Íslenski boltinn

Níu Blikar niðurlægðu Aftureldingu

Árni Vilhjálmsson var í stuði í kvöld.
Árni Vilhjálmsson var í stuði í kvöld.

Þó svo Blikar hafi spilað lungann úr leiknum gegn Aftureldingu aðeins tíu, og síðan níu, þá vann liðið sannfærandi 4-0 sigur á Aftureldingu í Lengjubikarnum.

Damir Muminovic, varnarmaður Blika, var rekinn af vellu eftir aðeins stundarfjórðungsleik en það hafði engin áhrif á Blika.

Sérstaklega ekki á framherjann Árna Vilhjálmsson sem skoraði þrennu á rúmum 20 mínútum í leiknum.

Blikum fannst það greinilega vera ójafn leikur að vera "aðeins" tíu því þá tók Jordan Halsman upp á því að láta reka sig af velli. Blikar 3-0 yfir og aðeins níu á vellinum.

Tveimur færri bættu Blikar við fjórða markinu og fullkomnuðu niðurlægingu Mosfellinga. Elvar Páll Sigurðsson skoraði markið.

Blikar voru þegar búnir að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar fyrir leikinn. Þeir mæta Víkingum frá Reykjavík í átta liða úrslitunum.

Upplýsingar: urslit.netAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.