Erlent

MMA bardagakappi lést eftir bardaga

Baldvin Þormóðsson skrifar
MMA er umdeild bardagaíþrótt.
MMA er umdeild bardagaíþrótt. vísir/afp
MMA bardagakappinn Booto Guylain lést í bardaga eftir að hafa hlotið slæmt höfuðhögg frá andstæðingi sínum í hringnum.

Hinn 29 ára bardagakappi lést seinasta miðvikudag á sjúkrahúsi í Jóhannesarborg í Suður-Afríku.

Samkvæmt yfirlýsingu EFC, keppnissambandi MMA, var Guylain fluttur á sjúkrahús eftir bardagann. Greindist hann með innvortis blæðingar á höfði eftir síendurtekin olnbogaskot í höfuðið frá andstæðingi sínu, Keron Davies.

Formaður sambandsins, Cairo Howarth, segir í yfirlýsingunni að hann harmi dauða Guylain og að sambandið muni gera sitt besta við að hjálpa fjölskyldu látna bardagakappans að fóta sig eftir missinn.

Guylain skilur eftir sig eiginkonu og son.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×