Vilja verja 7% matarskatt: Bryndís hefur aldrei kynnst öðru eins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2014 13:59 Bryndís Loftsdóttir segist ekki líða eins og hún sé að synda á móti straumnum í eigin þingflokki. Sama sé hvaðan gott komi. „Ég hef fengið ótal símtöl frá fólki sem ég þekki ekki neitt,“ segir Bryndís Loftsdóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og húsmóðir. Bryndís vakti athygli á því í viðtali í Fréttablaðinu í gær að nýtt virðisaukafrumvarp fjármálaráðuneytisins geri ráð fyrir að hver máltíð einstaklings kosti 248 krónur. Greinilegt er að málið hefur vakið athygli almennings en á þrettánda þúsund manns hafa líkað við greinina hér á Vísi. Bryndís benti á að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda eyddi 988 þúsund krónum á ári í mat og drykk. Hins vegar telur hún sig eyða tæpum tveimur milljónum í mat og drykk en Bryndís og maður hennar eiga þrjú börn á aldrinum 6-11 ára. Útreikningar fjármálaráðuneytisins byggðu á neyslukönnun Hagstofu Íslands. Miðað var við hjón með tvö börn, annað yngra en sjö ár. Búist var við því að hækkun á matarskatti úr 7% í 12% myndi kosta heimilin 4.315 krónur á mánuði. Hins vegar var talið að ráðstöfunartekjur fjölskyldu myndu hækka við breytingarnar á virðisaukaskattinum um ríflega eitt þúsund krónur að viðbættum barnabótum. Tölur fjármálaráðuneytisins byggjast aðeins á því að allur matur og drykkur sé keyptur í matvörubúð. Það skekkir því myndina að ekki er gert ráð fyrir því að fólk kaupi mat í mötuneytum, veitingahúsum eða annars staðar. Hagstofa Íslands sendi fréttastofu uppreiknaðar neyslutölur síðdegis í gær sem tóku tillit til matarkaupa á veitingastöðum og í mötuneytum. Þá kemur í ljós að hjá fjögurra manna fjölskylda með meðaltekjur fara um 21 prósent í kaup á mat og drykka eða rétt um 135 þúsund krónur. Í frumvarpinu var miðað við 89 þúsund krónur. Um er að ræða rúmlega 50% hækkun.Bryndís hefur stofnað Facebook-hópinn „Verjum 7% matarskatt“ sem hún vonast til þess að verði til þess að setja aukinn þrýsting á stjórnvöld um breytingar á fjárlagafrumvarpinu. Þremur klukkustundum eftir að til hópsins var stofnað höfðu um eitt þúsund manns gengið í hópinn. „Ég hef fengið ótrúleg viðbrögð. Ég er ekkert óvön því að koma fram í fjölmiðlum en ég hef aldrei kynnst öðru eins,“ segir Bryndís um gærdaginn. Aðrir fjölmiðlar fylgdu eftir frétt Fréttablaðsins og gera enn. Ekkert hefur heyrst frá fjármálaráðherranum Bjarna Benediktssyni. „Bjarni Ben hefur ekkert haft samband við mig,“ segir Bryndís aðspurð hvort fjármálaráðherra og formaður flokks hennar hafi verið í sambandi. Það verður að teljast frekar sérstakt að stjórnarliði gagnrýni fjárlagafrumvarpsbreytingar jafn afdráttarlaust og Bryndís gerir. Hún segir engu skipta hvaðan got komi. „Maður hrósar því góða og gagnrýnir það vonda. Það er gott fólk í öllum flokkum og ég hef svo sannarlega fundið fyrir því. Þetta er hafið yfir alla flokkspólitík og snýst bara um að við höfum efni á að kaupa góðan mat.“ Bryndís segir ljóst að lækkun á efra þrepi vsk sé ekki tímabær. Svigrúm hjá heimilum landsins sé einfaldlega ekki fyrir hendi sem stendur. Hins vegar sé snjallræði að skera niður vörugjöldin. Aðspurð hvort hún sé að synda á móti straumnum innan eigin flokks eða finna fyrir samstöðu segir Bryndís: „Ég hef ekki fengið eina einustu mótbáru. Enginn haft samband og sagt mér að halda kjafti eða bent mér á að þetta sé ekki rétt,“ segir Bryndís. Öll skilaboðin séu á einn veg. Haltu áfram, þetta er frábært og ekki stoppa. „Það er alveg sama hvaðan það kemur. Þetta er frá öllum vinum mínum úr öllum flokkum.“ Tengdar fréttir Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00 Þingið á að fara yfir neysluviðmiðin Sigurður Ingi Jóhannsson segir augljóst að þingið sé akkúrat í þeirri stöðu að yfirfæra forsendur fyrir breytingum á virðisaukaskatti. 14. október 2014 13:52 Eyða kannski helmingi meira í mat en ráðuneytið gerir ráð fyrir Gera ekki ráð fyrir því í nýju virðisaukafrumvarpi að matur sé keyptur á öðrum stöðum en í matvörubúðum. 13. október 2014 19:38 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
„Ég hef fengið ótal símtöl frá fólki sem ég þekki ekki neitt,“ segir Bryndís Loftsdóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og húsmóðir. Bryndís vakti athygli á því í viðtali í Fréttablaðinu í gær að nýtt virðisaukafrumvarp fjármálaráðuneytisins geri ráð fyrir að hver máltíð einstaklings kosti 248 krónur. Greinilegt er að málið hefur vakið athygli almennings en á þrettánda þúsund manns hafa líkað við greinina hér á Vísi. Bryndís benti á að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda eyddi 988 þúsund krónum á ári í mat og drykk. Hins vegar telur hún sig eyða tæpum tveimur milljónum í mat og drykk en Bryndís og maður hennar eiga þrjú börn á aldrinum 6-11 ára. Útreikningar fjármálaráðuneytisins byggðu á neyslukönnun Hagstofu Íslands. Miðað var við hjón með tvö börn, annað yngra en sjö ár. Búist var við því að hækkun á matarskatti úr 7% í 12% myndi kosta heimilin 4.315 krónur á mánuði. Hins vegar var talið að ráðstöfunartekjur fjölskyldu myndu hækka við breytingarnar á virðisaukaskattinum um ríflega eitt þúsund krónur að viðbættum barnabótum. Tölur fjármálaráðuneytisins byggjast aðeins á því að allur matur og drykkur sé keyptur í matvörubúð. Það skekkir því myndina að ekki er gert ráð fyrir því að fólk kaupi mat í mötuneytum, veitingahúsum eða annars staðar. Hagstofa Íslands sendi fréttastofu uppreiknaðar neyslutölur síðdegis í gær sem tóku tillit til matarkaupa á veitingastöðum og í mötuneytum. Þá kemur í ljós að hjá fjögurra manna fjölskylda með meðaltekjur fara um 21 prósent í kaup á mat og drykka eða rétt um 135 þúsund krónur. Í frumvarpinu var miðað við 89 þúsund krónur. Um er að ræða rúmlega 50% hækkun.Bryndís hefur stofnað Facebook-hópinn „Verjum 7% matarskatt“ sem hún vonast til þess að verði til þess að setja aukinn þrýsting á stjórnvöld um breytingar á fjárlagafrumvarpinu. Þremur klukkustundum eftir að til hópsins var stofnað höfðu um eitt þúsund manns gengið í hópinn. „Ég hef fengið ótrúleg viðbrögð. Ég er ekkert óvön því að koma fram í fjölmiðlum en ég hef aldrei kynnst öðru eins,“ segir Bryndís um gærdaginn. Aðrir fjölmiðlar fylgdu eftir frétt Fréttablaðsins og gera enn. Ekkert hefur heyrst frá fjármálaráðherranum Bjarna Benediktssyni. „Bjarni Ben hefur ekkert haft samband við mig,“ segir Bryndís aðspurð hvort fjármálaráðherra og formaður flokks hennar hafi verið í sambandi. Það verður að teljast frekar sérstakt að stjórnarliði gagnrýni fjárlagafrumvarpsbreytingar jafn afdráttarlaust og Bryndís gerir. Hún segir engu skipta hvaðan got komi. „Maður hrósar því góða og gagnrýnir það vonda. Það er gott fólk í öllum flokkum og ég hef svo sannarlega fundið fyrir því. Þetta er hafið yfir alla flokkspólitík og snýst bara um að við höfum efni á að kaupa góðan mat.“ Bryndís segir ljóst að lækkun á efra þrepi vsk sé ekki tímabær. Svigrúm hjá heimilum landsins sé einfaldlega ekki fyrir hendi sem stendur. Hins vegar sé snjallræði að skera niður vörugjöldin. Aðspurð hvort hún sé að synda á móti straumnum innan eigin flokks eða finna fyrir samstöðu segir Bryndís: „Ég hef ekki fengið eina einustu mótbáru. Enginn haft samband og sagt mér að halda kjafti eða bent mér á að þetta sé ekki rétt,“ segir Bryndís. Öll skilaboðin séu á einn veg. Haltu áfram, þetta er frábært og ekki stoppa. „Það er alveg sama hvaðan það kemur. Þetta er frá öllum vinum mínum úr öllum flokkum.“
Tengdar fréttir Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00 Þingið á að fara yfir neysluviðmiðin Sigurður Ingi Jóhannsson segir augljóst að þingið sé akkúrat í þeirri stöðu að yfirfæra forsendur fyrir breytingum á virðisaukaskatti. 14. október 2014 13:52 Eyða kannski helmingi meira í mat en ráðuneytið gerir ráð fyrir Gera ekki ráð fyrir því í nýju virðisaukafrumvarpi að matur sé keyptur á öðrum stöðum en í matvörubúðum. 13. október 2014 19:38 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00
Þingið á að fara yfir neysluviðmiðin Sigurður Ingi Jóhannsson segir augljóst að þingið sé akkúrat í þeirri stöðu að yfirfæra forsendur fyrir breytingum á virðisaukaskatti. 14. október 2014 13:52
Eyða kannski helmingi meira í mat en ráðuneytið gerir ráð fyrir Gera ekki ráð fyrir því í nýju virðisaukafrumvarpi að matur sé keyptur á öðrum stöðum en í matvörubúðum. 13. október 2014 19:38