Íslenski boltinn

Lengjubikarinn: Stefán tryggði Blikum sigur

Stefán Gíslason.
Stefán Gíslason. vísir/getty

Stefán Gíslason stimplaði sig inn í lið Breiðabliks í dag er hann skoraði sigurmark Blika gegn Keflavík í Lengjubikarnum.

Mark Stefáns kom á fjórðu mínútu síðari háfleiks. Blikar komust með sigrinum á topp 1. riðils en liðið er með stigi meira en KR.

Víkingur Reykjavík vann svo nauman sigur á hinu Víkingsliðinu frá Ólafsvík. Reykjavíkur Víkingar komust um leið í toppsæti 3. riðils með tveim stigum meira en Stjarnan.

Úrslit:

Keflavík-Breiðablik  1-2
Bojan Stefán Ljubicic - Guðjón Pétur Lýðsson, Stefán Gíslason.

Víkíngur Ó.-Víkingur R.  2-3
Fannar Hilmarsson, Brynjar Kristmundsson - Aron Elís Þrándarson. Vantar aðra markaskorara.

Upplýsingar um markaskorara: urslit.net.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.