"Ef þú vilt gera Snapchat aðganginn þinn öruggan skaltu eyða honum" Jóhannes Stefánsson skrifar 3. janúar 2014 17:44 Framkvæmdastjóri Snapchat, Evan Spiegel, þykir hafa misstigið sig í tengslum við öryggisgalla í samskiptaforritinu. AP Stjórnendur Snapchat hafa verið sakaðir um vanrækslu í tengslum við öryggisgalla sem blasti við í forritinu í marga mánuði án þess að nokkuð væri aðhafst. Það leiddi að endingu til þess að notendanöfnum og símanúmerum 4,6 milljónum notenda var lekið á netið. Framkvæmdastjóri Snapchat, Evan Spiegel, þykir hafa tekið viðvaningslega á vandanum og reynt að sópa honum undir teppi. Hópur áhugamanna sem kallaði sig Gibson Sec benti Snapchat á öryggisgallann í ágúst á seinasta ári, en gallinn gerði hverjum sem er að kleift skoða hvernig innviðir forritsins litu út. Snapchat aðhafðist ekkert í málinu og að endingu setti Gibson Sec upplýsingarnar á internetið á jóladag í von um að Snapchat myndi bregðast við. Stjórnendur Snapchat brugðust við með því að fullyrða að notendur þyrftu engar áhyggjur að hafa vegna gallans. Fjórum dögum seinna kom svo í ljós að ekkert hefði verið gert til að koma í veg fyrir gallann og að tölvuþrjótar höfðu nýtt sér veikleikann og dreift notendanöfnum og símanúmerum notenda á veraldarvefnum, þvert á það sem Snapchat hafði sagt skömmu áður. Málið þykir sérstaklega alvarlegt fyrir Snapchat vegna eðlis þjónustunnar, en kjarni hennar er sá að myndir og upplýsingar sem notendur senda sín á milli eyðist að fáeinum sekúndum liðnum og þannig sé fyllsta trúnaðar gætt um það sem fer manna á milli í gegnum forritið. Gagnrýnendur hafa lýst yfir áhyggjum um að Snapchat muni ekki geta staðið við þetta loforð og fréttavefurinn Business Insider segir til dæmis vegna málsins: „Ef þú vilt gera Snapchat aðganginn þinn öruggan skaltu eyða honum" Business Insider segir frá. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Stjórnendur Snapchat hafa verið sakaðir um vanrækslu í tengslum við öryggisgalla sem blasti við í forritinu í marga mánuði án þess að nokkuð væri aðhafst. Það leiddi að endingu til þess að notendanöfnum og símanúmerum 4,6 milljónum notenda var lekið á netið. Framkvæmdastjóri Snapchat, Evan Spiegel, þykir hafa tekið viðvaningslega á vandanum og reynt að sópa honum undir teppi. Hópur áhugamanna sem kallaði sig Gibson Sec benti Snapchat á öryggisgallann í ágúst á seinasta ári, en gallinn gerði hverjum sem er að kleift skoða hvernig innviðir forritsins litu út. Snapchat aðhafðist ekkert í málinu og að endingu setti Gibson Sec upplýsingarnar á internetið á jóladag í von um að Snapchat myndi bregðast við. Stjórnendur Snapchat brugðust við með því að fullyrða að notendur þyrftu engar áhyggjur að hafa vegna gallans. Fjórum dögum seinna kom svo í ljós að ekkert hefði verið gert til að koma í veg fyrir gallann og að tölvuþrjótar höfðu nýtt sér veikleikann og dreift notendanöfnum og símanúmerum notenda á veraldarvefnum, þvert á það sem Snapchat hafði sagt skömmu áður. Málið þykir sérstaklega alvarlegt fyrir Snapchat vegna eðlis þjónustunnar, en kjarni hennar er sá að myndir og upplýsingar sem notendur senda sín á milli eyðist að fáeinum sekúndum liðnum og þannig sé fyllsta trúnaðar gætt um það sem fer manna á milli í gegnum forritið. Gagnrýnendur hafa lýst yfir áhyggjum um að Snapchat muni ekki geta staðið við þetta loforð og fréttavefurinn Business Insider segir til dæmis vegna málsins: „Ef þú vilt gera Snapchat aðganginn þinn öruggan skaltu eyða honum" Business Insider segir frá.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira