Barnsgrátur barst frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 26. janúar 2014 19:15 Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í fyrradag að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að telpan hafi verið fórnarlamb mansals. Telpan var flutt hingað til lands seinnihluta árs 2012 af móðurafa sínum. Samkvæmt upplýsingum frá Þuríði Halldórsdóttur, lögfræðingi afans, er um að ræða flóttafólk frá Haíti sem flúði hingað til lands eftir mannskæðan jarðskjálfta þar í landi. Við komuna hingað vísaði afinn fram gögnum þar sem tekið var fram að hann færi með forsjá telpunnar þar sem móðir hennar hefði látist í hamförunum. Fjölskyldan flutti inn til ættmenna sem búsett hafa verið hér á landi um nokkurt skeið á grundvelli fjölskyldusameiningar. Hæstiréttur staðfesti í gær að stúlkan skyldi vistuð utan heimilis síns á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að afi hennar hafi flutt hana til Íslands með fölsuðum skilríkjum og til skoðunar eru ásakanir um að stúlkan gæti verið fórnarlamb mansals. Lögfræðingur afans baðst undan viðtali þegar fréttastofa leitaði eftir því en segist vera undrandi á dómi Hæstaréttar. Hún segir ásakanir um ofbeldi og mansal vera alvarlegar og úr lausu lofti gripnar. Hinsvegar benda fyrirliggjandi upplýsingar sterklega til þess að stúlkan hafi búið við nokkra vanrækslu og að aðstæður á heimilinu hafi ekki verið viðunandi. Athygli vekur að auk telpunnar voru fjögur önnur börn á heimilinu, frændskystkini hennar, fædd 1995, 1997, 2005 og 2010. Í dómnum er meðal annars greint frá því að börnin hafi verið eftirlitslaus og að mikill barnsgrátur bærist frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings, í bland við háværa tónlist, öskur og köll. Tilkynningar bárust um að afinn hefði beitt telpuna, sem og aðra á heimilinu, ofbeldi og meðal annars barið hana með belti. Þá væri börnunum á heimilinu refsað með því að læsa þau inni á baðherbergi í margar klukkustundir samfleytt. Halldóra Dröfn Guðmundsdóttir, formaður barnaverndarnefndar Reykjavíkur, segir að þegar alvarlegar tilkynningar berist sé hægt að út frá því að aðstæður allra barna á tilteknu heimli séu kannaðar. Andstætt máli telpunnar var ekki talin þörf á að fjarlægja hin börnin af heimilinu. Tengdar fréttir „Algjörlega úr lausu lofti gripið" „Ég myndi telja að það sé verið að færa íslenskri fósturfjölskyldu barn á silfurfati," segir lögmaður mannsins sem sætir nú athugunar af hálfu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Hún segir afleitt að tala um að umbjóðandi sinn sé grunaður um mansal. 26. janúar 2014 16:24 Barn tekið af heimili sínu vegna gruns um ofbeldi og mansal Sex ára, frönskumælandi stúlka er nú vistuð utan heimilis síns á meðan alvarlegar ásakanir gegn forsjáraðila hennar eru kannaðar. Til skoðunar er hvort að stúlkan sé fórnarlamb mansals. 25. janúar 2014 19:11 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í fyrradag að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að telpan hafi verið fórnarlamb mansals. Telpan var flutt hingað til lands seinnihluta árs 2012 af móðurafa sínum. Samkvæmt upplýsingum frá Þuríði Halldórsdóttur, lögfræðingi afans, er um að ræða flóttafólk frá Haíti sem flúði hingað til lands eftir mannskæðan jarðskjálfta þar í landi. Við komuna hingað vísaði afinn fram gögnum þar sem tekið var fram að hann færi með forsjá telpunnar þar sem móðir hennar hefði látist í hamförunum. Fjölskyldan flutti inn til ættmenna sem búsett hafa verið hér á landi um nokkurt skeið á grundvelli fjölskyldusameiningar. Hæstiréttur staðfesti í gær að stúlkan skyldi vistuð utan heimilis síns á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að afi hennar hafi flutt hana til Íslands með fölsuðum skilríkjum og til skoðunar eru ásakanir um að stúlkan gæti verið fórnarlamb mansals. Lögfræðingur afans baðst undan viðtali þegar fréttastofa leitaði eftir því en segist vera undrandi á dómi Hæstaréttar. Hún segir ásakanir um ofbeldi og mansal vera alvarlegar og úr lausu lofti gripnar. Hinsvegar benda fyrirliggjandi upplýsingar sterklega til þess að stúlkan hafi búið við nokkra vanrækslu og að aðstæður á heimilinu hafi ekki verið viðunandi. Athygli vekur að auk telpunnar voru fjögur önnur börn á heimilinu, frændskystkini hennar, fædd 1995, 1997, 2005 og 2010. Í dómnum er meðal annars greint frá því að börnin hafi verið eftirlitslaus og að mikill barnsgrátur bærist frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings, í bland við háværa tónlist, öskur og köll. Tilkynningar bárust um að afinn hefði beitt telpuna, sem og aðra á heimilinu, ofbeldi og meðal annars barið hana með belti. Þá væri börnunum á heimilinu refsað með því að læsa þau inni á baðherbergi í margar klukkustundir samfleytt. Halldóra Dröfn Guðmundsdóttir, formaður barnaverndarnefndar Reykjavíkur, segir að þegar alvarlegar tilkynningar berist sé hægt að út frá því að aðstæður allra barna á tilteknu heimli séu kannaðar. Andstætt máli telpunnar var ekki talin þörf á að fjarlægja hin börnin af heimilinu.
Tengdar fréttir „Algjörlega úr lausu lofti gripið" „Ég myndi telja að það sé verið að færa íslenskri fósturfjölskyldu barn á silfurfati," segir lögmaður mannsins sem sætir nú athugunar af hálfu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Hún segir afleitt að tala um að umbjóðandi sinn sé grunaður um mansal. 26. janúar 2014 16:24 Barn tekið af heimili sínu vegna gruns um ofbeldi og mansal Sex ára, frönskumælandi stúlka er nú vistuð utan heimilis síns á meðan alvarlegar ásakanir gegn forsjáraðila hennar eru kannaðar. Til skoðunar er hvort að stúlkan sé fórnarlamb mansals. 25. janúar 2014 19:11 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
„Algjörlega úr lausu lofti gripið" „Ég myndi telja að það sé verið að færa íslenskri fósturfjölskyldu barn á silfurfati," segir lögmaður mannsins sem sætir nú athugunar af hálfu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Hún segir afleitt að tala um að umbjóðandi sinn sé grunaður um mansal. 26. janúar 2014 16:24
Barn tekið af heimili sínu vegna gruns um ofbeldi og mansal Sex ára, frönskumælandi stúlka er nú vistuð utan heimilis síns á meðan alvarlegar ásakanir gegn forsjáraðila hennar eru kannaðar. Til skoðunar er hvort að stúlkan sé fórnarlamb mansals. 25. janúar 2014 19:11