Opnar á þjóðaratkvæði ef stjórnarskránni verður breytt Jóhannes Stefánsson skrifar 5. mars 2014 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eftir Kastljósviðtal í gær. Fréttablaðið/Daníel Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir ekki loku fyrir það skotið að kosið verði um áframhald viðræðna við Evrópusambandið á þessu kjörtímabili. Til að svo verði þurfi hins vegar fyrst að koma í gegn breytingum á stjórnarskránni svo hægt sé að kalla til bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, en ekki ráðgefandi eins og hingað til hefur tíðkast. „Ef menn eru að tala um umsókn að aðild að ESB þyrfti að vera til staðar heimild til að halda raunverulega þjóðaratkvæðagreiðslu, bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, ekki bara svona könnun, eða ráðgefandi,“ segir Sigmundur í samtali við Fréttablaðið. Í kosningabaráttunni lagði Framsóknarflokkurinn áherslu á að skýrt verði í stjórnarskrá hvernig hægt verði að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og stjórnarskrárnefnd sem nú er að störfum hefur það verkefni meðal annars á sinni könnu. Sigmundur segir: „Eins og sakir standa þá er ekki hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, eingöngu ráðgefandi og um leið kemur fram í stjórnarskrá að [þingmenn] séu ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni.“ Forsætisráðherra var í viðtali í Kastljósi í gærkvöldi þar sem hann sagði meðal annars að Sjálfstæðisflokkurinn hafi í stjórnarmyndunarviðræðunum síðasta vor ekki sett fram kröfu um þjóðaratkvæðisgreiðslu um ESB-mál og að framámenn innan ESB hefðu krafist þess að Ísland myndi skýra stöðu sína gagnvart aðildarviðræðunum. Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir ekki loku fyrir það skotið að kosið verði um áframhald viðræðna við Evrópusambandið á þessu kjörtímabili. Til að svo verði þurfi hins vegar fyrst að koma í gegn breytingum á stjórnarskránni svo hægt sé að kalla til bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, en ekki ráðgefandi eins og hingað til hefur tíðkast. „Ef menn eru að tala um umsókn að aðild að ESB þyrfti að vera til staðar heimild til að halda raunverulega þjóðaratkvæðagreiðslu, bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, ekki bara svona könnun, eða ráðgefandi,“ segir Sigmundur í samtali við Fréttablaðið. Í kosningabaráttunni lagði Framsóknarflokkurinn áherslu á að skýrt verði í stjórnarskrá hvernig hægt verði að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og stjórnarskrárnefnd sem nú er að störfum hefur það verkefni meðal annars á sinni könnu. Sigmundur segir: „Eins og sakir standa þá er ekki hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, eingöngu ráðgefandi og um leið kemur fram í stjórnarskrá að [þingmenn] séu ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni.“ Forsætisráðherra var í viðtali í Kastljósi í gærkvöldi þar sem hann sagði meðal annars að Sjálfstæðisflokkurinn hafi í stjórnarmyndunarviðræðunum síðasta vor ekki sett fram kröfu um þjóðaratkvæðisgreiðslu um ESB-mál og að framámenn innan ESB hefðu krafist þess að Ísland myndi skýra stöðu sína gagnvart aðildarviðræðunum.
Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira