Bjarni setur rifu á ESB dyrnar Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2014 18:38 Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana hljóta að taka viðbrögðum við tillögu ríkisstjórnarinnar um viðræðuslit við Evrópusambandið alvarlega. Nokkur þúsund manns komu saman á Austurvelli í dag til að mótmæla því að aðildarumsókn Íslands verði dregin til baka. Þrátt fyrir fremur kaldranalegt veður kom stór hópur fólks saman til að mótmæla á Austurvelli í dag. Dagskrá Alþingis á mánudag hefur enn ekki verið ákveðin. En margt bendir til að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sé kannski að opna á möguleika í stöðunni. Bjarni segir langsótt að þjóðin kjósi um eitthvað sem ekki sé á dagskrá Alþingis og vísar þar til þess að áframhald viðræðna sé ekki til umræðu beint, heldur ályktun um að draga aðildarumsókn til baka. „En mér finnst að við hljótum að taka viðbrögðum við tillögu ríkisstjórnarinnar alvarlega og íhuga það hvort hægt er að koma til móts við þá kröfu að umræðan fái að þroskast aðeins frekar og með hvaða mætti þjóðin gæti mögulega komið að ákvörðun í þessu máli. Það er eitthvað sem mér finnst við hafa skyldu til að hlusta eftir og ígrunda vel. Við þurfum að ræða það líka þingflokkarnir á Alþingi,“ segir Bjarni Benediktsson. Stuðningur þjóðarinnar birstist með ýmsum hætti til dæmis með ríkum stuðningi við stjórnarflokkana fyrir tæpu ári. En þau nokkur þúsund manns sem mættu á Austurvöll í dag vissu hvað þau vildu en meðal ræðumanna á útifundinum var handboltakappinn Ólafur Stefánsson. „Þeir eru þarna bara fyrir einhverja sérhagsmuni, hagsmunahópa, það hefur löngum verið augljóst. En þeir gætu kannski reynt að gera eitthvað til að sýna okkur að þeir séu þarna fyrir okkur. Ef að það gerist ekki og þeir ætla að halda áfram á sömu leið, þá verðum við að breyta sjálfu kerfinu,“ sagði Ólafur og bætti við: „Og þið vitið það að ef við gefum of lengi eftir verðum við sósuð og steikt í hausnum og vitum ekki alveg hvar við stöndum og allt í einu erum við lent einhvers staðar sem við vildum ekki lenda,“ sagði handboltakappinn Ólafur. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Sjá meira
Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana hljóta að taka viðbrögðum við tillögu ríkisstjórnarinnar um viðræðuslit við Evrópusambandið alvarlega. Nokkur þúsund manns komu saman á Austurvelli í dag til að mótmæla því að aðildarumsókn Íslands verði dregin til baka. Þrátt fyrir fremur kaldranalegt veður kom stór hópur fólks saman til að mótmæla á Austurvelli í dag. Dagskrá Alþingis á mánudag hefur enn ekki verið ákveðin. En margt bendir til að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sé kannski að opna á möguleika í stöðunni. Bjarni segir langsótt að þjóðin kjósi um eitthvað sem ekki sé á dagskrá Alþingis og vísar þar til þess að áframhald viðræðna sé ekki til umræðu beint, heldur ályktun um að draga aðildarumsókn til baka. „En mér finnst að við hljótum að taka viðbrögðum við tillögu ríkisstjórnarinnar alvarlega og íhuga það hvort hægt er að koma til móts við þá kröfu að umræðan fái að þroskast aðeins frekar og með hvaða mætti þjóðin gæti mögulega komið að ákvörðun í þessu máli. Það er eitthvað sem mér finnst við hafa skyldu til að hlusta eftir og ígrunda vel. Við þurfum að ræða það líka þingflokkarnir á Alþingi,“ segir Bjarni Benediktsson. Stuðningur þjóðarinnar birstist með ýmsum hætti til dæmis með ríkum stuðningi við stjórnarflokkana fyrir tæpu ári. En þau nokkur þúsund manns sem mættu á Austurvöll í dag vissu hvað þau vildu en meðal ræðumanna á útifundinum var handboltakappinn Ólafur Stefánsson. „Þeir eru þarna bara fyrir einhverja sérhagsmuni, hagsmunahópa, það hefur löngum verið augljóst. En þeir gætu kannski reynt að gera eitthvað til að sýna okkur að þeir séu þarna fyrir okkur. Ef að það gerist ekki og þeir ætla að halda áfram á sömu leið, þá verðum við að breyta sjálfu kerfinu,“ sagði Ólafur og bætti við: „Og þið vitið það að ef við gefum of lengi eftir verðum við sósuð og steikt í hausnum og vitum ekki alveg hvar við stöndum og allt í einu erum við lent einhvers staðar sem við vildum ekki lenda,“ sagði handboltakappinn Ólafur.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Sjá meira