Dagskrá Alþingis í algerri óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2014 20:35 Alger óvissa ríkir um dagskrá Alþingis í næstu viku þar sem ekkert samkomulag liggur enn fyrir um hvernig afgreiða eigi þær tillögur sem liggja fyrir varðandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Stjórnarandstaðan segir boltann hjá stjórnarflokkunum. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa ekkert rætt saman í þessari viku til að reyna að ná einhverju samkomulagi um afgreiðslu Evrópumálanna á Alþingi í næstu viku. Fulltrúar þingflokkanna funduðu með forseta Alþingis í dag og eins og er liggur engin dagskrá fyrir fundi Alþingis á mánudag. Þegar forseti kynnti sammkomulag um lok umræðna um skýrslu Hagfræðistofnunnar á fimmtudag í síðustu viku greindi hann frá því að leitað yrði hófana um framgang mála í þeirri viku sem nú er að líða. Eftir fund með þingfloksformönnum í dag sagði hann að dagskrá fyrir þingfund á mánudag lægi ekki fyrir og yrði ekki ákveðin fyrr en í ljós kæmi hvort samkomulag næðist milli formanna flokkanna. „Það liggur alla vega fyrir að boðuð samtöl milli forystumanna flokkanna hafa ekki átt sér stað. Það er föstudagur í dag, það er þingfundur boðaður á mánudaginn. Þannig að við vitum ekki enn þá hvort menn ná eitthvað saman í samræmi við boðaða áætlun. En við auðvitað vonum það. Boltinn er hjá ríkisstjórnarflokkunum,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Stjórnarandstaðan sé sammála forseta um að ákveða ekki dagskrá mánudagsins þegar talið var að umræða um þingsályktun utanríkisráðherra um slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið héldi áfram, fyrr en staðan skýrðist. Eru ekki allar horfur á að það verði mikil átök í næstu viku? „Ég vona ekki. Það hefur verið góð umræða um þessi mál í utanríkismálanefnd og þar hafa menn verið að fara yfir það hvernig best sé að vinna þessi mál. Þar er ríkur vilji sem ég er mjög ánægður með, til þess að taka ekki bara góða umræðu í nefndinni heldur sömuleiðis koma þeim upplýsingum sem koma fram í skýrslunni (Hagfræðistofnunar) til almennings,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður utanríkismálanefndar sem einnig mætti á fund með forseta alþingis í dag í forföllum þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur hefur trú á að samkomulag geti náðst. „Þetta snýst bara um það að forystumenn flokkanna og forystumenn í þinginu komi sér saman um það hvernig best sé að vinna þessi mál. Ég hef fulla trú á að okkur takist að gera það. Ég held að það sé afskaplega ríkur vilji hjá almenningi að við gerum það,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Alger óvissa ríkir um dagskrá Alþingis í næstu viku þar sem ekkert samkomulag liggur enn fyrir um hvernig afgreiða eigi þær tillögur sem liggja fyrir varðandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Stjórnarandstaðan segir boltann hjá stjórnarflokkunum. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa ekkert rætt saman í þessari viku til að reyna að ná einhverju samkomulagi um afgreiðslu Evrópumálanna á Alþingi í næstu viku. Fulltrúar þingflokkanna funduðu með forseta Alþingis í dag og eins og er liggur engin dagskrá fyrir fundi Alþingis á mánudag. Þegar forseti kynnti sammkomulag um lok umræðna um skýrslu Hagfræðistofnunnar á fimmtudag í síðustu viku greindi hann frá því að leitað yrði hófana um framgang mála í þeirri viku sem nú er að líða. Eftir fund með þingfloksformönnum í dag sagði hann að dagskrá fyrir þingfund á mánudag lægi ekki fyrir og yrði ekki ákveðin fyrr en í ljós kæmi hvort samkomulag næðist milli formanna flokkanna. „Það liggur alla vega fyrir að boðuð samtöl milli forystumanna flokkanna hafa ekki átt sér stað. Það er föstudagur í dag, það er þingfundur boðaður á mánudaginn. Þannig að við vitum ekki enn þá hvort menn ná eitthvað saman í samræmi við boðaða áætlun. En við auðvitað vonum það. Boltinn er hjá ríkisstjórnarflokkunum,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Stjórnarandstaðan sé sammála forseta um að ákveða ekki dagskrá mánudagsins þegar talið var að umræða um þingsályktun utanríkisráðherra um slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið héldi áfram, fyrr en staðan skýrðist. Eru ekki allar horfur á að það verði mikil átök í næstu viku? „Ég vona ekki. Það hefur verið góð umræða um þessi mál í utanríkismálanefnd og þar hafa menn verið að fara yfir það hvernig best sé að vinna þessi mál. Þar er ríkur vilji sem ég er mjög ánægður með, til þess að taka ekki bara góða umræðu í nefndinni heldur sömuleiðis koma þeim upplýsingum sem koma fram í skýrslunni (Hagfræðistofnunar) til almennings,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður utanríkismálanefndar sem einnig mætti á fund með forseta alþingis í dag í forföllum þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur hefur trú á að samkomulag geti náðst. „Þetta snýst bara um það að forystumenn flokkanna og forystumenn í þinginu komi sér saman um það hvernig best sé að vinna þessi mál. Ég hef fulla trú á að okkur takist að gera það. Ég held að það sé afskaplega ríkur vilji hjá almenningi að við gerum það,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira