Liverpool með pálmann í höndunum | Sjáðu mörkin 13. apríl 2014 00:01 Sterling fagnar marki sínu í dag. vísir/getty Liverpool er komið í lykilstöðu í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir 3-2 sigur á Man. City í hreint mögnuðum leik á Anfield. Liverpool er komið með fimm stiga forskot í deildinni og vinni liðið lokaleiki sína verður það meistari. Það var rafmögnuð stemning fyrir leik enda mikið undir. Pressan hafði ekki nein áhrif á leikmenn Liverpool sem byrjuðu leikinn með látum. Strax á 6. mínútu kom Raheem Sterling þeim yfir er hann fékk nægan tíma til að athafna sig í teignum. Liverpool slakaði ekki á klónni og Skrtel kom þeim í 2-0 með mögnuðum skalla eftir hornspyrnu Gerrard. Það féll ekkert með City. Liðið átti að fá víti, Liverpool bjargaði tvisvar á línu og svo missti liðið sinn besta mann, Yaya Toure, meiddan af velli í fyrri hálfleiknum. Það voru aðeins sjö mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Suarez tók þá undarlegu ákvörðun að dýfa sér með gult spjald á bakinu. Clattenburg þorði ekki að spjalda hann og Suarez heppinn að fá ekki rautt. Aðeins fjórum mínútum síðar galopnaðist leikurinn þegar David Silva minnkaði muninn. Varamaðurinn James Milner lagði upp markið og eftirleikurinn auðveldur fyrir Silva. Man. City pressaði gríðarlega í kjölfarið og annað mark lá í loftinu. Það kom og var skrautlegt. Liverpool gekk ekkert að hreinsa, Silva með skot úr þröngu færi. Það fór í Glen Johnson og síðan í Mignolet markvörð og í netið. 2-2. Suarez hefði getað fengið víti skömmu síðar en ekkert dæmt. Smá snerting en Clattenburg var ekki á því að flauta. Leikurinn galopinn og þrettán mínútum fyrir leikslok komst Liverpool aftur yfir. Kompany ætlaði að hreinsa, hitti ekki boltann. Boltinn fór á Coutinho sem skoraði með laglegu skoti í teignum. Í uppbótartíma fékk Jordan Henderson að líta rauða spjaldið fyrir skrautlega tæklingu á Samir Nasri. Tíminn of naumur og Liverpool fagnaði sætum sigri.Sterling skorar fyrsta mark leiksins. Skrtel kemur Liverpool í 2-0. Silva minnkar muninn og Johnson skorar sjálfsmark. 2-2. Coutinho kemur Liverpool í 3-2. Enski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Liverpool er komið í lykilstöðu í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir 3-2 sigur á Man. City í hreint mögnuðum leik á Anfield. Liverpool er komið með fimm stiga forskot í deildinni og vinni liðið lokaleiki sína verður það meistari. Það var rafmögnuð stemning fyrir leik enda mikið undir. Pressan hafði ekki nein áhrif á leikmenn Liverpool sem byrjuðu leikinn með látum. Strax á 6. mínútu kom Raheem Sterling þeim yfir er hann fékk nægan tíma til að athafna sig í teignum. Liverpool slakaði ekki á klónni og Skrtel kom þeim í 2-0 með mögnuðum skalla eftir hornspyrnu Gerrard. Það féll ekkert með City. Liðið átti að fá víti, Liverpool bjargaði tvisvar á línu og svo missti liðið sinn besta mann, Yaya Toure, meiddan af velli í fyrri hálfleiknum. Það voru aðeins sjö mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Suarez tók þá undarlegu ákvörðun að dýfa sér með gult spjald á bakinu. Clattenburg þorði ekki að spjalda hann og Suarez heppinn að fá ekki rautt. Aðeins fjórum mínútum síðar galopnaðist leikurinn þegar David Silva minnkaði muninn. Varamaðurinn James Milner lagði upp markið og eftirleikurinn auðveldur fyrir Silva. Man. City pressaði gríðarlega í kjölfarið og annað mark lá í loftinu. Það kom og var skrautlegt. Liverpool gekk ekkert að hreinsa, Silva með skot úr þröngu færi. Það fór í Glen Johnson og síðan í Mignolet markvörð og í netið. 2-2. Suarez hefði getað fengið víti skömmu síðar en ekkert dæmt. Smá snerting en Clattenburg var ekki á því að flauta. Leikurinn galopinn og þrettán mínútum fyrir leikslok komst Liverpool aftur yfir. Kompany ætlaði að hreinsa, hitti ekki boltann. Boltinn fór á Coutinho sem skoraði með laglegu skoti í teignum. Í uppbótartíma fékk Jordan Henderson að líta rauða spjaldið fyrir skrautlega tæklingu á Samir Nasri. Tíminn of naumur og Liverpool fagnaði sætum sigri.Sterling skorar fyrsta mark leiksins. Skrtel kemur Liverpool í 2-0. Silva minnkar muninn og Johnson skorar sjálfsmark. 2-2. Coutinho kemur Liverpool í 3-2.
Enski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira