Innlent

Þingið á að fara yfir neysluviðmiðin

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sigurður Ingi svaraði spurningum Árna Páls á þingi í dag.
Sigurður Ingi svaraði spurningum Árna Páls á þingi í dag. Vísir / Pjetur
„Ég tel það nokkuð augljóst að þingið sé akkúrat í þeirri stöðu að yfirfæra þær forsendur sem eru fyrir þessum breytingum,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi i dag þar sem neysluviðmið sem fram koma í frumvarpi fjármálaráðherra um hækkun á virðisaukaskatti á matvæli og aðrar vörur.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, spurði ráðherrann um skoðun sína á málinu í morgun en hann sagði að tvær mögulegar ástæður lægu á bak við tölurnar: mistök eða sérleg færni ríkisstjórnarinnar í matarinnkaupum. Hann veðjaði þó á hið fyrrnefnda. 

Sigurður Ingi benti á að frumvarpið hafi komið snemma inn í þingið og að nú væri það í höndum þingmanna að gera þær breytingar sem þykja þurfi. „Þá tel ég það einboðið að þingnefndin sem fjallar um það mál taki það til ítarlegrar skoðunar,“ sagði hann.

Fréttablaðið fjallaði um málið í gær en neysluviðmiðin sem fram koma í frumvarpinu gera ráð fyrir 248 króna kostnaði við hverja máltíð hjá fjögurra manna fjölskyldu, borði þær þrjár máltíðir á dag. Samantekt frá Hagstofu Íslands fyrir fréttastofu sýnir hinsvegar að Íslendingar eyða um helmingi meira í matvæli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×