Innlent

Óðinn sækist ekki eftir endurráðningu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV, sækist ekki eftir endurráðningu en mun starfa við hlið nýs fréttastjóra til 1.október næstkomandi.

Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Óðni og Magnúsi Geir Þórðarsyni sem starfsmönnum á fréttastofu RÚV barst skömmu fyrir klukkan fjögur í dag. Rúv greinir frá.

Í tilkynningunni kemur enn fremur fram að Óðinn muni áfram verða frétta- og dagskrárgerðarmaður og að hann hlakki til að takast á við ný og spennandi verkefni á vettvangi RÚV.

Magnús Geir sagði upp öllum tíu í framkvæmdastjórn Rúv á dögunum. Við það tilefni hafði hann á orði að auk skipulagsbreytinga væri eitt af hans markmiðum að laga kynjahlutfallið í framkvæmdastjórninni.

Þóra Arnórsdóttir, Rakel Þorbergsdóttir og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, reynslumiklar fréttakonur RÚV, höfðu ekki sótt um stöðuna í síðustu viku.

Umsóknarfrestur fyrir framkvæmdastjórastöður á Rúv, þar með talinni stöðu fréttastjóra, rennur út 2. apríl.


Tengdar fréttir

Uppsagnirnar komu flatt upp á starfsmenn RÚV

„Við héldum fyrst að þetta væri fundur um fjármálin,“ segir Hallgrímur Indriðason, formaður Félags fréttamanna og fréttamaður Ríkisútvarpsins.

Magnús Geir ætlar sér að standast pólitískan þrýsting

Í viðtali við nýjan útvarpsstjóra kemur fram að hann ætlar að snúa taprekstri Ríkisútvarpsins við, hann vill losna við Útvarpshúsið úr rekstrinum og telur að stofnunin hafi mátt sitja undir gagnrýni sem er alveg út í hött.

Magnús Geir rak framkvæmdastjórn RÚV

Nýr útvarpsstjóri, Magnús Geir Þórðarson, kynnti starfsfólki RÚV í morgun áherslur sínar og stefnu í rekstri Ríkisútvarpsins og skipulagsbreytingar til að styðja við þær áherslur en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá RÚV. Nýjar stöður framkvæmdastjórnar RÚV verða auglýstar lausar til umsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×