Barnsgrátur barst frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 26. janúar 2014 19:15 Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í fyrradag að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að telpan hafi verið fórnarlamb mansals. Telpan var flutt hingað til lands seinnihluta árs 2012 af móðurafa sínum. Samkvæmt upplýsingum frá Þuríði Halldórsdóttur, lögfræðingi afans, er um að ræða flóttafólk frá Haíti sem flúði hingað til lands eftir mannskæðan jarðskjálfta þar í landi. Við komuna hingað vísaði afinn fram gögnum þar sem tekið var fram að hann færi með forsjá telpunnar þar sem móðir hennar hefði látist í hamförunum. Fjölskyldan flutti inn til ættmenna sem búsett hafa verið hér á landi um nokkurt skeið á grundvelli fjölskyldusameiningar. Hæstiréttur staðfesti í gær að stúlkan skyldi vistuð utan heimilis síns á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að afi hennar hafi flutt hana til Íslands með fölsuðum skilríkjum og til skoðunar eru ásakanir um að stúlkan gæti verið fórnarlamb mansals. Lögfræðingur afans baðst undan viðtali þegar fréttastofa leitaði eftir því en segist vera undrandi á dómi Hæstaréttar. Hún segir ásakanir um ofbeldi og mansal vera alvarlegar og úr lausu lofti gripnar. Hinsvegar benda fyrirliggjandi upplýsingar sterklega til þess að stúlkan hafi búið við nokkra vanrækslu og að aðstæður á heimilinu hafi ekki verið viðunandi. Athygli vekur að auk telpunnar voru fjögur önnur börn á heimilinu, frændskystkini hennar, fædd 1995, 1997, 2005 og 2010. Í dómnum er meðal annars greint frá því að börnin hafi verið eftirlitslaus og að mikill barnsgrátur bærist frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings, í bland við háværa tónlist, öskur og köll. Tilkynningar bárust um að afinn hefði beitt telpuna, sem og aðra á heimilinu, ofbeldi og meðal annars barið hana með belti. Þá væri börnunum á heimilinu refsað með því að læsa þau inni á baðherbergi í margar klukkustundir samfleytt. Halldóra Dröfn Guðmundsdóttir, formaður barnaverndarnefndar Reykjavíkur, segir að þegar alvarlegar tilkynningar berist sé hægt að út frá því að aðstæður allra barna á tilteknu heimli séu kannaðar. Andstætt máli telpunnar var ekki talin þörf á að fjarlægja hin börnin af heimilinu. Tengdar fréttir „Algjörlega úr lausu lofti gripið" „Ég myndi telja að það sé verið að færa íslenskri fósturfjölskyldu barn á silfurfati," segir lögmaður mannsins sem sætir nú athugunar af hálfu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Hún segir afleitt að tala um að umbjóðandi sinn sé grunaður um mansal. 26. janúar 2014 16:24 Barn tekið af heimili sínu vegna gruns um ofbeldi og mansal Sex ára, frönskumælandi stúlka er nú vistuð utan heimilis síns á meðan alvarlegar ásakanir gegn forsjáraðila hennar eru kannaðar. Til skoðunar er hvort að stúlkan sé fórnarlamb mansals. 25. janúar 2014 19:11 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í fyrradag að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að telpan hafi verið fórnarlamb mansals. Telpan var flutt hingað til lands seinnihluta árs 2012 af móðurafa sínum. Samkvæmt upplýsingum frá Þuríði Halldórsdóttur, lögfræðingi afans, er um að ræða flóttafólk frá Haíti sem flúði hingað til lands eftir mannskæðan jarðskjálfta þar í landi. Við komuna hingað vísaði afinn fram gögnum þar sem tekið var fram að hann færi með forsjá telpunnar þar sem móðir hennar hefði látist í hamförunum. Fjölskyldan flutti inn til ættmenna sem búsett hafa verið hér á landi um nokkurt skeið á grundvelli fjölskyldusameiningar. Hæstiréttur staðfesti í gær að stúlkan skyldi vistuð utan heimilis síns á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að afi hennar hafi flutt hana til Íslands með fölsuðum skilríkjum og til skoðunar eru ásakanir um að stúlkan gæti verið fórnarlamb mansals. Lögfræðingur afans baðst undan viðtali þegar fréttastofa leitaði eftir því en segist vera undrandi á dómi Hæstaréttar. Hún segir ásakanir um ofbeldi og mansal vera alvarlegar og úr lausu lofti gripnar. Hinsvegar benda fyrirliggjandi upplýsingar sterklega til þess að stúlkan hafi búið við nokkra vanrækslu og að aðstæður á heimilinu hafi ekki verið viðunandi. Athygli vekur að auk telpunnar voru fjögur önnur börn á heimilinu, frændskystkini hennar, fædd 1995, 1997, 2005 og 2010. Í dómnum er meðal annars greint frá því að börnin hafi verið eftirlitslaus og að mikill barnsgrátur bærist frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings, í bland við háværa tónlist, öskur og köll. Tilkynningar bárust um að afinn hefði beitt telpuna, sem og aðra á heimilinu, ofbeldi og meðal annars barið hana með belti. Þá væri börnunum á heimilinu refsað með því að læsa þau inni á baðherbergi í margar klukkustundir samfleytt. Halldóra Dröfn Guðmundsdóttir, formaður barnaverndarnefndar Reykjavíkur, segir að þegar alvarlegar tilkynningar berist sé hægt að út frá því að aðstæður allra barna á tilteknu heimli séu kannaðar. Andstætt máli telpunnar var ekki talin þörf á að fjarlægja hin börnin af heimilinu.
Tengdar fréttir „Algjörlega úr lausu lofti gripið" „Ég myndi telja að það sé verið að færa íslenskri fósturfjölskyldu barn á silfurfati," segir lögmaður mannsins sem sætir nú athugunar af hálfu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Hún segir afleitt að tala um að umbjóðandi sinn sé grunaður um mansal. 26. janúar 2014 16:24 Barn tekið af heimili sínu vegna gruns um ofbeldi og mansal Sex ára, frönskumælandi stúlka er nú vistuð utan heimilis síns á meðan alvarlegar ásakanir gegn forsjáraðila hennar eru kannaðar. Til skoðunar er hvort að stúlkan sé fórnarlamb mansals. 25. janúar 2014 19:11 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
„Algjörlega úr lausu lofti gripið" „Ég myndi telja að það sé verið að færa íslenskri fósturfjölskyldu barn á silfurfati," segir lögmaður mannsins sem sætir nú athugunar af hálfu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Hún segir afleitt að tala um að umbjóðandi sinn sé grunaður um mansal. 26. janúar 2014 16:24
Barn tekið af heimili sínu vegna gruns um ofbeldi og mansal Sex ára, frönskumælandi stúlka er nú vistuð utan heimilis síns á meðan alvarlegar ásakanir gegn forsjáraðila hennar eru kannaðar. Til skoðunar er hvort að stúlkan sé fórnarlamb mansals. 25. janúar 2014 19:11