Bjarni setur rifu á ESB dyrnar Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2014 18:38 Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana hljóta að taka viðbrögðum við tillögu ríkisstjórnarinnar um viðræðuslit við Evrópusambandið alvarlega. Nokkur þúsund manns komu saman á Austurvelli í dag til að mótmæla því að aðildarumsókn Íslands verði dregin til baka. Þrátt fyrir fremur kaldranalegt veður kom stór hópur fólks saman til að mótmæla á Austurvelli í dag. Dagskrá Alþingis á mánudag hefur enn ekki verið ákveðin. En margt bendir til að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sé kannski að opna á möguleika í stöðunni. Bjarni segir langsótt að þjóðin kjósi um eitthvað sem ekki sé á dagskrá Alþingis og vísar þar til þess að áframhald viðræðna sé ekki til umræðu beint, heldur ályktun um að draga aðildarumsókn til baka. „En mér finnst að við hljótum að taka viðbrögðum við tillögu ríkisstjórnarinnar alvarlega og íhuga það hvort hægt er að koma til móts við þá kröfu að umræðan fái að þroskast aðeins frekar og með hvaða mætti þjóðin gæti mögulega komið að ákvörðun í þessu máli. Það er eitthvað sem mér finnst við hafa skyldu til að hlusta eftir og ígrunda vel. Við þurfum að ræða það líka þingflokkarnir á Alþingi,“ segir Bjarni Benediktsson. Stuðningur þjóðarinnar birstist með ýmsum hætti til dæmis með ríkum stuðningi við stjórnarflokkana fyrir tæpu ári. En þau nokkur þúsund manns sem mættu á Austurvöll í dag vissu hvað þau vildu en meðal ræðumanna á útifundinum var handboltakappinn Ólafur Stefánsson. „Þeir eru þarna bara fyrir einhverja sérhagsmuni, hagsmunahópa, það hefur löngum verið augljóst. En þeir gætu kannski reynt að gera eitthvað til að sýna okkur að þeir séu þarna fyrir okkur. Ef að það gerist ekki og þeir ætla að halda áfram á sömu leið, þá verðum við að breyta sjálfu kerfinu,“ sagði Ólafur og bætti við: „Og þið vitið það að ef við gefum of lengi eftir verðum við sósuð og steikt í hausnum og vitum ekki alveg hvar við stöndum og allt í einu erum við lent einhvers staðar sem við vildum ekki lenda,“ sagði handboltakappinn Ólafur. Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana hljóta að taka viðbrögðum við tillögu ríkisstjórnarinnar um viðræðuslit við Evrópusambandið alvarlega. Nokkur þúsund manns komu saman á Austurvelli í dag til að mótmæla því að aðildarumsókn Íslands verði dregin til baka. Þrátt fyrir fremur kaldranalegt veður kom stór hópur fólks saman til að mótmæla á Austurvelli í dag. Dagskrá Alþingis á mánudag hefur enn ekki verið ákveðin. En margt bendir til að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sé kannski að opna á möguleika í stöðunni. Bjarni segir langsótt að þjóðin kjósi um eitthvað sem ekki sé á dagskrá Alþingis og vísar þar til þess að áframhald viðræðna sé ekki til umræðu beint, heldur ályktun um að draga aðildarumsókn til baka. „En mér finnst að við hljótum að taka viðbrögðum við tillögu ríkisstjórnarinnar alvarlega og íhuga það hvort hægt er að koma til móts við þá kröfu að umræðan fái að þroskast aðeins frekar og með hvaða mætti þjóðin gæti mögulega komið að ákvörðun í þessu máli. Það er eitthvað sem mér finnst við hafa skyldu til að hlusta eftir og ígrunda vel. Við þurfum að ræða það líka þingflokkarnir á Alþingi,“ segir Bjarni Benediktsson. Stuðningur þjóðarinnar birstist með ýmsum hætti til dæmis með ríkum stuðningi við stjórnarflokkana fyrir tæpu ári. En þau nokkur þúsund manns sem mættu á Austurvöll í dag vissu hvað þau vildu en meðal ræðumanna á útifundinum var handboltakappinn Ólafur Stefánsson. „Þeir eru þarna bara fyrir einhverja sérhagsmuni, hagsmunahópa, það hefur löngum verið augljóst. En þeir gætu kannski reynt að gera eitthvað til að sýna okkur að þeir séu þarna fyrir okkur. Ef að það gerist ekki og þeir ætla að halda áfram á sömu leið, þá verðum við að breyta sjálfu kerfinu,“ sagði Ólafur og bætti við: „Og þið vitið það að ef við gefum of lengi eftir verðum við sósuð og steikt í hausnum og vitum ekki alveg hvar við stöndum og allt í einu erum við lent einhvers staðar sem við vildum ekki lenda,“ sagði handboltakappinn Ólafur.
Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira