ESB tilbúið þegar og ef Ísland vill halda viðræðum áfram Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2014 19:59 Matthias Brinkmann sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi segir sambandið reiðubúið að halda aðildarviðræðum við Ísland áfram þegar og ef Ísland tæki ákvörðun um það. Ákvörðun um næstu skref í málinu sé alfarið Íslands. Sendiherrann segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að ákvörðun um hvað gerist varðandi framhald viðræðna Íslands og Evrópusambandsins sé algerlega Íslands. Evrópusambandið skipti sér ekki af ákvörðunarferlinu á Íslandi. Evrópusambandið yrði tilbúið til að halda aðildarviðræðunum áfram, þegar og ef Ísland tæki ákvörðun um það, en viðurkenni hvaða ákvörðun sem Ísland kunni að taka í þessu máli. José Manuel Barroso forseti Evrópusambandsins sagði eftir fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í Brussel hinn 16. júlí í fyrra að þeir hefðu átt uppbyggilegan fund. „Ég vil tala skýrt: Framkvæmdastjórnin virðir ákvörðun ríkisstjórnarinnar hvað varðar aðildarferlið. Við hlökkum til að fá útskýringar á gildi aðildarumsóknar Íslands að loknu mati íslenska þingsins á stöðu aðildarviðræðnanna sem mun fara fram í haust (2013). Það er í þágu ESB og Íslands að ákvörðunin er tekin að vel ígrunduðu máli og með hlutlægum og gagnsæjum hætti. En klukkan tifar og það er í þágu okkar allra að þessi ákvörðun sé tekin án frekari tafa,” sagði Barroso. Þetta var í júlí í fyrra en í ályktun Evrópuþingsins frá 7. janúar á þessu ári segir að Evrópuþingið voni að skýrsla Alþingis liggi fyrir sem fyrst og bíði ákvörðunar Íslands, m.a. um það hvort haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna. Við þetta tækifæri sagði Stefan Fule stækkunarstjóri ESB á Evrópuþinginu að íslensk stjórnvöld hefðu ákveðið að setja viðræðurnar í hlé og boltinn væri hjá þeim um næstu skref. Framkvæmdastjórn sambandsins væri hins vegar viljug og tilbúin til að ljúka viðræðuferlinu og þess fullviss að hægt væri að ná niðurstöðu sem væri báðum aðilum í hag.Hér er svarMatthias Brinkmann sendiherraeins og það barst fréttastofu á ensku:The decision on what should happen regarding the future of Iceland's membership application is entirely up to Iceland. The EU does not interfere in the Icelandic decision-making process. The EU would be ready to continue the accession negotiations if and when Iceland decides to do so, but will acknowledge whatever decision Iceland takes in the matter. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Matthias Brinkmann sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi segir sambandið reiðubúið að halda aðildarviðræðum við Ísland áfram þegar og ef Ísland tæki ákvörðun um það. Ákvörðun um næstu skref í málinu sé alfarið Íslands. Sendiherrann segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að ákvörðun um hvað gerist varðandi framhald viðræðna Íslands og Evrópusambandsins sé algerlega Íslands. Evrópusambandið skipti sér ekki af ákvörðunarferlinu á Íslandi. Evrópusambandið yrði tilbúið til að halda aðildarviðræðunum áfram, þegar og ef Ísland tæki ákvörðun um það, en viðurkenni hvaða ákvörðun sem Ísland kunni að taka í þessu máli. José Manuel Barroso forseti Evrópusambandsins sagði eftir fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í Brussel hinn 16. júlí í fyrra að þeir hefðu átt uppbyggilegan fund. „Ég vil tala skýrt: Framkvæmdastjórnin virðir ákvörðun ríkisstjórnarinnar hvað varðar aðildarferlið. Við hlökkum til að fá útskýringar á gildi aðildarumsóknar Íslands að loknu mati íslenska þingsins á stöðu aðildarviðræðnanna sem mun fara fram í haust (2013). Það er í þágu ESB og Íslands að ákvörðunin er tekin að vel ígrunduðu máli og með hlutlægum og gagnsæjum hætti. En klukkan tifar og það er í þágu okkar allra að þessi ákvörðun sé tekin án frekari tafa,” sagði Barroso. Þetta var í júlí í fyrra en í ályktun Evrópuþingsins frá 7. janúar á þessu ári segir að Evrópuþingið voni að skýrsla Alþingis liggi fyrir sem fyrst og bíði ákvörðunar Íslands, m.a. um það hvort haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna. Við þetta tækifæri sagði Stefan Fule stækkunarstjóri ESB á Evrópuþinginu að íslensk stjórnvöld hefðu ákveðið að setja viðræðurnar í hlé og boltinn væri hjá þeim um næstu skref. Framkvæmdastjórn sambandsins væri hins vegar viljug og tilbúin til að ljúka viðræðuferlinu og þess fullviss að hægt væri að ná niðurstöðu sem væri báðum aðilum í hag.Hér er svarMatthias Brinkmann sendiherraeins og það barst fréttastofu á ensku:The decision on what should happen regarding the future of Iceland's membership application is entirely up to Iceland. The EU does not interfere in the Icelandic decision-making process. The EU would be ready to continue the accession negotiations if and when Iceland decides to do so, but will acknowledge whatever decision Iceland takes in the matter.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira