„Algjörlega úr lausu lofti gripið" Jóhannes Stefánsson skrifar 26. janúar 2014 16:24 Þuríður segir dómstóla hafa misstigið sig í málinu. Vísir/Vilhelm „Ég myndi telja að það sé verið að færa íslenskri fósturfjölskyldu barn á silfurfati. Sú fjölskylda fær greitt fyrir að vera með barnið. Auðvitað hefur fósturfjölskyldan fjárhagslega hagsmuni af því að hafa barnið hjá sér, og það sem lengst," segir Þuríður Halldórsdóttir, lögmaður mannsins sem sætir nú athugunar af hálfu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Hún segir að upplýsa þurfi hversu mikið fósturfjölskyldan fái greitt fyrir að vista stúlkuna. Forsaga málsins er sú að stúlkan, sem nú er í fóstri samkvæmt ákvörðun dómstóla, var flutt hingað til lands seinnihluta árs 2012 af móðurafa sínum. Samkvæmt upplýsingum frá lögmanni afa stúlkunnar er um að ræða flóttafólk frá Haíti sem flúði hingað til lands eftir mannskæðan jarðskjálfta þar í landi. Við komuna hingað vísaði afinn fram gögnum þar sem tekið var fram að hann færi með forsjá stúlkunnar þar sem móðir hennar hefði látist í hamförunum. Fjölskyldan flutti inn til ættmenna sem búsett hafa verið hér á landi um nokkurt skeið á grundvelli fjölskyldusameiningar. Hæstiréttur staðfesti þann 24. janúar að stúlkan skyldi vistuð utan heimilis síns á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu væru til athugunar af hálfu barnaverndaryfirvalda. Þuríður Halldórsdóttir, lögmaður afa stúlkunnar, er síður en svo ánægð með ýmsa þætti málsins. „Ólíkt venjulegum tilfellum þegar eitthvað kemur upp eru börn færð á vistheimili barna. Þarna var barnið sett strax inn á þetta heimili. Þar var tilbúið bleikmálað herbergi með nafni stúlkunnar á. Þetta er svolítið skrýtið," segir Þuríður. Hún segist þó ekki vilja bera neitt upp á fósturfjölskylduna eða starfsfólk barnaverndaryfirvalda.Fjarstæða að um mansal sé að ræða Þuríður segir að ásakanir á hendur umbjóðenda sínum „séu algjörlega úr lausu lofti gripnar." Hún segir það alrangt að stúlkan hafi verið vistuð utan heimilisins vegna gruns um mansal, eins og haldið var fram í frétt Stöðvar 2 um málið fyrr í kvöld. „Þetta eru ósannindi sem er verið að bera upp á þetta fólk," segir Þuríður. Hún segir að málið hafi verið rannsakað af lögreglu, sem hafi fellt það niður. Þuríður segir ástæðu úrskurðar héraðsdóms, sem síðar var staðfestur af Hæstarétti, vera þann „að það þurfti að kanna aðstæður, og kanna nánar tölvupósta sem að hafi borist." Hún segir að forsendur úrskurðarins hafi ekkert með mansal að gera.Segir dómarann ekki hafa skilið málið Í forsendum héraðsdóms fyrir úrskurði sínum, þar sem fram kemur að stúlkan skuli vistuð utan heimilis, segir meðal annars að í ábendingum sem hafi borist barnarverndaryfirvöldum sé „m.a. gefið í skyn að stúlkan sé fórnarlamb mansals." Í niðurlagsorðum úrskurðarins segir: „Þegar gögn málsins eru virt heildstætt er það mat dómsins að ákvörðun sóknaraðila um áframhaldandi vistun telpunnar, E, utan heimils varnaraðila í allt að sex mánuði, samrýmist markmiðum barnaverndarlaga..." Þuríður segir þetta ekki benda til þess að grunur leiki á að stúlkan sé fórnarlamb mansals. „Þetta hefur verið algjörlega afsannað, þó að dómarinn hafi ekki skilið það," segir Þuríður. Hæstiréttur hafi svo staðfest úrskurðinn þann 24. janúar síðastliðinn, án þess að meta gögn í málinu. „Það er eitthvað meira en lítið bogið við málið," segir Þuríður.Ábendingar litaðar af kynþáttafordómumÞuríður segir að ábendingar um illa meðferð og ofbeldi í garð stúlkunnar séu ekki í neinum tengslum við raunveruleikann. „Þetta er mjög alvarlegur áburður sem er verið að bera á manninn. Ég veit ekki hvort þetta eru kynþáttafordómar eða hvað af hálfu fólksins sem er að tilkynna þennan hávaða eða læti, og jafnvel neyslu," segir Þuríður og bætir við: „Það reykir enginn og drekkur á þessu heimili." Í úrskurðinum kemur meðal annars fram að tilkynning hafi borist um að stúlkan hafi verið barin með belti inni á heimilinu af afa sínum. „Fyrrverandi eiginmaður konunnar hans sagði þetta í reiði og tilkynnti þetta til Barnaverndarnefndar. Það var illa gert af honum að gera það," segir Þuríður. Hún segir að viðkomandi hafi síðar viðurkennt að hafa aldrei séð það, en að honum hafi hinsvegar verið sagt frá því. Tengdar fréttir Barnsgrátur barst frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að telpan hafi verið fórnarlamb mansals 26. janúar 2014 19:15 Barn tekið af heimili sínu vegna gruns um ofbeldi og mansal Sex ára, frönskumælandi stúlka er nú vistuð utan heimilis síns á meðan alvarlegar ásakanir gegn forsjáraðila hennar eru kannaðar. Til skoðunar er hvort að stúlkan sé fórnarlamb mansals. 25. janúar 2014 19:11 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
„Ég myndi telja að það sé verið að færa íslenskri fósturfjölskyldu barn á silfurfati. Sú fjölskylda fær greitt fyrir að vera með barnið. Auðvitað hefur fósturfjölskyldan fjárhagslega hagsmuni af því að hafa barnið hjá sér, og það sem lengst," segir Þuríður Halldórsdóttir, lögmaður mannsins sem sætir nú athugunar af hálfu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Hún segir að upplýsa þurfi hversu mikið fósturfjölskyldan fái greitt fyrir að vista stúlkuna. Forsaga málsins er sú að stúlkan, sem nú er í fóstri samkvæmt ákvörðun dómstóla, var flutt hingað til lands seinnihluta árs 2012 af móðurafa sínum. Samkvæmt upplýsingum frá lögmanni afa stúlkunnar er um að ræða flóttafólk frá Haíti sem flúði hingað til lands eftir mannskæðan jarðskjálfta þar í landi. Við komuna hingað vísaði afinn fram gögnum þar sem tekið var fram að hann færi með forsjá stúlkunnar þar sem móðir hennar hefði látist í hamförunum. Fjölskyldan flutti inn til ættmenna sem búsett hafa verið hér á landi um nokkurt skeið á grundvelli fjölskyldusameiningar. Hæstiréttur staðfesti þann 24. janúar að stúlkan skyldi vistuð utan heimilis síns á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu væru til athugunar af hálfu barnaverndaryfirvalda. Þuríður Halldórsdóttir, lögmaður afa stúlkunnar, er síður en svo ánægð með ýmsa þætti málsins. „Ólíkt venjulegum tilfellum þegar eitthvað kemur upp eru börn færð á vistheimili barna. Þarna var barnið sett strax inn á þetta heimili. Þar var tilbúið bleikmálað herbergi með nafni stúlkunnar á. Þetta er svolítið skrýtið," segir Þuríður. Hún segist þó ekki vilja bera neitt upp á fósturfjölskylduna eða starfsfólk barnaverndaryfirvalda.Fjarstæða að um mansal sé að ræða Þuríður segir að ásakanir á hendur umbjóðenda sínum „séu algjörlega úr lausu lofti gripnar." Hún segir það alrangt að stúlkan hafi verið vistuð utan heimilisins vegna gruns um mansal, eins og haldið var fram í frétt Stöðvar 2 um málið fyrr í kvöld. „Þetta eru ósannindi sem er verið að bera upp á þetta fólk," segir Þuríður. Hún segir að málið hafi verið rannsakað af lögreglu, sem hafi fellt það niður. Þuríður segir ástæðu úrskurðar héraðsdóms, sem síðar var staðfestur af Hæstarétti, vera þann „að það þurfti að kanna aðstæður, og kanna nánar tölvupósta sem að hafi borist." Hún segir að forsendur úrskurðarins hafi ekkert með mansal að gera.Segir dómarann ekki hafa skilið málið Í forsendum héraðsdóms fyrir úrskurði sínum, þar sem fram kemur að stúlkan skuli vistuð utan heimilis, segir meðal annars að í ábendingum sem hafi borist barnarverndaryfirvöldum sé „m.a. gefið í skyn að stúlkan sé fórnarlamb mansals." Í niðurlagsorðum úrskurðarins segir: „Þegar gögn málsins eru virt heildstætt er það mat dómsins að ákvörðun sóknaraðila um áframhaldandi vistun telpunnar, E, utan heimils varnaraðila í allt að sex mánuði, samrýmist markmiðum barnaverndarlaga..." Þuríður segir þetta ekki benda til þess að grunur leiki á að stúlkan sé fórnarlamb mansals. „Þetta hefur verið algjörlega afsannað, þó að dómarinn hafi ekki skilið það," segir Þuríður. Hæstiréttur hafi svo staðfest úrskurðinn þann 24. janúar síðastliðinn, án þess að meta gögn í málinu. „Það er eitthvað meira en lítið bogið við málið," segir Þuríður.Ábendingar litaðar af kynþáttafordómumÞuríður segir að ábendingar um illa meðferð og ofbeldi í garð stúlkunnar séu ekki í neinum tengslum við raunveruleikann. „Þetta er mjög alvarlegur áburður sem er verið að bera á manninn. Ég veit ekki hvort þetta eru kynþáttafordómar eða hvað af hálfu fólksins sem er að tilkynna þennan hávaða eða læti, og jafnvel neyslu," segir Þuríður og bætir við: „Það reykir enginn og drekkur á þessu heimili." Í úrskurðinum kemur meðal annars fram að tilkynning hafi borist um að stúlkan hafi verið barin með belti inni á heimilinu af afa sínum. „Fyrrverandi eiginmaður konunnar hans sagði þetta í reiði og tilkynnti þetta til Barnaverndarnefndar. Það var illa gert af honum að gera það," segir Þuríður. Hún segir að viðkomandi hafi síðar viðurkennt að hafa aldrei séð það, en að honum hafi hinsvegar verið sagt frá því.
Tengdar fréttir Barnsgrátur barst frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að telpan hafi verið fórnarlamb mansals 26. janúar 2014 19:15 Barn tekið af heimili sínu vegna gruns um ofbeldi og mansal Sex ára, frönskumælandi stúlka er nú vistuð utan heimilis síns á meðan alvarlegar ásakanir gegn forsjáraðila hennar eru kannaðar. Til skoðunar er hvort að stúlkan sé fórnarlamb mansals. 25. janúar 2014 19:11 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Barnsgrátur barst frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að telpan hafi verið fórnarlamb mansals 26. janúar 2014 19:15
Barn tekið af heimili sínu vegna gruns um ofbeldi og mansal Sex ára, frönskumælandi stúlka er nú vistuð utan heimilis síns á meðan alvarlegar ásakanir gegn forsjáraðila hennar eru kannaðar. Til skoðunar er hvort að stúlkan sé fórnarlamb mansals. 25. janúar 2014 19:11