Erlent

Turing-prófið loks unnið

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Stærðfræðingurinn bráðsnjalli Alan Turing er oft talinn faðir tölvunarfræðinnar.
Stærðfræðingurinn bráðsnjalli Alan Turing er oft talinn faðir tölvunarfræðinnar. Vísir/AFP
Í fyrsta sinn tekst manngerðri gervigreind að standast hið fræga Turing-próf.

Forritarar frá Rússlandi og Úkraínu skrifuðu forritið, sem ber nafnið „Eugene Goostman“, en Eugene segist vera 13 ára úkraínskur strákur.

Prófið gengur svo fyrir sig að hópur fólks rabbar við gervigreindina gegnum netspjall, og metur svo eftir á hvort það hélt viðmælanda sinn mannlegan eða forritaðan.

Ef þriðjungur þáttakenda telur gervigreindina mennska telst hún standast prófið, en Eugene tókst að gabba rúmlega 33% þeirra sem við hann ræddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×