Erlent

Mál sprengjumannsins í Boston tekið fyrir í nóvember

MYND/AFP
Réttarhöld yfir Dzokhar Tsarnaev, manninum sem ákærður er fyrir aðild að sprengjuárásinni í Bostonmaraþoninu í apríl í fyrra, hefjast í nóvember næstkomandi.

Verjendur Tsarnaev höfðu farið fram á að málið yrði dómtekið í september árið 2015 til að þeim gæfist meiri tími til að granskoða það mikla magn gagna sem til eru um sprengjuárasina en þeirri beiðni var hafnað.

Verði Tsarnaev fundinn sekur um að hafa myrt þrjá og sært 264 í árásinni má búast við því að hann verði dæmdur til dauða. Hinn ungi Tsetsjeníumaður er einnig ákærður fyrir að skjóta til bana öryggisvörð við MIT háskólann þremur dögum eftir sprengjuárásina þegar hann og bróðir hans voru á flótta undan yfirvöldum.

Tsarnev hefur neitað öllum ásökunum og situr nú í fangelsi í Boston en verjendur hans hafa krafist þess að málið verði dómtekið annars staðar en í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem létust í sprengjutilræðinu var 8 ára drengur.

Meira um málið á fréttavef Reuters.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×