Viðræðum við ESB sjálfhætt Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2014 19:55 Forsætisráðherra segir Evrópusambandið hafa tilkynnt ríkisstjórninni í upphafi ferils hennar að samningaviðræður Íslands við sambandið gætu ekki hangið í lausu lofti. Viðræðunum sé í raun og veru sjálfhætt og ekki heiðarlegt af stjórnvöldum að þykjast hafa áhuga á þeim. Þegar ríkisstjórnin tilkynnti ráðamönnum Evrópusambandsins í fyrra um hlé á viðræðunum við sambandið segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að þeir hafi verið afdráttarlausir um það að framhald viðræðna gæti ekki legið í lausu lofti. „Og tilkynntu okkur það raunar mjög afdráttarlaust strax í upphafi, strax eftir að ríkisstjórnin tók við og lýsti því yfir að hún ætlaði að halda þessu í hléi. Þá var okkur sagt að þannig gæti það ekki gengið lengi. Menn þyrftu að segja af eða á, ætluðu þeir sér að halda áfram þessum viðræðum eða draga þær til baka,“ segir forsætisráðherra. Þetta kæmi fram í yfirlýsingum ráðamanna Evrópusambandsins og sterkt fram á fundum með þeim.En er þá ekki bara að láta þá taka af ykkur ómakið og slíta viðræðunum?„Það voru íslensk stjórnvöld sem sóttu um. Þannig að þeir geta auðvitað sagt að það standi upp á íslensk stjórnvöld, sem sóttu um, að svara. Eins og þeir minntu nú einhvern tíma á þegar menn voru að velta þessu fyrir sér, að það var ekki Evrópusambandið sem bað Ísland að sækja um,“ segir Sigmundur Davíð. Íslensk stjórnvöld þyrftu því að gefa svarið við því og Evrópusambandið hafi jafnvel búist við því svari fyrir áramót. Ætla má að aðildarviðræður taki a.m.k. tvö til þrjú ár ef þeim yrði framhaldið og þá ætti eftir að kynna niðurstöðuna fyrir þjóðinni. – Og þá er kjörtímabilið eiginlega búið. „Það mun örugglega taka nokkur ár í viðbót að vera í þessum viðræðum, í ljósi þess að menn eru ekki einu sinni byrjaðir á erfiðustu málunum. En það breytir þó ekki því að þegar menn eru í aðildarviðræðum við Evrópusambandið þá felur það í sér viljayfirlýsingu af hálfu stjórnvalda umsóknarlandsins að það vilji ganga inn,“ segir forsætisráðherra. Sá vilji sé ekki fyrir hendi hjá stjórnarflokkunum. „Og þar af leiðandi er það ekki heiðarlegt fyrir stjórnvöld sem vilja ekki ganga inn að vera að þykjast ætla að ganga inn og þykjast vera að vinna að því að laga Ísland að sambandinu ef viljinn er ekki fyrir hendi,“ segir Sigmundur Davíð.Það er sem sagt sjálfhætt?„Það má segja það já,“ svarar forsætisráðherra. Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Forsætisráðherra segir Evrópusambandið hafa tilkynnt ríkisstjórninni í upphafi ferils hennar að samningaviðræður Íslands við sambandið gætu ekki hangið í lausu lofti. Viðræðunum sé í raun og veru sjálfhætt og ekki heiðarlegt af stjórnvöldum að þykjast hafa áhuga á þeim. Þegar ríkisstjórnin tilkynnti ráðamönnum Evrópusambandsins í fyrra um hlé á viðræðunum við sambandið segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að þeir hafi verið afdráttarlausir um það að framhald viðræðna gæti ekki legið í lausu lofti. „Og tilkynntu okkur það raunar mjög afdráttarlaust strax í upphafi, strax eftir að ríkisstjórnin tók við og lýsti því yfir að hún ætlaði að halda þessu í hléi. Þá var okkur sagt að þannig gæti það ekki gengið lengi. Menn þyrftu að segja af eða á, ætluðu þeir sér að halda áfram þessum viðræðum eða draga þær til baka,“ segir forsætisráðherra. Þetta kæmi fram í yfirlýsingum ráðamanna Evrópusambandsins og sterkt fram á fundum með þeim.En er þá ekki bara að láta þá taka af ykkur ómakið og slíta viðræðunum?„Það voru íslensk stjórnvöld sem sóttu um. Þannig að þeir geta auðvitað sagt að það standi upp á íslensk stjórnvöld, sem sóttu um, að svara. Eins og þeir minntu nú einhvern tíma á þegar menn voru að velta þessu fyrir sér, að það var ekki Evrópusambandið sem bað Ísland að sækja um,“ segir Sigmundur Davíð. Íslensk stjórnvöld þyrftu því að gefa svarið við því og Evrópusambandið hafi jafnvel búist við því svari fyrir áramót. Ætla má að aðildarviðræður taki a.m.k. tvö til þrjú ár ef þeim yrði framhaldið og þá ætti eftir að kynna niðurstöðuna fyrir þjóðinni. – Og þá er kjörtímabilið eiginlega búið. „Það mun örugglega taka nokkur ár í viðbót að vera í þessum viðræðum, í ljósi þess að menn eru ekki einu sinni byrjaðir á erfiðustu málunum. En það breytir þó ekki því að þegar menn eru í aðildarviðræðum við Evrópusambandið þá felur það í sér viljayfirlýsingu af hálfu stjórnvalda umsóknarlandsins að það vilji ganga inn,“ segir forsætisráðherra. Sá vilji sé ekki fyrir hendi hjá stjórnarflokkunum. „Og þar af leiðandi er það ekki heiðarlegt fyrir stjórnvöld sem vilja ekki ganga inn að vera að þykjast ætla að ganga inn og þykjast vera að vinna að því að laga Ísland að sambandinu ef viljinn er ekki fyrir hendi,“ segir Sigmundur Davíð.Það er sem sagt sjálfhætt?„Það má segja það já,“ svarar forsætisráðherra.
Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira