Elliði vill að þingsályktunartillögunni sé breytt Jakob Bjarnar skrifar 10. mars 2014 13:27 Sjálfstæðismenn eru að verða órólegir vegna tillögu Gunnars Braga. Þeirra á meðal eru Elliði Vignisson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og gegnheill sjálfstæðismaður, mælist til þess að umdeildri þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, þess efnis að viðræðum við ESB sé slitið, verði breytt. Elliði er áhrifamikill innan Sjálfstæðisflokksins og hann viðrar þessar skoðanir sínar á Facebook. Fyrir liggur að tekist verður á um málið á þingi í vikunni en þingflokksformenn funduðu vegna málsins í morgun. Athygli vekur að stjórnarþingmaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson gefur þar til kynna að hann sé samþykkur þessu sjónarmiði Elliða. „Ég er nú bara hávær bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Ég er venjulegur sjálfstæðismaður í grasrótinni og það er ekkert síður okkar að hafa skoðanir á þessu en þeirra sem sitja á þingi,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Elliði er ekki tilbúinn til að fallast skilyrðislaust á að kominn sé skjálfti í raðir sjálfstæðismanna. „Nei, en ég verð var við það að hinum almenna sjálfstæðismanni finnst óþægilegt að flokkurinn sé orðinn ábyrgur fyrir framhaldi að þessum aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið þegar ætíð hefur legið fyrir að flokkurinn er á móti aðild. Í því ljósi séð held ég sé best að málið verði áfram í þeim óvirka farvegi sem Samfylking og Vinstri græn settu málið í. Mér finnst eins og þjóðin sé búin að gleyma því að það voru Samfylkingin og VG sem settu málið í formalínkrukku. Til varanlegrar geymslu ef til vill. Og ég minnist þess ekki að þá hafi verið fjölmenn mótmæli á Austurvelli.“ Bæjarstjórinn vill ekki fallast á að þetta þýði í raun að hann vilji að þingsályktunartillagan verði einfaldlega dregin til baka. „Ekki endilega, mér finnst hann geta breytt henni. Fyndist ástæða fyrir Gunnar Braga og þingmenn stjórnarflokkanna að skerpa á því að viðræðum verði ekki haldið áfram fyrr en fyrir liggur þingvilji og þjóðaratkvæðagreiðsla. Þá þarf að minnsta kosti einar þingkosningar í viðbót áður en kemur að þjóðaratkvæðagreiðslu. Og ég hef ætíð verið fylgjandi tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrst áður en farið er af stað og svo þegar samningur liggur fyrir. En illu heilli felldu Samfylking og Vinstri græn slíka tillögu í tvígang.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og gegnheill sjálfstæðismaður, mælist til þess að umdeildri þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, þess efnis að viðræðum við ESB sé slitið, verði breytt. Elliði er áhrifamikill innan Sjálfstæðisflokksins og hann viðrar þessar skoðanir sínar á Facebook. Fyrir liggur að tekist verður á um málið á þingi í vikunni en þingflokksformenn funduðu vegna málsins í morgun. Athygli vekur að stjórnarþingmaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson gefur þar til kynna að hann sé samþykkur þessu sjónarmiði Elliða. „Ég er nú bara hávær bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Ég er venjulegur sjálfstæðismaður í grasrótinni og það er ekkert síður okkar að hafa skoðanir á þessu en þeirra sem sitja á þingi,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Elliði er ekki tilbúinn til að fallast skilyrðislaust á að kominn sé skjálfti í raðir sjálfstæðismanna. „Nei, en ég verð var við það að hinum almenna sjálfstæðismanni finnst óþægilegt að flokkurinn sé orðinn ábyrgur fyrir framhaldi að þessum aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið þegar ætíð hefur legið fyrir að flokkurinn er á móti aðild. Í því ljósi séð held ég sé best að málið verði áfram í þeim óvirka farvegi sem Samfylking og Vinstri græn settu málið í. Mér finnst eins og þjóðin sé búin að gleyma því að það voru Samfylkingin og VG sem settu málið í formalínkrukku. Til varanlegrar geymslu ef til vill. Og ég minnist þess ekki að þá hafi verið fjölmenn mótmæli á Austurvelli.“ Bæjarstjórinn vill ekki fallast á að þetta þýði í raun að hann vilji að þingsályktunartillagan verði einfaldlega dregin til baka. „Ekki endilega, mér finnst hann geta breytt henni. Fyndist ástæða fyrir Gunnar Braga og þingmenn stjórnarflokkanna að skerpa á því að viðræðum verði ekki haldið áfram fyrr en fyrir liggur þingvilji og þjóðaratkvæðagreiðsla. Þá þarf að minnsta kosti einar þingkosningar í viðbót áður en kemur að þjóðaratkvæðagreiðslu. Og ég hef ætíð verið fylgjandi tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrst áður en farið er af stað og svo þegar samningur liggur fyrir. En illu heilli felldu Samfylking og Vinstri græn slíka tillögu í tvígang.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira