Viðræðum við ESB sjálfhætt Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2014 19:55 Forsætisráðherra segir Evrópusambandið hafa tilkynnt ríkisstjórninni í upphafi ferils hennar að samningaviðræður Íslands við sambandið gætu ekki hangið í lausu lofti. Viðræðunum sé í raun og veru sjálfhætt og ekki heiðarlegt af stjórnvöldum að þykjast hafa áhuga á þeim. Þegar ríkisstjórnin tilkynnti ráðamönnum Evrópusambandsins í fyrra um hlé á viðræðunum við sambandið segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að þeir hafi verið afdráttarlausir um það að framhald viðræðna gæti ekki legið í lausu lofti. „Og tilkynntu okkur það raunar mjög afdráttarlaust strax í upphafi, strax eftir að ríkisstjórnin tók við og lýsti því yfir að hún ætlaði að halda þessu í hléi. Þá var okkur sagt að þannig gæti það ekki gengið lengi. Menn þyrftu að segja af eða á, ætluðu þeir sér að halda áfram þessum viðræðum eða draga þær til baka,“ segir forsætisráðherra. Þetta kæmi fram í yfirlýsingum ráðamanna Evrópusambandsins og sterkt fram á fundum með þeim.En er þá ekki bara að láta þá taka af ykkur ómakið og slíta viðræðunum?„Það voru íslensk stjórnvöld sem sóttu um. Þannig að þeir geta auðvitað sagt að það standi upp á íslensk stjórnvöld, sem sóttu um, að svara. Eins og þeir minntu nú einhvern tíma á þegar menn voru að velta þessu fyrir sér, að það var ekki Evrópusambandið sem bað Ísland að sækja um,“ segir Sigmundur Davíð. Íslensk stjórnvöld þyrftu því að gefa svarið við því og Evrópusambandið hafi jafnvel búist við því svari fyrir áramót. Ætla má að aðildarviðræður taki a.m.k. tvö til þrjú ár ef þeim yrði framhaldið og þá ætti eftir að kynna niðurstöðuna fyrir þjóðinni. – Og þá er kjörtímabilið eiginlega búið. „Það mun örugglega taka nokkur ár í viðbót að vera í þessum viðræðum, í ljósi þess að menn eru ekki einu sinni byrjaðir á erfiðustu málunum. En það breytir þó ekki því að þegar menn eru í aðildarviðræðum við Evrópusambandið þá felur það í sér viljayfirlýsingu af hálfu stjórnvalda umsóknarlandsins að það vilji ganga inn,“ segir forsætisráðherra. Sá vilji sé ekki fyrir hendi hjá stjórnarflokkunum. „Og þar af leiðandi er það ekki heiðarlegt fyrir stjórnvöld sem vilja ekki ganga inn að vera að þykjast ætla að ganga inn og þykjast vera að vinna að því að laga Ísland að sambandinu ef viljinn er ekki fyrir hendi,“ segir Sigmundur Davíð.Það er sem sagt sjálfhætt?„Það má segja það já,“ svarar forsætisráðherra. Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Forsætisráðherra segir Evrópusambandið hafa tilkynnt ríkisstjórninni í upphafi ferils hennar að samningaviðræður Íslands við sambandið gætu ekki hangið í lausu lofti. Viðræðunum sé í raun og veru sjálfhætt og ekki heiðarlegt af stjórnvöldum að þykjast hafa áhuga á þeim. Þegar ríkisstjórnin tilkynnti ráðamönnum Evrópusambandsins í fyrra um hlé á viðræðunum við sambandið segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að þeir hafi verið afdráttarlausir um það að framhald viðræðna gæti ekki legið í lausu lofti. „Og tilkynntu okkur það raunar mjög afdráttarlaust strax í upphafi, strax eftir að ríkisstjórnin tók við og lýsti því yfir að hún ætlaði að halda þessu í hléi. Þá var okkur sagt að þannig gæti það ekki gengið lengi. Menn þyrftu að segja af eða á, ætluðu þeir sér að halda áfram þessum viðræðum eða draga þær til baka,“ segir forsætisráðherra. Þetta kæmi fram í yfirlýsingum ráðamanna Evrópusambandsins og sterkt fram á fundum með þeim.En er þá ekki bara að láta þá taka af ykkur ómakið og slíta viðræðunum?„Það voru íslensk stjórnvöld sem sóttu um. Þannig að þeir geta auðvitað sagt að það standi upp á íslensk stjórnvöld, sem sóttu um, að svara. Eins og þeir minntu nú einhvern tíma á þegar menn voru að velta þessu fyrir sér, að það var ekki Evrópusambandið sem bað Ísland að sækja um,“ segir Sigmundur Davíð. Íslensk stjórnvöld þyrftu því að gefa svarið við því og Evrópusambandið hafi jafnvel búist við því svari fyrir áramót. Ætla má að aðildarviðræður taki a.m.k. tvö til þrjú ár ef þeim yrði framhaldið og þá ætti eftir að kynna niðurstöðuna fyrir þjóðinni. – Og þá er kjörtímabilið eiginlega búið. „Það mun örugglega taka nokkur ár í viðbót að vera í þessum viðræðum, í ljósi þess að menn eru ekki einu sinni byrjaðir á erfiðustu málunum. En það breytir þó ekki því að þegar menn eru í aðildarviðræðum við Evrópusambandið þá felur það í sér viljayfirlýsingu af hálfu stjórnvalda umsóknarlandsins að það vilji ganga inn,“ segir forsætisráðherra. Sá vilji sé ekki fyrir hendi hjá stjórnarflokkunum. „Og þar af leiðandi er það ekki heiðarlegt fyrir stjórnvöld sem vilja ekki ganga inn að vera að þykjast ætla að ganga inn og þykjast vera að vinna að því að laga Ísland að sambandinu ef viljinn er ekki fyrir hendi,“ segir Sigmundur Davíð.Það er sem sagt sjálfhætt?„Það má segja það já,“ svarar forsætisráðherra.
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira