„Þetta er út í hött“ Hrund Þórsdóttir skrifar 27. janúar 2014 20:00 Síðustu daga hefur Stöð 2 fjallað um mál sex ára stúlku sem Hæstiréttur úrskurðaði að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu væru til rannsóknar. Stúlkan var flutt til Íslands árið 2012 af móðurafa sínum, en um er að ræða flóttafólk frá Haítí.Í samtali við Vísi í gærkvöldi sagði lögmaður afans meðal annars að verið væri að færa íslenskri fósturfjölskyldu barn á silfurfati og að fósturfjölskyldan hefði fjárhagslega hagsmuni af því að hafa barnið hjá sér og það sem lengst. „Þarna er látið í veðri vaka að fósturfjölskyldan hafi haft eitthvað um það að segja hvort, hvar og hversu lengi barnið ætti að vistast utan heimilis sem er alveg fráleitt,“ segir Steinunn Kristín Pétursdóttir, varaformaður Félags fósturforeldra.Greiðslur til fósturforeldra eru ákvarðaðar af velferðarráðuneytinu og Steinunn segir þær standa straum af góðri umönnun fyrir börnin en ekkert meira en það. „Þegar sagt er að fósturfjölskylda hafi fjárhagslegan ávinning af því að taka barn í fóstur er hægt að líkja því við að sendibílstjóri hafi fjárhagslegan ávinning af því að fá fólk borið út af heimilum sínum af því að hann hefur avtvinnu af því að flytja búslóðir,“ segir Steinunn. Í samtalinu við Vísi sagði lögmaðurinn einnig að venjulega væru börn fyrst færð á Vistheimili barna en að í þessu máli hefði stúlkan strax verið send á heimili fósturforeldra og þar hefði beðið hennar bleikmálað herbergi með nafni stúlkunnar. Þetta væri skrýtið. Steinunn segir þetta hins vegar bera vott um alúð sem fósturforeldrarnir hafi sýnt stúlkunni, enda sé fósturforeldrum alltaf uppálagt að leggja sig fram um að börn sem tekin séu í fóstur finni að þau séu velkomin á heimilin og tilheyri fjölskyldunni. Hún og maður hennar gerðust fósturforeldrar af hugsjón. „Við vitum að þörfin er mikil víða og þetta var okkar leið til að greiða til baka til samfélagsins, ef við getum orðað það sem svo.“ Hún segir ummæli lögmannsins óþægileg. „Þetta eru alltaf erfið mál svo oft eru svona ummæli viðhöfð í miklum tilfinningahita. Við höfum svo sem skilning á því en það er engu að síður óþægilegt að lesa þetta eða heyra,“ segir Steinunn að lokum. Tengdar fréttir Barnsgrátur barst frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að telpan hafi verið fórnarlamb mansals 26. janúar 2014 19:15 Fjögur önnur börn búa á heimili meints mansalsfórnarlambs Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. 26. janúar 2014 18:00 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Síðustu daga hefur Stöð 2 fjallað um mál sex ára stúlku sem Hæstiréttur úrskurðaði að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu væru til rannsóknar. Stúlkan var flutt til Íslands árið 2012 af móðurafa sínum, en um er að ræða flóttafólk frá Haítí.Í samtali við Vísi í gærkvöldi sagði lögmaður afans meðal annars að verið væri að færa íslenskri fósturfjölskyldu barn á silfurfati og að fósturfjölskyldan hefði fjárhagslega hagsmuni af því að hafa barnið hjá sér og það sem lengst. „Þarna er látið í veðri vaka að fósturfjölskyldan hafi haft eitthvað um það að segja hvort, hvar og hversu lengi barnið ætti að vistast utan heimilis sem er alveg fráleitt,“ segir Steinunn Kristín Pétursdóttir, varaformaður Félags fósturforeldra.Greiðslur til fósturforeldra eru ákvarðaðar af velferðarráðuneytinu og Steinunn segir þær standa straum af góðri umönnun fyrir börnin en ekkert meira en það. „Þegar sagt er að fósturfjölskylda hafi fjárhagslegan ávinning af því að taka barn í fóstur er hægt að líkja því við að sendibílstjóri hafi fjárhagslegan ávinning af því að fá fólk borið út af heimilum sínum af því að hann hefur avtvinnu af því að flytja búslóðir,“ segir Steinunn. Í samtalinu við Vísi sagði lögmaðurinn einnig að venjulega væru börn fyrst færð á Vistheimili barna en að í þessu máli hefði stúlkan strax verið send á heimili fósturforeldra og þar hefði beðið hennar bleikmálað herbergi með nafni stúlkunnar. Þetta væri skrýtið. Steinunn segir þetta hins vegar bera vott um alúð sem fósturforeldrarnir hafi sýnt stúlkunni, enda sé fósturforeldrum alltaf uppálagt að leggja sig fram um að börn sem tekin séu í fóstur finni að þau séu velkomin á heimilin og tilheyri fjölskyldunni. Hún og maður hennar gerðust fósturforeldrar af hugsjón. „Við vitum að þörfin er mikil víða og þetta var okkar leið til að greiða til baka til samfélagsins, ef við getum orðað það sem svo.“ Hún segir ummæli lögmannsins óþægileg. „Þetta eru alltaf erfið mál svo oft eru svona ummæli viðhöfð í miklum tilfinningahita. Við höfum svo sem skilning á því en það er engu að síður óþægilegt að lesa þetta eða heyra,“ segir Steinunn að lokum.
Tengdar fréttir Barnsgrátur barst frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að telpan hafi verið fórnarlamb mansals 26. janúar 2014 19:15 Fjögur önnur börn búa á heimili meints mansalsfórnarlambs Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. 26. janúar 2014 18:00 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Barnsgrátur barst frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að telpan hafi verið fórnarlamb mansals 26. janúar 2014 19:15
Fjögur önnur börn búa á heimili meints mansalsfórnarlambs Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. 26. janúar 2014 18:00