Erlent

Vítisenglar Pútíns komnir til Úkraínu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vladímír Pútín og forsprakki Náttúlfana, "Skurðlæknirinn“.
Vladímír Pútín og forsprakki Náttúlfana, "Skurðlæknirinn“. VISIR/AFP

Náttúlfarnir eru stærstu bifhjólasamtök Rússlands en meðlimir þeirra eru á sjötta þúsund.

Samtökin eru gífurlega þjóðernissinnuð og trúa þau að „þar sem Náttúlfarnir stíga niður fæti verði allt að rússneskri grund.“

Á laugardaginn síðastaliðinn héldu Náttúlfarnir frá Rússlandi til Krímskagans til að liðsinna stuðningsmönnum Pútíns í Úkraínu.

Meðlimur samtakana sagði að „mikilvægt væri að berjast gegn nasistum og öðrum öfgahópum á svæðinu svo ástandið á Krímskaga verði ekki eins og það í Kænugarði.“

Náttúlfarnir eru alræmdir fyrir að hunsa lög og reglur, stjórn- og trúmál og því verða tengsl samtakana við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, að teljast hæsta máta óeðlieg.

Rússlandsforseti er góðvinur forsprakka Náttúlfanna, Alexanders Zaldostanov, sem í daglegu tali er kallaður „Skurðlæknirinn“.

Tengsl forsetans og samtakana eru slík að þegar Náttúlfarnir voru bannaðir í Finnlandi féll Vladímír Pútín einnig undir þá skilgreiningu fyrir mistök. Í kjölfarið báðust finnsk yfirvöld afsökunar og afturkölluðu bannið.

Pútín seinkaði eitt sinn fundi sínum með Viktori Janúkóvitsj, fyrrum forseta Úkraínu, um fjórar klukkustundir því hann var upptekinn við að aka yfir Krímskagann þveran og endilangan með Skurðlækninum.

Rússlandsforseti veitti Zaldostanov heiðursverðlaun í fyrra fyrir „óeigingjarnt starf sitt í þágu þjóðernisvakningar meðal ungs fólks“ í Rússlandi.

Eftir pönkbæn Pussy Riot og írafárið sem fylgdi í kjölfarið hafa Náttúlfarnir boðist til að standa vörð um kirkjur rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar til varnar frekari „spellvirkjum“.

Tengsl bifhjólasamtakana við yfirvöld hafa leitt til útistaðna við önnur mótorhjólagengi en Náttúlfarnir eru orðnir mikilvægur hluti af ítökum og áhrifum Rússlands í Austur-Evrópu

Frekari upplýsingar má nálgast á vef Daily Telegraph.


Tengdar fréttir

Gunnar Bragi fundar með sendiherra Rússa

Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld leggja þunga áherslu á að Rússar láti umsvifalaust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum.

Rússneskir hermenn sitja um herstöð

Forsætisráðherra Úkraínu hefur biðlað til Rússa að afturkalla herlið sitt frá svæðinu sem nú er sagt vera á "barmi hörmunga."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×