Dagskrá Alþingis í algerri óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2014 20:35 Alger óvissa ríkir um dagskrá Alþingis í næstu viku þar sem ekkert samkomulag liggur enn fyrir um hvernig afgreiða eigi þær tillögur sem liggja fyrir varðandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Stjórnarandstaðan segir boltann hjá stjórnarflokkunum. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa ekkert rætt saman í þessari viku til að reyna að ná einhverju samkomulagi um afgreiðslu Evrópumálanna á Alþingi í næstu viku. Fulltrúar þingflokkanna funduðu með forseta Alþingis í dag og eins og er liggur engin dagskrá fyrir fundi Alþingis á mánudag. Þegar forseti kynnti sammkomulag um lok umræðna um skýrslu Hagfræðistofnunnar á fimmtudag í síðustu viku greindi hann frá því að leitað yrði hófana um framgang mála í þeirri viku sem nú er að líða. Eftir fund með þingfloksformönnum í dag sagði hann að dagskrá fyrir þingfund á mánudag lægi ekki fyrir og yrði ekki ákveðin fyrr en í ljós kæmi hvort samkomulag næðist milli formanna flokkanna. „Það liggur alla vega fyrir að boðuð samtöl milli forystumanna flokkanna hafa ekki átt sér stað. Það er föstudagur í dag, það er þingfundur boðaður á mánudaginn. Þannig að við vitum ekki enn þá hvort menn ná eitthvað saman í samræmi við boðaða áætlun. En við auðvitað vonum það. Boltinn er hjá ríkisstjórnarflokkunum,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Stjórnarandstaðan sé sammála forseta um að ákveða ekki dagskrá mánudagsins þegar talið var að umræða um þingsályktun utanríkisráðherra um slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið héldi áfram, fyrr en staðan skýrðist. Eru ekki allar horfur á að það verði mikil átök í næstu viku? „Ég vona ekki. Það hefur verið góð umræða um þessi mál í utanríkismálanefnd og þar hafa menn verið að fara yfir það hvernig best sé að vinna þessi mál. Þar er ríkur vilji sem ég er mjög ánægður með, til þess að taka ekki bara góða umræðu í nefndinni heldur sömuleiðis koma þeim upplýsingum sem koma fram í skýrslunni (Hagfræðistofnunar) til almennings,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður utanríkismálanefndar sem einnig mætti á fund með forseta alþingis í dag í forföllum þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur hefur trú á að samkomulag geti náðst. „Þetta snýst bara um það að forystumenn flokkanna og forystumenn í þinginu komi sér saman um það hvernig best sé að vinna þessi mál. Ég hef fulla trú á að okkur takist að gera það. Ég held að það sé afskaplega ríkur vilji hjá almenningi að við gerum það,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Alger óvissa ríkir um dagskrá Alþingis í næstu viku þar sem ekkert samkomulag liggur enn fyrir um hvernig afgreiða eigi þær tillögur sem liggja fyrir varðandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Stjórnarandstaðan segir boltann hjá stjórnarflokkunum. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa ekkert rætt saman í þessari viku til að reyna að ná einhverju samkomulagi um afgreiðslu Evrópumálanna á Alþingi í næstu viku. Fulltrúar þingflokkanna funduðu með forseta Alþingis í dag og eins og er liggur engin dagskrá fyrir fundi Alþingis á mánudag. Þegar forseti kynnti sammkomulag um lok umræðna um skýrslu Hagfræðistofnunnar á fimmtudag í síðustu viku greindi hann frá því að leitað yrði hófana um framgang mála í þeirri viku sem nú er að líða. Eftir fund með þingfloksformönnum í dag sagði hann að dagskrá fyrir þingfund á mánudag lægi ekki fyrir og yrði ekki ákveðin fyrr en í ljós kæmi hvort samkomulag næðist milli formanna flokkanna. „Það liggur alla vega fyrir að boðuð samtöl milli forystumanna flokkanna hafa ekki átt sér stað. Það er föstudagur í dag, það er þingfundur boðaður á mánudaginn. Þannig að við vitum ekki enn þá hvort menn ná eitthvað saman í samræmi við boðaða áætlun. En við auðvitað vonum það. Boltinn er hjá ríkisstjórnarflokkunum,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Stjórnarandstaðan sé sammála forseta um að ákveða ekki dagskrá mánudagsins þegar talið var að umræða um þingsályktun utanríkisráðherra um slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið héldi áfram, fyrr en staðan skýrðist. Eru ekki allar horfur á að það verði mikil átök í næstu viku? „Ég vona ekki. Það hefur verið góð umræða um þessi mál í utanríkismálanefnd og þar hafa menn verið að fara yfir það hvernig best sé að vinna þessi mál. Þar er ríkur vilji sem ég er mjög ánægður með, til þess að taka ekki bara góða umræðu í nefndinni heldur sömuleiðis koma þeim upplýsingum sem koma fram í skýrslunni (Hagfræðistofnunar) til almennings,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður utanríkismálanefndar sem einnig mætti á fund með forseta alþingis í dag í forföllum þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur hefur trú á að samkomulag geti náðst. „Þetta snýst bara um það að forystumenn flokkanna og forystumenn í þinginu komi sér saman um það hvernig best sé að vinna þessi mál. Ég hef fulla trú á að okkur takist að gera það. Ég held að það sé afskaplega ríkur vilji hjá almenningi að við gerum það,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson.
Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira