Dagskrá Alþingis í algerri óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2014 20:35 Alger óvissa ríkir um dagskrá Alþingis í næstu viku þar sem ekkert samkomulag liggur enn fyrir um hvernig afgreiða eigi þær tillögur sem liggja fyrir varðandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Stjórnarandstaðan segir boltann hjá stjórnarflokkunum. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa ekkert rætt saman í þessari viku til að reyna að ná einhverju samkomulagi um afgreiðslu Evrópumálanna á Alþingi í næstu viku. Fulltrúar þingflokkanna funduðu með forseta Alþingis í dag og eins og er liggur engin dagskrá fyrir fundi Alþingis á mánudag. Þegar forseti kynnti sammkomulag um lok umræðna um skýrslu Hagfræðistofnunnar á fimmtudag í síðustu viku greindi hann frá því að leitað yrði hófana um framgang mála í þeirri viku sem nú er að líða. Eftir fund með þingfloksformönnum í dag sagði hann að dagskrá fyrir þingfund á mánudag lægi ekki fyrir og yrði ekki ákveðin fyrr en í ljós kæmi hvort samkomulag næðist milli formanna flokkanna. „Það liggur alla vega fyrir að boðuð samtöl milli forystumanna flokkanna hafa ekki átt sér stað. Það er föstudagur í dag, það er þingfundur boðaður á mánudaginn. Þannig að við vitum ekki enn þá hvort menn ná eitthvað saman í samræmi við boðaða áætlun. En við auðvitað vonum það. Boltinn er hjá ríkisstjórnarflokkunum,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Stjórnarandstaðan sé sammála forseta um að ákveða ekki dagskrá mánudagsins þegar talið var að umræða um þingsályktun utanríkisráðherra um slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið héldi áfram, fyrr en staðan skýrðist. Eru ekki allar horfur á að það verði mikil átök í næstu viku? „Ég vona ekki. Það hefur verið góð umræða um þessi mál í utanríkismálanefnd og þar hafa menn verið að fara yfir það hvernig best sé að vinna þessi mál. Þar er ríkur vilji sem ég er mjög ánægður með, til þess að taka ekki bara góða umræðu í nefndinni heldur sömuleiðis koma þeim upplýsingum sem koma fram í skýrslunni (Hagfræðistofnunar) til almennings,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður utanríkismálanefndar sem einnig mætti á fund með forseta alþingis í dag í forföllum þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur hefur trú á að samkomulag geti náðst. „Þetta snýst bara um það að forystumenn flokkanna og forystumenn í þinginu komi sér saman um það hvernig best sé að vinna þessi mál. Ég hef fulla trú á að okkur takist að gera það. Ég held að það sé afskaplega ríkur vilji hjá almenningi að við gerum það,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Alger óvissa ríkir um dagskrá Alþingis í næstu viku þar sem ekkert samkomulag liggur enn fyrir um hvernig afgreiða eigi þær tillögur sem liggja fyrir varðandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Stjórnarandstaðan segir boltann hjá stjórnarflokkunum. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa ekkert rætt saman í þessari viku til að reyna að ná einhverju samkomulagi um afgreiðslu Evrópumálanna á Alþingi í næstu viku. Fulltrúar þingflokkanna funduðu með forseta Alþingis í dag og eins og er liggur engin dagskrá fyrir fundi Alþingis á mánudag. Þegar forseti kynnti sammkomulag um lok umræðna um skýrslu Hagfræðistofnunnar á fimmtudag í síðustu viku greindi hann frá því að leitað yrði hófana um framgang mála í þeirri viku sem nú er að líða. Eftir fund með þingfloksformönnum í dag sagði hann að dagskrá fyrir þingfund á mánudag lægi ekki fyrir og yrði ekki ákveðin fyrr en í ljós kæmi hvort samkomulag næðist milli formanna flokkanna. „Það liggur alla vega fyrir að boðuð samtöl milli forystumanna flokkanna hafa ekki átt sér stað. Það er föstudagur í dag, það er þingfundur boðaður á mánudaginn. Þannig að við vitum ekki enn þá hvort menn ná eitthvað saman í samræmi við boðaða áætlun. En við auðvitað vonum það. Boltinn er hjá ríkisstjórnarflokkunum,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Stjórnarandstaðan sé sammála forseta um að ákveða ekki dagskrá mánudagsins þegar talið var að umræða um þingsályktun utanríkisráðherra um slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið héldi áfram, fyrr en staðan skýrðist. Eru ekki allar horfur á að það verði mikil átök í næstu viku? „Ég vona ekki. Það hefur verið góð umræða um þessi mál í utanríkismálanefnd og þar hafa menn verið að fara yfir það hvernig best sé að vinna þessi mál. Þar er ríkur vilji sem ég er mjög ánægður með, til þess að taka ekki bara góða umræðu í nefndinni heldur sömuleiðis koma þeim upplýsingum sem koma fram í skýrslunni (Hagfræðistofnunar) til almennings,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður utanríkismálanefndar sem einnig mætti á fund með forseta alþingis í dag í forföllum þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur hefur trú á að samkomulag geti náðst. „Þetta snýst bara um það að forystumenn flokkanna og forystumenn í þinginu komi sér saman um það hvernig best sé að vinna þessi mál. Ég hef fulla trú á að okkur takist að gera það. Ég held að það sé afskaplega ríkur vilji hjá almenningi að við gerum það,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson.
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira