Erlent

Rússar leita þriggja sjálfsvígskvenna

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Ein kvennanna þriggja, sú sem sögð er vera í Sotsjí.
Ein kvennanna þriggja, sú sem sögð er vera í Sotsjí. Vísir/AP
Rússnesk stjórnvöld leita nú þriggja kvenna, sem grunaðar eru um að ætla sér að gera sjálfsvígsárásir.

Ein kvennanna er sögð vera komin til Sotsjí, þar sem Vetrar-Ólympíuleikar verða haldnir í næsta mánuði. Hún er 22 ára og sögð heita Rúsanna Ibragimova.

Lögreglan hefur dreift myndum af konunum og óskar eftir upplýsingum frá almenningi.

Rússnesk stjórnvöld hafa áður sakað ekkjur látinna uppreisnarmanna um að hafa gert sjálfsvígsárásir í landinu. Í fjölmiðlum eru þessar konur iðulega nefndar „svörtu ekkjurnar”.

Tvær sjálfsvígsárásir voru gerðar í borginni Volgograd í desember síðastliðnum, og kostuðu þær árásir 34 manns lífið.

Hópur herskárra íslamista í Dagestan-héraði lýstu um helgina ábyrgð sinni á þessum árásum, og hótaði því jafnframt að gera árásir á Ólympíuleikana í Sotsjí.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×