Bjarni setur rifu á ESB dyrnar Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2014 18:38 Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana hljóta að taka viðbrögðum við tillögu ríkisstjórnarinnar um viðræðuslit við Evrópusambandið alvarlega. Nokkur þúsund manns komu saman á Austurvelli í dag til að mótmæla því að aðildarumsókn Íslands verði dregin til baka. Þrátt fyrir fremur kaldranalegt veður kom stór hópur fólks saman til að mótmæla á Austurvelli í dag. Dagskrá Alþingis á mánudag hefur enn ekki verið ákveðin. En margt bendir til að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sé kannski að opna á möguleika í stöðunni. Bjarni segir langsótt að þjóðin kjósi um eitthvað sem ekki sé á dagskrá Alþingis og vísar þar til þess að áframhald viðræðna sé ekki til umræðu beint, heldur ályktun um að draga aðildarumsókn til baka. „En mér finnst að við hljótum að taka viðbrögðum við tillögu ríkisstjórnarinnar alvarlega og íhuga það hvort hægt er að koma til móts við þá kröfu að umræðan fái að þroskast aðeins frekar og með hvaða mætti þjóðin gæti mögulega komið að ákvörðun í þessu máli. Það er eitthvað sem mér finnst við hafa skyldu til að hlusta eftir og ígrunda vel. Við þurfum að ræða það líka þingflokkarnir á Alþingi,“ segir Bjarni Benediktsson. Stuðningur þjóðarinnar birstist með ýmsum hætti til dæmis með ríkum stuðningi við stjórnarflokkana fyrir tæpu ári. En þau nokkur þúsund manns sem mættu á Austurvöll í dag vissu hvað þau vildu en meðal ræðumanna á útifundinum var handboltakappinn Ólafur Stefánsson. „Þeir eru þarna bara fyrir einhverja sérhagsmuni, hagsmunahópa, það hefur löngum verið augljóst. En þeir gætu kannski reynt að gera eitthvað til að sýna okkur að þeir séu þarna fyrir okkur. Ef að það gerist ekki og þeir ætla að halda áfram á sömu leið, þá verðum við að breyta sjálfu kerfinu,“ sagði Ólafur og bætti við: „Og þið vitið það að ef við gefum of lengi eftir verðum við sósuð og steikt í hausnum og vitum ekki alveg hvar við stöndum og allt í einu erum við lent einhvers staðar sem við vildum ekki lenda,“ sagði handboltakappinn Ólafur. Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana hljóta að taka viðbrögðum við tillögu ríkisstjórnarinnar um viðræðuslit við Evrópusambandið alvarlega. Nokkur þúsund manns komu saman á Austurvelli í dag til að mótmæla því að aðildarumsókn Íslands verði dregin til baka. Þrátt fyrir fremur kaldranalegt veður kom stór hópur fólks saman til að mótmæla á Austurvelli í dag. Dagskrá Alþingis á mánudag hefur enn ekki verið ákveðin. En margt bendir til að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sé kannski að opna á möguleika í stöðunni. Bjarni segir langsótt að þjóðin kjósi um eitthvað sem ekki sé á dagskrá Alþingis og vísar þar til þess að áframhald viðræðna sé ekki til umræðu beint, heldur ályktun um að draga aðildarumsókn til baka. „En mér finnst að við hljótum að taka viðbrögðum við tillögu ríkisstjórnarinnar alvarlega og íhuga það hvort hægt er að koma til móts við þá kröfu að umræðan fái að þroskast aðeins frekar og með hvaða mætti þjóðin gæti mögulega komið að ákvörðun í þessu máli. Það er eitthvað sem mér finnst við hafa skyldu til að hlusta eftir og ígrunda vel. Við þurfum að ræða það líka þingflokkarnir á Alþingi,“ segir Bjarni Benediktsson. Stuðningur þjóðarinnar birstist með ýmsum hætti til dæmis með ríkum stuðningi við stjórnarflokkana fyrir tæpu ári. En þau nokkur þúsund manns sem mættu á Austurvöll í dag vissu hvað þau vildu en meðal ræðumanna á útifundinum var handboltakappinn Ólafur Stefánsson. „Þeir eru þarna bara fyrir einhverja sérhagsmuni, hagsmunahópa, það hefur löngum verið augljóst. En þeir gætu kannski reynt að gera eitthvað til að sýna okkur að þeir séu þarna fyrir okkur. Ef að það gerist ekki og þeir ætla að halda áfram á sömu leið, þá verðum við að breyta sjálfu kerfinu,“ sagði Ólafur og bætti við: „Og þið vitið það að ef við gefum of lengi eftir verðum við sósuð og steikt í hausnum og vitum ekki alveg hvar við stöndum og allt í einu erum við lent einhvers staðar sem við vildum ekki lenda,“ sagði handboltakappinn Ólafur.
Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira