Íslenski boltinn

Lengjubikarinn: Stefán tryggði Blikum sigur

Stefán Gíslason.
Stefán Gíslason. vísir/getty
Stefán Gíslason stimplaði sig inn í lið Breiðabliks í dag er hann skoraði sigurmark Blika gegn Keflavík í Lengjubikarnum.

Mark Stefáns kom á fjórðu mínútu síðari háfleiks. Blikar komust með sigrinum á topp 1. riðils en liðið er með stigi meira en KR.

Víkingur Reykjavík vann svo nauman sigur á hinu Víkingsliðinu frá Ólafsvík. Reykjavíkur Víkingar komust um leið í toppsæti 3. riðils með tveim stigum meira en Stjarnan.

Úrslit:

Keflavík-Breiðablik  1-2

Bojan Stefán Ljubicic - Guðjón Pétur Lýðsson, Stefán Gíslason.

Víkíngur Ó.-Víkingur R.  2-3

Fannar Hilmarsson, Brynjar Kristmundsson - Aron Elís Þrándarson. Vantar aðra markaskorara.

Upplýsingar um markaskorara: urslit.net.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×