Malala Yousafzai og Kailash Satyarti fá friðarverðlaun Nóbels Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2014 08:38 Vísir/AFP Friðarverðlaun Nóbels 2014 verða afhent Indverjanum Kailash Satyarti og pakistönsku baráttukonunni Malala Yousafzai. Thorbjørn Jagland, formaður norsku Nóbelnefndarinnar tilkynnti þetta í Ósló í Noregi í morgun. Verðlaunin fá þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna. „Í fátækum löndum heimsins, þar sem 60 prósent íbúa eru undir 25 ára aldri. Er það forsenda friðsamlegrar þróunar að réttindi barna og ungs fólk sé virt. Sérstaklega á átakasvæðum, en ofbeldi gegn börnum leiðir til áframhaldandi átaka á milli kynslóða,“ segir í tilkynningu nefndarinnar.Kailash Satyarhi hefur leitt fjölda friðsamlegra mótmæli gegn barnaþrælkun í Indlandi. Hann hefur einnig komið að þróun alþjóðlegra samninga um réttindi barna. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Malala Yousafzay barist fyrir rétti stúlkna til að mennta sig í Pakistan. Með því hefur hún sýnt fram á að ungt fólk geti tekið þátt í baráttu fyrir auknum réttinum. Með hetjulegri baráttu sinni er hún orðin einn helsti talsmaður ungra kvenna sem vilja mennta sig. Efnavopnastofnunin (OPCW) hlaut friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir starf sitt í Sýrlandi, en OPCW er fjölþjóðleg stofnun sem hefur aðsetur í Haag í Hollandi. Stofnunin er í nánu samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og beitir sér fyrir eyðingu efnavopna á heimsvísu og því að samningum þess efnis sé framfylgt. Hér má sjá lista yfir alla þá sem hlotið hafa friðarverðlaun Nóbels, en 51 prósent þeirra eru fæddir í Evrópu. Verðlaunin hafa nú verið veitt 95 sinnum frá 1901 og tveimur verðlaunum hefur verið skipt á milli þriggja einstaklinga. Víetnaminn Le Duc Tho átti að fá friðarverðlaunin árið 1973 ásamt Bandaríkjamanninum Henry Kissinger. Hann neitaði þó að taka á móti verðlaununum. Hér má sjá fleiri staðreyndir um friðarverðlaun Nóbels. Tilnefningarnar hafa aldrei verið fleiri. Þingmenn, háskólaprófessorar og fyrrum friðarverðlaunahafar eru í hópi þeirra sem eiga kost á að senda inn tilnefningar til norsku Nóbelsnefndarinnar. Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Friðarverðlaun Nóbels 2014 verða afhent Indverjanum Kailash Satyarti og pakistönsku baráttukonunni Malala Yousafzai. Thorbjørn Jagland, formaður norsku Nóbelnefndarinnar tilkynnti þetta í Ósló í Noregi í morgun. Verðlaunin fá þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna. „Í fátækum löndum heimsins, þar sem 60 prósent íbúa eru undir 25 ára aldri. Er það forsenda friðsamlegrar þróunar að réttindi barna og ungs fólk sé virt. Sérstaklega á átakasvæðum, en ofbeldi gegn börnum leiðir til áframhaldandi átaka á milli kynslóða,“ segir í tilkynningu nefndarinnar.Kailash Satyarhi hefur leitt fjölda friðsamlegra mótmæli gegn barnaþrælkun í Indlandi. Hann hefur einnig komið að þróun alþjóðlegra samninga um réttindi barna. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Malala Yousafzay barist fyrir rétti stúlkna til að mennta sig í Pakistan. Með því hefur hún sýnt fram á að ungt fólk geti tekið þátt í baráttu fyrir auknum réttinum. Með hetjulegri baráttu sinni er hún orðin einn helsti talsmaður ungra kvenna sem vilja mennta sig. Efnavopnastofnunin (OPCW) hlaut friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir starf sitt í Sýrlandi, en OPCW er fjölþjóðleg stofnun sem hefur aðsetur í Haag í Hollandi. Stofnunin er í nánu samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og beitir sér fyrir eyðingu efnavopna á heimsvísu og því að samningum þess efnis sé framfylgt. Hér má sjá lista yfir alla þá sem hlotið hafa friðarverðlaun Nóbels, en 51 prósent þeirra eru fæddir í Evrópu. Verðlaunin hafa nú verið veitt 95 sinnum frá 1901 og tveimur verðlaunum hefur verið skipt á milli þriggja einstaklinga. Víetnaminn Le Duc Tho átti að fá friðarverðlaunin árið 1973 ásamt Bandaríkjamanninum Henry Kissinger. Hann neitaði þó að taka á móti verðlaununum. Hér má sjá fleiri staðreyndir um friðarverðlaun Nóbels. Tilnefningarnar hafa aldrei verið fleiri. Þingmenn, háskólaprófessorar og fyrrum friðarverðlaunahafar eru í hópi þeirra sem eiga kost á að senda inn tilnefningar til norsku Nóbelsnefndarinnar.
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira