægri bakvarðar í dag, bætti við öðru marki Íslands á 15. mínútu en hún smurði boltanum í samskeytin beint úr aukaspyrnu, samkvæmt beinni lýsingu KSÍ á Facebook-síðu sambandsins. Íslensku stelpurnar bættu við tveimur mörkum áður en flautað var til hálfleiks. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði annað mark sitt og þriðja mark Íslands á 23. mínútu og Dagný Brynjarsdóttir, sú er tryggði Íslandi sigur gegn Ísrael um síðustu helgi, skoraði fjórða markið á 33. mínútu. Dagný sneiddi boltann með höfðinu í netið eftir fallega aukaspyrnu Dóru Maríu frá hægri en mörk Íslands í fyrri hálfleik voru öll nokkuð lagleg og mikil gæði í þeim.Rakel Hönnudóttir komst í dauðafæri eftir undirbúning FanndísarFriðriksdóttur undir lok fyrri hálfleiks en eftir 15 mínútur í þeim síðari fullkomnaði Harpa Þorsteinsdóttir þrennuna er hún kom Íslandi í 5-0. Harpa fékk boltann við vítateigshornið eftir innkast frá ÓlínuViðarsdsóttur. Hún snéri sér við og skoraði í nærhornið með skoti sem markvörðurinn hefði líklega átt að verja. Fanndís Friðriksdóttir skoraði svo sjötta mark Íslands á 64. mínútu eftir samspil við Hörpu sem fór mikinn í leiknum í dag. Hún var tekin af velli skömmu síðar eins og Rakel Hönnudóttir en Guðmunda Brynja Óladóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir komu inn á í þeirra stað. Stelpurnar voru ekki hættar að skora því Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Óladóttir bætti við sjöunda marki Íslands á 87. mínútu en þetta er jafnframt hennar fyrsta landsliðsmark í hennar þriðja landsleik. Í uppbótartíma skoraði Dagný Brynjarsdóttir svo annað mark sitt og áttunda mark Íslands. Lokatölur, 8-0. Fín uppskera í vikunni hjá stelpunum sem unnu Ísrael og Möltu án þess að fá á sig mark en mikið sjálfstraust er í liðinu eftir gott gengi á Algarve-bikarnum. Stelpurnar eru nú búnar að vinna fimm leiki í röð í öllum keppnum. Ísland er með níu stig í öðru sæti þriðja riðils í undankeppni HM 2015, sex stigum á eftir Sviss sem hefur leikið fimm leiki. Ísland er búið með fimm leiki. Næst taka við erfiðir útileikir gegn Sviss og Danmörku.Ísland (4-3-3): Guðbjörg Gunnarsdóttir; Dóra María Lárusdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir; Katrín Ómarsdóttir (Ásgerður Stefanía Baldursdóttir 78.), Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir; Fanndís Friðriksdóttir, Rakel Hönnudóttir (Guðmunda Brynja Óladóttir 67.), Harpa Þorsteinsdóttir (Hólmfríður Magnúsdóttir 67.).
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Möltu ytra kl. 12 í undankeppni HM 2015. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu sem mætti Ísrael um síðustu helgi. 10. apríl 2014 10:30 Erum sterkari en Malta á öllum sviðum „Það fer vel um okkur hérna,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið en í hádeginu að íslenskum tíma spila stelpurnar okkar við lágt skrifað lið Möltu í undankeppni HM 2015 ytra. 10. apríl 2014 06:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ Sjá meira
Freyr gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Möltu ytra kl. 12 í undankeppni HM 2015. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu sem mætti Ísrael um síðustu helgi. 10. apríl 2014 10:30
Erum sterkari en Malta á öllum sviðum „Það fer vel um okkur hérna,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið en í hádeginu að íslenskum tíma spila stelpurnar okkar við lágt skrifað lið Möltu í undankeppni HM 2015 ytra. 10. apríl 2014 06:00