Stjórnarleiðtogar hafa ekki reynt sættir um ESB Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2014 20:00 Formaður Samfylkingarinnar segir að ef stjórnarflokkarnir standi við þá hótun sína að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið án rökstuðnings sé óhjákvæmilegt að standa vörð um rétt þjóðarinnar til að taka ákvörðun um framtíð sína. Formenn stjórnarflokkanna hafa ekki gert neina tilraun til að ná sáttum við stjórnarandstöðuna um afgreiðslu evrópumálanna á Alþingi eins og samkomulag sem gert var í síðustu viku gerði ráð fyrir. Mikil átök voru á Alþingi í siðustu viku eftir að þingsályktun utanríkisráðherra um slit á viðræðum við evrópusambandið var lögð fram, sem varð til þess að umræða um skýrslu Hagfræðustofnunar um sambandið fór út um víðan völl. Eftir rúmlega þriggja sólarhringa umræður með kvöld- og næturfundum náðist samkomulag um fyrirkomulag umræðunnar á fimmtudag í síðustu viku sem Einar K. Guðfinnsson forseti þingsins greindi frá og sagði þá jafnframt þetta: „Þá er gert ráð fyrir því að að leitað verði hófanna á næstu dögum, í nefndarviku til að vita hvort hægt sé að reyna að greiða fyrir umræðu málsins eftir því sem kostur er í framhaldinu,“ sagði forseti Alþingis. Síðan er liðin vika og forystumenn stjórnarandstöðunnar hafa ekkert heyrt frá formönnum stjórnarflokkanna og umræðan um þingsályktun utanríkisráðherra hefst á mánudag. „Ég stóð í þeirri meiningu já, að við ætluðum að setjast niður, formenn flokkanna á Alþingi og reyna að komast að efnislegri sátt um evrópumálin. Reyna að koma þessu í uppbyggilegan og friðsamlegri farveg. Það er vel mögulegt,“ segir Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. Ef ekkert samkomulag verði gert megi búast við miklum umræðum. „Þetta er mjög stórt mál og þetta hittir alveg í kvikuna í íslenskri stjórnmálaumræðu. Þannig að ef ríkisstjórnin ætlar að halda því til streitu að slíta þessum viðræðum þarf að ræða það. Það er augljóst mál,“ segir Guðmundur. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar tekur í sama streng, um sé að ræða mjög stóra ákvörðun. „Við höfum auðvitað viljað tefla því fram hvort ríkisstjórnin væri ekki tilbúin til að endurskoða þessa afstöðu sína og reyna að fara einhverja leið sem fleiri geta sætt sig við. Sem aðilar vinnumarkaðrins geta sætt sig við, sem iðnaðurinn og allar atvinnugreinar geta sætt sig við,“ segir Árni Páll. Að öðrum kosti stefni í mikil átök um málið. „Ef hótunin er áfram um það að ljúka þessum aðildarviðræðum án nokkurs efnislegs rökstuðnings og án þess að þjóðin fái að koma að því er óhjákvæmilegt annað en við stöndum vörð um rétt þjóðarinnar í þessu efni, til að taka ákvarðanir um sína framtíð,“ segir Árni Páll Árnason. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir að ef stjórnarflokkarnir standi við þá hótun sína að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið án rökstuðnings sé óhjákvæmilegt að standa vörð um rétt þjóðarinnar til að taka ákvörðun um framtíð sína. Formenn stjórnarflokkanna hafa ekki gert neina tilraun til að ná sáttum við stjórnarandstöðuna um afgreiðslu evrópumálanna á Alþingi eins og samkomulag sem gert var í síðustu viku gerði ráð fyrir. Mikil átök voru á Alþingi í siðustu viku eftir að þingsályktun utanríkisráðherra um slit á viðræðum við evrópusambandið var lögð fram, sem varð til þess að umræða um skýrslu Hagfræðustofnunar um sambandið fór út um víðan völl. Eftir rúmlega þriggja sólarhringa umræður með kvöld- og næturfundum náðist samkomulag um fyrirkomulag umræðunnar á fimmtudag í síðustu viku sem Einar K. Guðfinnsson forseti þingsins greindi frá og sagði þá jafnframt þetta: „Þá er gert ráð fyrir því að að leitað verði hófanna á næstu dögum, í nefndarviku til að vita hvort hægt sé að reyna að greiða fyrir umræðu málsins eftir því sem kostur er í framhaldinu,“ sagði forseti Alþingis. Síðan er liðin vika og forystumenn stjórnarandstöðunnar hafa ekkert heyrt frá formönnum stjórnarflokkanna og umræðan um þingsályktun utanríkisráðherra hefst á mánudag. „Ég stóð í þeirri meiningu já, að við ætluðum að setjast niður, formenn flokkanna á Alþingi og reyna að komast að efnislegri sátt um evrópumálin. Reyna að koma þessu í uppbyggilegan og friðsamlegri farveg. Það er vel mögulegt,“ segir Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. Ef ekkert samkomulag verði gert megi búast við miklum umræðum. „Þetta er mjög stórt mál og þetta hittir alveg í kvikuna í íslenskri stjórnmálaumræðu. Þannig að ef ríkisstjórnin ætlar að halda því til streitu að slíta þessum viðræðum þarf að ræða það. Það er augljóst mál,“ segir Guðmundur. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar tekur í sama streng, um sé að ræða mjög stóra ákvörðun. „Við höfum auðvitað viljað tefla því fram hvort ríkisstjórnin væri ekki tilbúin til að endurskoða þessa afstöðu sína og reyna að fara einhverja leið sem fleiri geta sætt sig við. Sem aðilar vinnumarkaðrins geta sætt sig við, sem iðnaðurinn og allar atvinnugreinar geta sætt sig við,“ segir Árni Páll. Að öðrum kosti stefni í mikil átök um málið. „Ef hótunin er áfram um það að ljúka þessum aðildarviðræðum án nokkurs efnislegs rökstuðnings og án þess að þjóðin fái að koma að því er óhjákvæmilegt annað en við stöndum vörð um rétt þjóðarinnar í þessu efni, til að taka ákvarðanir um sína framtíð,“ segir Árni Páll Árnason.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira