Obama varar við að ekki verði stigið yfir línuna 20. febrúar 2014 00:00 Obama var í Mexíkó þar sem hann hitti meðal annars Enrique Pena Nieto, forseta landsins og forsætisráðherra Kanada, Stephen Harper. vísir/AFP Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti í kvöld úkraínsk stjórnvöld til þess að beita ekki ofbeldi í deilum stjórnvalda við mótmælendur í landinu. Hann varaði jafnframt við því að ef stigið yrði yfir línuna, þá myndi slíkt hafa afleiðingar. Obama lét ummælin falla í heimsókn sinni í Mexíkó í dag. Hann gaf til kynna að refsiaðgerðir væru mögulegar gagnvart ófriðaraðilum í Kænugarði. „Úkraínsk stjórnvöld bera meginþunga ábyrgðar á því að komið sé fram við friðsama mótmælendur á réttan hátt, að úkraínska þjóðin geti komið saman og tjáð sig um sín málefni án ótta við kúgun,“ sagði Obama. Obama sagði jafnframt að hann vildi að það væri á hreinu bandarísk stjórnvöld muni fylgjast grannt með gangi mála í Úkraínu næstu daga og að mikilvægt væri að mótmælendur sýndu einnig stillingu. Hann bætti við að Bandaríkin muni reyna að nálgast sjónarmið allra hlutaðeigandi aðila en mikilvægast væri að úkraínska þjóðin geti tjáð vilja sinn. Sagði Obama að hann trúi því að mikill meirihluti úkraínsku þjóðarinnar væri hlynntur inngöngu í Evrópusambandið. Evrópusambandið mun á morgun funda um ástandið í Kænugarði eftir óeirðirnar sem geisuðu þar síðastliðna nótt, þar sem tugir féllu og meira en þúsund manns særðust í mannskæðustu átökum í Kænugarði frá því forseti landsins, Viktor Janúkovítsj, hafnaði í nóvember að skrifa undir samstarfssamning við Evrópusambandið. Úkraína Tengdar fréttir Yfir þúsund manns særðust í Kænugarði Átök milli mótmælenda og lögreglu blossuðu upp í nótt. Að minnsta kosti 25 létust í miðborg Kænugarðs. 19. febrúar 2014 10:30 Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum. 19. febrúar 2014 07:08 Evrópusambandið íhugar aðgerðir gegn Úkraínu Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda í nótt. Forseti landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg. 19. febrúar 2014 17:30 Vopnahlé í Úkraínu Meðlimir stjórnar og stjórnarandstöðu munu setjast að samningaborðinu. 19. febrúar 2014 22:02 „Það er verið að drepa saklaust fólk í einni af höfuðborgum Evrópu“ Ofbeldið í Kænugarði var rætt á Alþingi í dag. 19. febrúar 2014 16:30 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti í kvöld úkraínsk stjórnvöld til þess að beita ekki ofbeldi í deilum stjórnvalda við mótmælendur í landinu. Hann varaði jafnframt við því að ef stigið yrði yfir línuna, þá myndi slíkt hafa afleiðingar. Obama lét ummælin falla í heimsókn sinni í Mexíkó í dag. Hann gaf til kynna að refsiaðgerðir væru mögulegar gagnvart ófriðaraðilum í Kænugarði. „Úkraínsk stjórnvöld bera meginþunga ábyrgðar á því að komið sé fram við friðsama mótmælendur á réttan hátt, að úkraínska þjóðin geti komið saman og tjáð sig um sín málefni án ótta við kúgun,“ sagði Obama. Obama sagði jafnframt að hann vildi að það væri á hreinu bandarísk stjórnvöld muni fylgjast grannt með gangi mála í Úkraínu næstu daga og að mikilvægt væri að mótmælendur sýndu einnig stillingu. Hann bætti við að Bandaríkin muni reyna að nálgast sjónarmið allra hlutaðeigandi aðila en mikilvægast væri að úkraínska þjóðin geti tjáð vilja sinn. Sagði Obama að hann trúi því að mikill meirihluti úkraínsku þjóðarinnar væri hlynntur inngöngu í Evrópusambandið. Evrópusambandið mun á morgun funda um ástandið í Kænugarði eftir óeirðirnar sem geisuðu þar síðastliðna nótt, þar sem tugir féllu og meira en þúsund manns særðust í mannskæðustu átökum í Kænugarði frá því forseti landsins, Viktor Janúkovítsj, hafnaði í nóvember að skrifa undir samstarfssamning við Evrópusambandið.
Úkraína Tengdar fréttir Yfir þúsund manns særðust í Kænugarði Átök milli mótmælenda og lögreglu blossuðu upp í nótt. Að minnsta kosti 25 létust í miðborg Kænugarðs. 19. febrúar 2014 10:30 Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum. 19. febrúar 2014 07:08 Evrópusambandið íhugar aðgerðir gegn Úkraínu Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda í nótt. Forseti landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg. 19. febrúar 2014 17:30 Vopnahlé í Úkraínu Meðlimir stjórnar og stjórnarandstöðu munu setjast að samningaborðinu. 19. febrúar 2014 22:02 „Það er verið að drepa saklaust fólk í einni af höfuðborgum Evrópu“ Ofbeldið í Kænugarði var rætt á Alþingi í dag. 19. febrúar 2014 16:30 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Yfir þúsund manns særðust í Kænugarði Átök milli mótmælenda og lögreglu blossuðu upp í nótt. Að minnsta kosti 25 létust í miðborg Kænugarðs. 19. febrúar 2014 10:30
Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum. 19. febrúar 2014 07:08
Evrópusambandið íhugar aðgerðir gegn Úkraínu Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda í nótt. Forseti landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg. 19. febrúar 2014 17:30
Vopnahlé í Úkraínu Meðlimir stjórnar og stjórnarandstöðu munu setjast að samningaborðinu. 19. febrúar 2014 22:02
„Það er verið að drepa saklaust fólk í einni af höfuðborgum Evrópu“ Ofbeldið í Kænugarði var rætt á Alþingi í dag. 19. febrúar 2014 16:30