Erlent

Flækingshundar, skítugt vatn og ónýt klósett í Sochi

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Blaðamenn hafa verið duglegir að segja frá slæmum aðbúnaði í Sotsjí.
Blaðamenn hafa verið duglegir að segja frá slæmum aðbúnaði í Sotsjí.
Blaðamenn sem eru mættir til Sotsjí hafa margir sagt frá hræðilegum aðbúnaði á hótelum í borginni. Þrjú af níu hótelum sem ætluð eru blaðamönnum eru enn ókláruð. Vatnið þykir ógeðslegt, flækingshundar hafa sést inni á einu hótelinu og á einhverjum hótelum eiga gestir að setja klósettpappír – eftir notkun – í ruslið, því klósettið stíflast ef hann er settur þangað. Einum blaðamanni var ráðlagt að drekka ekki vatnið úr krananum á hótelherberginu, því það inniheldur eitthvað „mjög hættulegt“ eins og hótelstarfsmenn orðuðu það, að sögn blaðamannsins.

Skortur er á gistirýmum fyrir blaðamenn, sem dæmi voru ellefu herbergi pöntuð fyrir blaðamenn CNN en þeir hafa aðeins fengið eitt.

Mikið rusl er á götum Sotsjí eins og sjá má á þessum myndum.

Frægt er að Vetrarólympíuleikarnir eru þeir dýrustu í sögunni. Opnunarhátíðin verður haldin á föstudaginn og verður athyglisvert að sjá hvort skipuleggjendum leikanna takist að bæta aðstöðu blaðamanna í tæka tíð.

Hér að neðan má sjá mikinn fjölda tísta frá blaðamönnum sem eru komnir til Sotsjí.

Vetrarólympíuleikarnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×