Innlent

"Verðum að vanda okkur þegar ákveðið er að taka þingið úr sambandi“

Stefán Árni Pálsson skrifar
 „Varðandi aðkomu þjóðarinnar í mikilvægum málum þá verður að skoða hvenær og hvernig við hleypum fólkinu að,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, á Alþingi í dag.

Gríðarleg átök hafa verið á þinginu að undanförnu vegna þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra þess efnis að slíta beri umsvifalaust viðræðum við Evrópusambandið.

Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur nú lagt fram tillögu þess efnis að slíta viðræðunum við Evrópusambandið og hefur þeirri ákvörðun verið harðlega mótmælt við Austurvöll og hafa 49 þúsund manns skrifað undir á vefsíðunni thjod.is.

„Við erum með þingræði sem hefur ákveðið hlutverk og þá verðum við að vanda okkur þegar ákveðið er að taka þingið úr sambandi,“ sagði Gunnar Bragi en hann efast um að þær hugmyndir sem eru uppi í dag um þjóðaratkvæðagreiðslu séu réttar.

„Ég hef hinsvegar ekki útilokað t.d. eftir umfjöllun í utanríkismálanefnd að skoða tillögu Vinstri grænna, mér finnst hún mjög áhugaverð.“ Gunnar vildi samt sem áður meina að honum þætti eðlilegt að þingið kæmi að málinu og fái að ræða það.

„Mér finnst mjög sérstakt að strax við fyrstu umræðu um málið séu menn farnir að tala um hvernig eigi að ljúka málinu, það er rétt að ræða slíkt á öðrum tímapunkti en sá tími er einfaldlega ekki kominn því þingið á eftir að fjalla um málið,“ sagði Gunnar og ítrekaði að allar þær þrjár tillögur sem hafa komið fram í málinu verði ræddar ítarlega í utanríkismálanefnd og menn skuli ekki flýta sér í þeirri vinnu.





„Mér finnst þetta ágætar fréttir og í sjálfu sér eðlilegt að við förum í gegnum þetta mál hér í þinginu,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, svari sínu til Gunnars Braga.

„Á endanum, áður en við tökum afdrífaríkar ákvarðanir, hlýtur það að vera þannig að ef þjóðin kallar svona sterklega eftir þjóðaratkvæðagreiðslu þá verðum við að hlusta á, mér finnst það mjög mikilvægt,“ sagði Birgitta og sagði einnig að það væri mikilvægt uppá framtíðina að gera.

„Við megum ekki rjúfa þá miklu breytingar sem hér hafa orðið til hins góða í samfélaginu eftir hrun þar sem fólk hefur sýnt því miklu meiri áhuga á því að vera þátttakendur í ákvarðanatökum í sínu samfélagi.“

Birgitta segir að það sé mjög mikilvægt þegar um þingsályktun sé að ræða þá þýði ekki að skjóta henni til forseta Íslands og biðja hann um að skrifa ekki undir.

„Núna erum við að tala um mál sem er algjörlega samspil milli þings og þjóðar, það er enginn forseti þarna á milli til að varpa ábyrgðinni til.“






Tengdar fréttir

Viðræðum við ESB sjálfhætt

Forsætisráðherra segir ekki heiðarlegt af stjórnvöldum að þykjast hafa áhuga á aðildarviðræðum við ESB. Þeim sé því sjálfhætt.

Norðmenn slógu á sáttahönd ESB í makríldeilunni

Evrópusambandið lagði fram málamiðlun í makríldeilunni sem Ísland og Færeyjar samþykktu. Norðmenn höfnuðu leið ESB. Sögulegt tækifæri til sátta í makríldeilunni er runnið mönnum úr greipum, er almennur skilningur á viðræðuslitum í Skotlandi á miðvikudag.

30-40% lífskjarabati með evru og ESB

„Við evruaðild mun landsframleiðsla aukast um 1,5-11%, eða um 65-179 ma.kr. á ári“ samkvæmt nýlegri skýrslu Seðlabankans um valkosti í gjaldmiðilsmálum. Einnig kemur þar fram að myntsvæðið okkar er það lítið að krónan stuðlar að óstöðugleika og dregur úr atvinnuframboði fremur en hitt. Við höfum sem sagt hvorki ástæðu til né efni á krónunni áfram.

Bjarni setur rifu á ESB dyrnar

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnarflokkana hljóta að taka viðbrögð við tillögu stjórnarflokkana alvarlega.

Þingmenn geta bundið sjálfa sig

Þorsteinn Pálsson og Sigurður Líndal eru ósammála forsætisráðherra og telja núverandi Stjórnarskrá ekki koma í veg fyrir að hægt sé að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

ESB virðist halda opnu fyrir Ísland

Evrópusambandið bíður ákvörðunar Íslands um framhald aðildarviðræðna. Stækkunarstjóri sambandsins hefur ítrekað sagt, nú síðast í janúar, að ESB sé tilbúið til að halda áfram samningaviðræðum hvenær sem Íslendingar kjósi, kjósi þeir nokkurn tímann að gera

Stjórnarskrá stöðvar ekki þjóðaratkvæði

Sigurður Líndal lagaprófessor er ósammála forsætisráðherra og segir vel hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Björg Thorarensen lagaprófessor segir þetta ekki geta átt við um þingsályktun.

Opnar á þjóðaratkvæði ef stjórnarskránni verður breytt

Forsætisráðherra útilokar ekki að ákvörðun um framhald ESB-viðræðnanna verði lögð í hendur þjóðarinnar. Til þess að svo verði, þurfi hins vegar að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur.

Segir að stjórnvöld hafi þurft að svara af eða á

„Okkur var sagt mjög afdráttarlaust af forystumönnum Evrópusambandsins að biðstaða væri ekki valkostur,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag.

Þung viðbrögð en lítil áhrif

Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hafa að engu loforð sjálfstæðismanna um þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið hlaut að hafa afleiðingar. Fá dæmi eru um jafn mikinn þunga í almenningsálitinu. Hann hefur þó haft lítil skammvinn áhrif á stöðu málsins. Til lengri tíma eru þau torráðnari.

Viðskiptaráð leggst gegn tillögu um viðræðuslit

Viðskiptaráðs Íslands telur ekki rétt að slíta aðildarviðræðum við ESB á þessum tímapunkti líkt og lagt er til í fyrirliggjandi þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn Viðskiptaráðs samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær.

Dagskrá Alþingis í algerri óvissu

Stjórnarandstaðan segir boltan hjá formönnum stjórnarflokkanna varðandi afgreiðslu ESB málsins. Guðlaugur Þór segir mögulegt að semja.

Land undanþágunnar

Íslendingar leita gjarnan undanþágunnar fremur en reglunnar. Þeir reyna að finna sérlausn fyrir sig fremur en að laga sig að sameiginlegri allsherjarlausn sem gefur öllum jöfn tækifæri. Þeir spyrja ekki: Hvernig laga ég mig að þessu? heldur: hvernig losna ég undan þessu? Hvar er sérleiðin mín?

„Ég skrifaði ekki þetta bréf“

"Ég skrifaði ekki þetta bréf og hefur þetta aldrei verið mín afstaða,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í viðtali í Kastljósinu í gær.

Munur á lögum og þingsályktunartillögu

Björg Thorarensen lagaprófessor telur að þingið geti ekki bundið sjálft sig með þingsályktunartillögu enda hafi þingsályktun ekki lagalegt skuldbindingargildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×