Elliði vill að þingsályktunartillögunni sé breytt Jakob Bjarnar skrifar 10. mars 2014 13:27 Sjálfstæðismenn eru að verða órólegir vegna tillögu Gunnars Braga. Þeirra á meðal eru Elliði Vignisson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og gegnheill sjálfstæðismaður, mælist til þess að umdeildri þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, þess efnis að viðræðum við ESB sé slitið, verði breytt. Elliði er áhrifamikill innan Sjálfstæðisflokksins og hann viðrar þessar skoðanir sínar á Facebook. Fyrir liggur að tekist verður á um málið á þingi í vikunni en þingflokksformenn funduðu vegna málsins í morgun. Athygli vekur að stjórnarþingmaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson gefur þar til kynna að hann sé samþykkur þessu sjónarmiði Elliða. „Ég er nú bara hávær bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Ég er venjulegur sjálfstæðismaður í grasrótinni og það er ekkert síður okkar að hafa skoðanir á þessu en þeirra sem sitja á þingi,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Elliði er ekki tilbúinn til að fallast skilyrðislaust á að kominn sé skjálfti í raðir sjálfstæðismanna. „Nei, en ég verð var við það að hinum almenna sjálfstæðismanni finnst óþægilegt að flokkurinn sé orðinn ábyrgur fyrir framhaldi að þessum aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið þegar ætíð hefur legið fyrir að flokkurinn er á móti aðild. Í því ljósi séð held ég sé best að málið verði áfram í þeim óvirka farvegi sem Samfylking og Vinstri græn settu málið í. Mér finnst eins og þjóðin sé búin að gleyma því að það voru Samfylkingin og VG sem settu málið í formalínkrukku. Til varanlegrar geymslu ef til vill. Og ég minnist þess ekki að þá hafi verið fjölmenn mótmæli á Austurvelli.“ Bæjarstjórinn vill ekki fallast á að þetta þýði í raun að hann vilji að þingsályktunartillagan verði einfaldlega dregin til baka. „Ekki endilega, mér finnst hann geta breytt henni. Fyndist ástæða fyrir Gunnar Braga og þingmenn stjórnarflokkanna að skerpa á því að viðræðum verði ekki haldið áfram fyrr en fyrir liggur þingvilji og þjóðaratkvæðagreiðsla. Þá þarf að minnsta kosti einar þingkosningar í viðbót áður en kemur að þjóðaratkvæðagreiðslu. Og ég hef ætíð verið fylgjandi tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrst áður en farið er af stað og svo þegar samningur liggur fyrir. En illu heilli felldu Samfylking og Vinstri græn slíka tillögu í tvígang.“ Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og gegnheill sjálfstæðismaður, mælist til þess að umdeildri þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, þess efnis að viðræðum við ESB sé slitið, verði breytt. Elliði er áhrifamikill innan Sjálfstæðisflokksins og hann viðrar þessar skoðanir sínar á Facebook. Fyrir liggur að tekist verður á um málið á þingi í vikunni en þingflokksformenn funduðu vegna málsins í morgun. Athygli vekur að stjórnarþingmaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson gefur þar til kynna að hann sé samþykkur þessu sjónarmiði Elliða. „Ég er nú bara hávær bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Ég er venjulegur sjálfstæðismaður í grasrótinni og það er ekkert síður okkar að hafa skoðanir á þessu en þeirra sem sitja á þingi,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Elliði er ekki tilbúinn til að fallast skilyrðislaust á að kominn sé skjálfti í raðir sjálfstæðismanna. „Nei, en ég verð var við það að hinum almenna sjálfstæðismanni finnst óþægilegt að flokkurinn sé orðinn ábyrgur fyrir framhaldi að þessum aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið þegar ætíð hefur legið fyrir að flokkurinn er á móti aðild. Í því ljósi séð held ég sé best að málið verði áfram í þeim óvirka farvegi sem Samfylking og Vinstri græn settu málið í. Mér finnst eins og þjóðin sé búin að gleyma því að það voru Samfylkingin og VG sem settu málið í formalínkrukku. Til varanlegrar geymslu ef til vill. Og ég minnist þess ekki að þá hafi verið fjölmenn mótmæli á Austurvelli.“ Bæjarstjórinn vill ekki fallast á að þetta þýði í raun að hann vilji að þingsályktunartillagan verði einfaldlega dregin til baka. „Ekki endilega, mér finnst hann geta breytt henni. Fyndist ástæða fyrir Gunnar Braga og þingmenn stjórnarflokkanna að skerpa á því að viðræðum verði ekki haldið áfram fyrr en fyrir liggur þingvilji og þjóðaratkvæðagreiðsla. Þá þarf að minnsta kosti einar þingkosningar í viðbót áður en kemur að þjóðaratkvæðagreiðslu. Og ég hef ætíð verið fylgjandi tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrst áður en farið er af stað og svo þegar samningur liggur fyrir. En illu heilli felldu Samfylking og Vinstri græn slíka tillögu í tvígang.“
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira