Innlent

„Davíð sigraði Golíat, allavega í bili“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pítsastaðurinn OneStop er til húsa á Laugarvatni.
Pítsastaðurinn OneStop er til húsa á Laugarvatni.
„Ég frétti bara af þessu í dag,“ segir Erling Ellingsen, eigandi staðarins OneStop, sem áður hét Pizzafabrikkan.

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu um að banna eiganda veitingarstaðar á Laugarvatni að nefna staðinn sinn Pizzafabrikkuna.

Í sumar fékk Neytendastofa bréf frá Nautafélaginu ehf. sem innihélt kæru á hendur Pizzafabrikkunar vegna notkunar á auðkenninu Pizzafabrikkan. Nautafélagið er meðal annars í eigu Sigmars Vilhjálmssonar og Jóhannesar Ásbjörnssonar, betur þekktir sem Simmi og Jói.

„Ég var ekki þvingaður til þess að breyta um nafn þar sem ég áfrýjaði málinu. Ég ákvað að breyta um nafn þar sem þetta sem ég er að reka stað með margþætta starfsemi en það hafði vissulega áhrif á mig að þeir voru að djöflast í mér.“

Erling segist hafa vitað allan tímann að hann væri með gott mál þar sem staðurinn hans er á allt örðu markaðssvæði og Hamborgarafabrikkan.

„Það gat svosem brugðið til beggja vona, en núna get ég notað nafnið og þeir verða þá bara að fara með málið í dómsstóla ef þeir vilja.“

„Ég á lénið, skiltin og allt sem tengist vörumerkinu og get því hæglega byrjað að nota nafnið á ný. Það þekkja margir staðinn undir nafninu Pizzafabrikkan.“

OneStop er staður sem staðsettur er á Laugarvatni.

„Davíð sigraði Golíat, allavega í bili.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×