Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. október 2014 07:00 Gert er ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. fréttablaðið/gva Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur á dag að fæða hvern einstakling, í frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á virðisaukaskatti. Hver fjölskylda verji rúmlega 2.980 krónum í öll matarinnkaup á dag. Hver máltíð á einstakling kosti 248 kr. Þessar tölur eru byggðar á neyslukönnun Hagstofu Íslands. Miðað er við hjón með tvö börn, annað yngra en sjö ára. Miðað við þetta er búist við því að fyrirhuguð hækkun á matarskatti kosti heimilin 4.315 krónur á mánuði. Sé kostnaður við matar- og drykkjarinnkaup meiri en þar er gert ráð fyrir má gera ráð fyrir að áhrif af hækkun matarskatts verði líka meiri.Bryndís LoftsdóttirBryndís Loftsdóttir er húsmóðir og jafnframt varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún er ósammála þeim tölum sem lagðar eru til grundvallar í frumvarpinu. Hún segist verja tveimur milljónum í mat á ári, en Bryndís á mann og þrjú börn á aldrinum 6-11 ára. Í frumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda verji 988 þúsund krónum í mat og drykk. Bryndís er ósátt við breytingar á virðisaukaskattsfrumvarpinu. „Það er nokkuð ljóst að boðuð einföldun mun ekki þýða lægri útgjöld fyrir almenning. Matvæli og aðrar vörur sem nú bera sjö prósent virðisaukaskatt munu samviskusamlega hækka í verði í takt við hækkun á virðisauka og að auki um nokkrar krónur og tíkalla umfram það,“ segir Bryndís. Bryndís segir að Danmörk sé eina landið í Evrópu með eitt skattþrep. „Þeir eru með 25% virðisaukaskatt. Vissulega einfaldur en afar hár skattur. Í Sviss og Noregi, sem standa fyrir utan Evrópusambandið, líkt og við, eru þrjú virðisaukaskattsþrep,“ segir hún. Bryndís segir að það sem þurfi að horfa til sé að fella niður vörugjöld og einfalda tollflokkun. „Það er verðugt verkefni fyrir fjármálaráðuneytið ásamt afnámi hafta sem vonandi er í algjörum forgangi. Þegar við svo réttum betur úr kútnum lækkum við efra skattþrepið, um það verður varla neinn ágreiningur,“ segir Bryndís. Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur á dag að fæða hvern einstakling, í frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á virðisaukaskatti. Hver fjölskylda verji rúmlega 2.980 krónum í öll matarinnkaup á dag. Hver máltíð á einstakling kosti 248 kr. Þessar tölur eru byggðar á neyslukönnun Hagstofu Íslands. Miðað er við hjón með tvö börn, annað yngra en sjö ára. Miðað við þetta er búist við því að fyrirhuguð hækkun á matarskatti kosti heimilin 4.315 krónur á mánuði. Sé kostnaður við matar- og drykkjarinnkaup meiri en þar er gert ráð fyrir má gera ráð fyrir að áhrif af hækkun matarskatts verði líka meiri.Bryndís LoftsdóttirBryndís Loftsdóttir er húsmóðir og jafnframt varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún er ósammála þeim tölum sem lagðar eru til grundvallar í frumvarpinu. Hún segist verja tveimur milljónum í mat á ári, en Bryndís á mann og þrjú börn á aldrinum 6-11 ára. Í frumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda verji 988 þúsund krónum í mat og drykk. Bryndís er ósátt við breytingar á virðisaukaskattsfrumvarpinu. „Það er nokkuð ljóst að boðuð einföldun mun ekki þýða lægri útgjöld fyrir almenning. Matvæli og aðrar vörur sem nú bera sjö prósent virðisaukaskatt munu samviskusamlega hækka í verði í takt við hækkun á virðisauka og að auki um nokkrar krónur og tíkalla umfram það,“ segir Bryndís. Bryndís segir að Danmörk sé eina landið í Evrópu með eitt skattþrep. „Þeir eru með 25% virðisaukaskatt. Vissulega einfaldur en afar hár skattur. Í Sviss og Noregi, sem standa fyrir utan Evrópusambandið, líkt og við, eru þrjú virðisaukaskattsþrep,“ segir hún. Bryndís segir að það sem þurfi að horfa til sé að fella niður vörugjöld og einfalda tollflokkun. „Það er verðugt verkefni fyrir fjármálaráðuneytið ásamt afnámi hafta sem vonandi er í algjörum forgangi. Þegar við svo réttum betur úr kútnum lækkum við efra skattþrepið, um það verður varla neinn ágreiningur,“ segir Bryndís.
Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira