Barnsgrátur barst frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 26. janúar 2014 19:15 Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í fyrradag að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að telpan hafi verið fórnarlamb mansals. Telpan var flutt hingað til lands seinnihluta árs 2012 af móðurafa sínum. Samkvæmt upplýsingum frá Þuríði Halldórsdóttur, lögfræðingi afans, er um að ræða flóttafólk frá Haíti sem flúði hingað til lands eftir mannskæðan jarðskjálfta þar í landi. Við komuna hingað vísaði afinn fram gögnum þar sem tekið var fram að hann færi með forsjá telpunnar þar sem móðir hennar hefði látist í hamförunum. Fjölskyldan flutti inn til ættmenna sem búsett hafa verið hér á landi um nokkurt skeið á grundvelli fjölskyldusameiningar. Hæstiréttur staðfesti í gær að stúlkan skyldi vistuð utan heimilis síns á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að afi hennar hafi flutt hana til Íslands með fölsuðum skilríkjum og til skoðunar eru ásakanir um að stúlkan gæti verið fórnarlamb mansals. Lögfræðingur afans baðst undan viðtali þegar fréttastofa leitaði eftir því en segist vera undrandi á dómi Hæstaréttar. Hún segir ásakanir um ofbeldi og mansal vera alvarlegar og úr lausu lofti gripnar. Hinsvegar benda fyrirliggjandi upplýsingar sterklega til þess að stúlkan hafi búið við nokkra vanrækslu og að aðstæður á heimilinu hafi ekki verið viðunandi. Athygli vekur að auk telpunnar voru fjögur önnur börn á heimilinu, frændskystkini hennar, fædd 1995, 1997, 2005 og 2010. Í dómnum er meðal annars greint frá því að börnin hafi verið eftirlitslaus og að mikill barnsgrátur bærist frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings, í bland við háværa tónlist, öskur og köll. Tilkynningar bárust um að afinn hefði beitt telpuna, sem og aðra á heimilinu, ofbeldi og meðal annars barið hana með belti. Þá væri börnunum á heimilinu refsað með því að læsa þau inni á baðherbergi í margar klukkustundir samfleytt. Halldóra Dröfn Guðmundsdóttir, formaður barnaverndarnefndar Reykjavíkur, segir að þegar alvarlegar tilkynningar berist sé hægt að út frá því að aðstæður allra barna á tilteknu heimli séu kannaðar. Andstætt máli telpunnar var ekki talin þörf á að fjarlægja hin börnin af heimilinu. Tengdar fréttir „Algjörlega úr lausu lofti gripið" „Ég myndi telja að það sé verið að færa íslenskri fósturfjölskyldu barn á silfurfati," segir lögmaður mannsins sem sætir nú athugunar af hálfu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Hún segir afleitt að tala um að umbjóðandi sinn sé grunaður um mansal. 26. janúar 2014 16:24 Barn tekið af heimili sínu vegna gruns um ofbeldi og mansal Sex ára, frönskumælandi stúlka er nú vistuð utan heimilis síns á meðan alvarlegar ásakanir gegn forsjáraðila hennar eru kannaðar. Til skoðunar er hvort að stúlkan sé fórnarlamb mansals. 25. janúar 2014 19:11 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í fyrradag að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að telpan hafi verið fórnarlamb mansals. Telpan var flutt hingað til lands seinnihluta árs 2012 af móðurafa sínum. Samkvæmt upplýsingum frá Þuríði Halldórsdóttur, lögfræðingi afans, er um að ræða flóttafólk frá Haíti sem flúði hingað til lands eftir mannskæðan jarðskjálfta þar í landi. Við komuna hingað vísaði afinn fram gögnum þar sem tekið var fram að hann færi með forsjá telpunnar þar sem móðir hennar hefði látist í hamförunum. Fjölskyldan flutti inn til ættmenna sem búsett hafa verið hér á landi um nokkurt skeið á grundvelli fjölskyldusameiningar. Hæstiréttur staðfesti í gær að stúlkan skyldi vistuð utan heimilis síns á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að afi hennar hafi flutt hana til Íslands með fölsuðum skilríkjum og til skoðunar eru ásakanir um að stúlkan gæti verið fórnarlamb mansals. Lögfræðingur afans baðst undan viðtali þegar fréttastofa leitaði eftir því en segist vera undrandi á dómi Hæstaréttar. Hún segir ásakanir um ofbeldi og mansal vera alvarlegar og úr lausu lofti gripnar. Hinsvegar benda fyrirliggjandi upplýsingar sterklega til þess að stúlkan hafi búið við nokkra vanrækslu og að aðstæður á heimilinu hafi ekki verið viðunandi. Athygli vekur að auk telpunnar voru fjögur önnur börn á heimilinu, frændskystkini hennar, fædd 1995, 1997, 2005 og 2010. Í dómnum er meðal annars greint frá því að börnin hafi verið eftirlitslaus og að mikill barnsgrátur bærist frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings, í bland við háværa tónlist, öskur og köll. Tilkynningar bárust um að afinn hefði beitt telpuna, sem og aðra á heimilinu, ofbeldi og meðal annars barið hana með belti. Þá væri börnunum á heimilinu refsað með því að læsa þau inni á baðherbergi í margar klukkustundir samfleytt. Halldóra Dröfn Guðmundsdóttir, formaður barnaverndarnefndar Reykjavíkur, segir að þegar alvarlegar tilkynningar berist sé hægt að út frá því að aðstæður allra barna á tilteknu heimli séu kannaðar. Andstætt máli telpunnar var ekki talin þörf á að fjarlægja hin börnin af heimilinu.
Tengdar fréttir „Algjörlega úr lausu lofti gripið" „Ég myndi telja að það sé verið að færa íslenskri fósturfjölskyldu barn á silfurfati," segir lögmaður mannsins sem sætir nú athugunar af hálfu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Hún segir afleitt að tala um að umbjóðandi sinn sé grunaður um mansal. 26. janúar 2014 16:24 Barn tekið af heimili sínu vegna gruns um ofbeldi og mansal Sex ára, frönskumælandi stúlka er nú vistuð utan heimilis síns á meðan alvarlegar ásakanir gegn forsjáraðila hennar eru kannaðar. Til skoðunar er hvort að stúlkan sé fórnarlamb mansals. 25. janúar 2014 19:11 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
„Algjörlega úr lausu lofti gripið" „Ég myndi telja að það sé verið að færa íslenskri fósturfjölskyldu barn á silfurfati," segir lögmaður mannsins sem sætir nú athugunar af hálfu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Hún segir afleitt að tala um að umbjóðandi sinn sé grunaður um mansal. 26. janúar 2014 16:24
Barn tekið af heimili sínu vegna gruns um ofbeldi og mansal Sex ára, frönskumælandi stúlka er nú vistuð utan heimilis síns á meðan alvarlegar ásakanir gegn forsjáraðila hennar eru kannaðar. Til skoðunar er hvort að stúlkan sé fórnarlamb mansals. 25. janúar 2014 19:11