Viðskipti innlent

Fabrikkan ekki eign Simma og Jóa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson.
Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson.
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu um að banna eiganda veitingarstaðar á Laugarvatni að nefna staðinn sinn Pizzafabrikkuna.

Í sumar fékk Neytendastofa bréf frá Nautafélaginu ehf. sem innihélt kæru á hendur Pizzafabrikkunar vegna notkunar á auðkenninu Pizzafabrikkan. Nautafélagið er meðal annars í eigu Sigmars Vilhjálmssonar og Jóhannesar Ásbjörnssonar, betur þekktir sem Simmi og Jói.

Saman reka þeir hamborgarastaðinn Hamborgarafabrikkuna og selja allskyns vörur undir nafni staðarins.

Neytendastofa hafði einnig bannað Erlingi Ellingsen, veitingamanni á Laugarvatni, að nota lénið pizzafabrikkan.is en í úrskurði áfrýjunarnefndar kemur fram að nefndin telji nafnið ekki svo líkt nafninu Hamborgarafabrikkan að það gæti valdið misskilningi.

„Þrátt fyrir að orðið fabrikkan komi einnig fyrir í heiti kæranda er auðkennið Pizzafabrikkan í heild sinni nokkuð ólíkt auðkennunum Hamborgarafabrikkan og Fabrikkan. Þá verður ekki framhjá því litið að þrátt fyrir að fyrirtækin starfi bæði í veitingageiranum geta þau vart talist bjóða vöru sína og þjónustu á sama markaði. Er þess að gæta í því sambandi að Nautafélagið ehf. hefur hingað til nánast einvörðungu markaðssett sig sem hamborgarastað á meðan kærandi virðist leggja áherslu á sölu flatbaka í sínum rekstri,“ segir í úrskurði nefndarinnar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×