Bjarni setur rifu á ESB dyrnar Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2014 18:38 Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana hljóta að taka viðbrögðum við tillögu ríkisstjórnarinnar um viðræðuslit við Evrópusambandið alvarlega. Nokkur þúsund manns komu saman á Austurvelli í dag til að mótmæla því að aðildarumsókn Íslands verði dregin til baka. Þrátt fyrir fremur kaldranalegt veður kom stór hópur fólks saman til að mótmæla á Austurvelli í dag. Dagskrá Alþingis á mánudag hefur enn ekki verið ákveðin. En margt bendir til að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sé kannski að opna á möguleika í stöðunni. Bjarni segir langsótt að þjóðin kjósi um eitthvað sem ekki sé á dagskrá Alþingis og vísar þar til þess að áframhald viðræðna sé ekki til umræðu beint, heldur ályktun um að draga aðildarumsókn til baka. „En mér finnst að við hljótum að taka viðbrögðum við tillögu ríkisstjórnarinnar alvarlega og íhuga það hvort hægt er að koma til móts við þá kröfu að umræðan fái að þroskast aðeins frekar og með hvaða mætti þjóðin gæti mögulega komið að ákvörðun í þessu máli. Það er eitthvað sem mér finnst við hafa skyldu til að hlusta eftir og ígrunda vel. Við þurfum að ræða það líka þingflokkarnir á Alþingi,“ segir Bjarni Benediktsson. Stuðningur þjóðarinnar birstist með ýmsum hætti til dæmis með ríkum stuðningi við stjórnarflokkana fyrir tæpu ári. En þau nokkur þúsund manns sem mættu á Austurvöll í dag vissu hvað þau vildu en meðal ræðumanna á útifundinum var handboltakappinn Ólafur Stefánsson. „Þeir eru þarna bara fyrir einhverja sérhagsmuni, hagsmunahópa, það hefur löngum verið augljóst. En þeir gætu kannski reynt að gera eitthvað til að sýna okkur að þeir séu þarna fyrir okkur. Ef að það gerist ekki og þeir ætla að halda áfram á sömu leið, þá verðum við að breyta sjálfu kerfinu,“ sagði Ólafur og bætti við: „Og þið vitið það að ef við gefum of lengi eftir verðum við sósuð og steikt í hausnum og vitum ekki alveg hvar við stöndum og allt í einu erum við lent einhvers staðar sem við vildum ekki lenda,“ sagði handboltakappinn Ólafur. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana hljóta að taka viðbrögðum við tillögu ríkisstjórnarinnar um viðræðuslit við Evrópusambandið alvarlega. Nokkur þúsund manns komu saman á Austurvelli í dag til að mótmæla því að aðildarumsókn Íslands verði dregin til baka. Þrátt fyrir fremur kaldranalegt veður kom stór hópur fólks saman til að mótmæla á Austurvelli í dag. Dagskrá Alþingis á mánudag hefur enn ekki verið ákveðin. En margt bendir til að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sé kannski að opna á möguleika í stöðunni. Bjarni segir langsótt að þjóðin kjósi um eitthvað sem ekki sé á dagskrá Alþingis og vísar þar til þess að áframhald viðræðna sé ekki til umræðu beint, heldur ályktun um að draga aðildarumsókn til baka. „En mér finnst að við hljótum að taka viðbrögðum við tillögu ríkisstjórnarinnar alvarlega og íhuga það hvort hægt er að koma til móts við þá kröfu að umræðan fái að þroskast aðeins frekar og með hvaða mætti þjóðin gæti mögulega komið að ákvörðun í þessu máli. Það er eitthvað sem mér finnst við hafa skyldu til að hlusta eftir og ígrunda vel. Við þurfum að ræða það líka þingflokkarnir á Alþingi,“ segir Bjarni Benediktsson. Stuðningur þjóðarinnar birstist með ýmsum hætti til dæmis með ríkum stuðningi við stjórnarflokkana fyrir tæpu ári. En þau nokkur þúsund manns sem mættu á Austurvöll í dag vissu hvað þau vildu en meðal ræðumanna á útifundinum var handboltakappinn Ólafur Stefánsson. „Þeir eru þarna bara fyrir einhverja sérhagsmuni, hagsmunahópa, það hefur löngum verið augljóst. En þeir gætu kannski reynt að gera eitthvað til að sýna okkur að þeir séu þarna fyrir okkur. Ef að það gerist ekki og þeir ætla að halda áfram á sömu leið, þá verðum við að breyta sjálfu kerfinu,“ sagði Ólafur og bætti við: „Og þið vitið það að ef við gefum of lengi eftir verðum við sósuð og steikt í hausnum og vitum ekki alveg hvar við stöndum og allt í einu erum við lent einhvers staðar sem við vildum ekki lenda,“ sagði handboltakappinn Ólafur.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira