„Ekki ætlum við að nota krónur? Er það? Er það planið?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2014 23:40 Hilmar Veigar Pétursson. „Þá fer ég að hugsa um mín börn. Hvað á ég að gera við þau? Ætla ég að láta þau nota krónur? Virkilega?“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Hilmar Veigar var einn ræðumanna á Iðnþinginu á fimmtudaginn þar sem hann fór yfir sögu sína, tölvufyrirtækisins CCP og hvers vegna íslenska krónan væri að hans mati ekki fýsilegur kostur til framtíðar.Ræðuna í heild sinni má sjá hér að neðan. Reyndar sagði Hilmar Veigar með ólíkindum að krónan væri enn gjaldmiðill Íslendinga miðað við það sem á undan væri gengið. Í tölvuleiknum Eve Online hefði verið ákveðið að kalla gjaldmiðilinn ISK á sínum tíma til minningar um íslensku krónuna. „Við ætluðum að nota gjaldmiðilinn sem minnisvarða um íslensku krónuna því okkur datt ekki í hug að hún yrði áfram,“ sagði Hilmar. Ekki reyndist sú ályktun rétt. „Krónan býr til fórnarlambshegðun hjá Íslendingum. Þetta er skoðun, ekki staðreynd,“ sagði Hilmar Veigar sem benti á að rekstur CCP hefði fyrstu árin ekki gengið sérstaklega vel. Um tíma þurfti Síminn að hlaupa undir bagga til að koma í veg fyrir að fyrirtækið yrði gjaldþrota. Um það leyti, í kringum 2005, hafi Hilmar Veigar verið gerður að framkvæmdastjóra. Hann hafi samþykkt að taka við starfinu tímabundið hið minnsta. „Ég skal gera þetta og svo finnum við einhvern sem á jakkaföt,“ sagði Hilmar Veigar sem staðið hefur í brú CCP-skipsins síðan. Reksturinn fór að ganga betur en ekki hjálpaði íslenska krónan til. Sökum styrkingar hennar á þessum tíma varð CCP af miklum hagnaði. Hilmar segir fyrirtækið ítrekað hafa fengið boð að utan til að flytja starfsemi sína. Þeir hafi fengið tilboð frá Kanada, Mön, Kóreu og Kína. Hann hafi þó talað fyrir því að fyrirtækið yrði áfram á Íslandi því það hafi honum fundist rétt. „Ef ég hefði flutt fyrirtækið til Kanada hefði ég ekki borgað skatt síðan 2005,“ sagði Hilmar Veigar og velti upp þeirri spurningu að reka fyrirtækið hér á landi. „Ef ég skoða staðreyndirnar þá meikar það engan sens. Sérstaklega ef maður skoðar það sem gerðist árið 2008,“ sagði Hilmar Veigar og rifjaði upp fall bankanna þá um haustið. Allt í einu hafi bankakerfið horfið á einu bretti. „Hvar eru peningarnir okkar?“ spurðu Hilmar Veigar og félagar sig. Hilmar segist margoft hafa rætt rekstrarumhverfi á Íslandi og gjaldeyrismálin við kollega sína í brúnni hjá Marel. Þar séu menn á svipaðri skoðun og hann sjálfur. „Það er frábært að heyra ráðherra segja að þau eigi að fara. En hvernig? Ég er búinn að skoða þetta svolítið. Það er svolítið erfitt að útfæra það. Það er ekki rosalega cool að fara í Evrópusambandið,“ sagði Hilmar Veigar. Nú sé hann hins vegar búinn að bíða í fimm ár. „Ég hélt að planið væri að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Ekki ætlum við að nota krónur? Er það? Er það planið?“ Hilmar Veigar segir að faðir sinn, sem er trésmiður, hafi í gegnum árin ítrekað talað gegn íslensku krónunni. Hann sé á sömu skoðun. „Þá fer ég að hugsa um mín börn. Hvað á ég að gera við þau? Ætla ég að láta þau nota krónur? Virkilega?“ sagði Hilmar og hélt áfram: „Pabbi minn var búinn að segja mér hvað hún væri slæm. Er það planið? Erum við klikkuð? Í alvörunni?“ Hilmar Veigar benti á það, sem hann telur vitleysu, hjá íslensku ráðafólki að setja fleiri tugi eða hundruð milljarða í byggingu verksmiðja. Við það skapist tímabundin störf en á endanum verði verksmiðjan rifin. Hvers vegna ekki að bæta rekstrarumhverfi sprotafyrirtækja á borð við CCP? Bar Hilmar Veigar saman verksmiðju sem hann byggði með föður sínum þegar hann var ungur að árum. Sú hafi síðar verið rifin. Hins vegar hafi hann einnig verið hluti af sprotafyrirtækinu OZ í kringum aldamótin sem reyndar hafi ekki gengið upp. Hins vegar hafi þeir sem tóku í því verkefni komið nýjum verkefnum á fót líkt og CCP í sínu tilfelli. „Ef 40 tilraunir með CCP springa verða til 400 fyrirtæki. Þannig gerðist þetta í Finnlandi. Þannig gerist þetta hjá siðmenntuðum þjóðum sem eru ekki að flækja hlutina svona geðveikislega mikið. Göngum bara í Evrópusambandið og tökum upp evru. Þetta er ógeðslega einfalt.“ Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
„Þá fer ég að hugsa um mín börn. Hvað á ég að gera við þau? Ætla ég að láta þau nota krónur? Virkilega?“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Hilmar Veigar var einn ræðumanna á Iðnþinginu á fimmtudaginn þar sem hann fór yfir sögu sína, tölvufyrirtækisins CCP og hvers vegna íslenska krónan væri að hans mati ekki fýsilegur kostur til framtíðar.Ræðuna í heild sinni má sjá hér að neðan. Reyndar sagði Hilmar Veigar með ólíkindum að krónan væri enn gjaldmiðill Íslendinga miðað við það sem á undan væri gengið. Í tölvuleiknum Eve Online hefði verið ákveðið að kalla gjaldmiðilinn ISK á sínum tíma til minningar um íslensku krónuna. „Við ætluðum að nota gjaldmiðilinn sem minnisvarða um íslensku krónuna því okkur datt ekki í hug að hún yrði áfram,“ sagði Hilmar. Ekki reyndist sú ályktun rétt. „Krónan býr til fórnarlambshegðun hjá Íslendingum. Þetta er skoðun, ekki staðreynd,“ sagði Hilmar Veigar sem benti á að rekstur CCP hefði fyrstu árin ekki gengið sérstaklega vel. Um tíma þurfti Síminn að hlaupa undir bagga til að koma í veg fyrir að fyrirtækið yrði gjaldþrota. Um það leyti, í kringum 2005, hafi Hilmar Veigar verið gerður að framkvæmdastjóra. Hann hafi samþykkt að taka við starfinu tímabundið hið minnsta. „Ég skal gera þetta og svo finnum við einhvern sem á jakkaföt,“ sagði Hilmar Veigar sem staðið hefur í brú CCP-skipsins síðan. Reksturinn fór að ganga betur en ekki hjálpaði íslenska krónan til. Sökum styrkingar hennar á þessum tíma varð CCP af miklum hagnaði. Hilmar segir fyrirtækið ítrekað hafa fengið boð að utan til að flytja starfsemi sína. Þeir hafi fengið tilboð frá Kanada, Mön, Kóreu og Kína. Hann hafi þó talað fyrir því að fyrirtækið yrði áfram á Íslandi því það hafi honum fundist rétt. „Ef ég hefði flutt fyrirtækið til Kanada hefði ég ekki borgað skatt síðan 2005,“ sagði Hilmar Veigar og velti upp þeirri spurningu að reka fyrirtækið hér á landi. „Ef ég skoða staðreyndirnar þá meikar það engan sens. Sérstaklega ef maður skoðar það sem gerðist árið 2008,“ sagði Hilmar Veigar og rifjaði upp fall bankanna þá um haustið. Allt í einu hafi bankakerfið horfið á einu bretti. „Hvar eru peningarnir okkar?“ spurðu Hilmar Veigar og félagar sig. Hilmar segist margoft hafa rætt rekstrarumhverfi á Íslandi og gjaldeyrismálin við kollega sína í brúnni hjá Marel. Þar séu menn á svipaðri skoðun og hann sjálfur. „Það er frábært að heyra ráðherra segja að þau eigi að fara. En hvernig? Ég er búinn að skoða þetta svolítið. Það er svolítið erfitt að útfæra það. Það er ekki rosalega cool að fara í Evrópusambandið,“ sagði Hilmar Veigar. Nú sé hann hins vegar búinn að bíða í fimm ár. „Ég hélt að planið væri að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Ekki ætlum við að nota krónur? Er það? Er það planið?“ Hilmar Veigar segir að faðir sinn, sem er trésmiður, hafi í gegnum árin ítrekað talað gegn íslensku krónunni. Hann sé á sömu skoðun. „Þá fer ég að hugsa um mín börn. Hvað á ég að gera við þau? Ætla ég að láta þau nota krónur? Virkilega?“ sagði Hilmar og hélt áfram: „Pabbi minn var búinn að segja mér hvað hún væri slæm. Er það planið? Erum við klikkuð? Í alvörunni?“ Hilmar Veigar benti á það, sem hann telur vitleysu, hjá íslensku ráðafólki að setja fleiri tugi eða hundruð milljarða í byggingu verksmiðja. Við það skapist tímabundin störf en á endanum verði verksmiðjan rifin. Hvers vegna ekki að bæta rekstrarumhverfi sprotafyrirtækja á borð við CCP? Bar Hilmar Veigar saman verksmiðju sem hann byggði með föður sínum þegar hann var ungur að árum. Sú hafi síðar verið rifin. Hins vegar hafi hann einnig verið hluti af sprotafyrirtækinu OZ í kringum aldamótin sem reyndar hafi ekki gengið upp. Hins vegar hafi þeir sem tóku í því verkefni komið nýjum verkefnum á fót líkt og CCP í sínu tilfelli. „Ef 40 tilraunir með CCP springa verða til 400 fyrirtæki. Þannig gerðist þetta í Finnlandi. Þannig gerist þetta hjá siðmenntuðum þjóðum sem eru ekki að flækja hlutina svona geðveikislega mikið. Göngum bara í Evrópusambandið og tökum upp evru. Þetta er ógeðslega einfalt.“
Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira