Vilja draga ráðamenn fyrir dóm 11. desember 2014 11:15 Margir fanganna, sem þangað voru fluttir, sættu pyntingum. nordicphotos/AFP Bandaríkin Zeid Raad al-Hussein, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segir að sækja þurfi til saka George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og aðra þá bandaríska ráðamenn og leyniþjónustumenn sem heimiluðu og framkvæmdu pyntingar á árunum 2001 til 2006. Hann segir engan vafa leika á því að Bandaríkin hafi brotið gegn Alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum. Bandaríkin staðfestu þennan samning árið 1994 og þeim ber nú skylda til þess að draga hina brotlegu til ábyrgðar. „Í öllum löndum er það þannig að ef einhverjir fremja morð, þá eru þeir sóttir til saka og fangelsaðir. Ef þeir nauðga og framkvæma vopnað rán, þá eru þeir sóttir til saka og fangelsaðir,“ sagði al-Hussein í yfirlýsingu í gær, á alþjóðlegum mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna. Sama gildir um pyntingar, hvort sem viðkomandi taka sjálfir þátt í pyntingum, gefa öðrum skipanir um að pynta eða gera öðrum auðveldar fyrir að pynta: „Þeir geta ekki bara notið refsileysis vegna pólitískrar hentistefnu.“Enn er strikað yfir ýmsar upplýsingar í fimm hundruð blaðsíðna skýrslu leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings.nordicphotos/AFPÍ sama streng tekur Ben Emmerson, sem er fulltrúi Sameinuðu þjóðanna gagnvart mannréttindum og baráttunni gegn hryðjuverkum: „Sú staðreynd að sú stefna, sem birtist í þessari skýrslu, var heimiluð á æðstu stöðum innan bandarískra stjórnvalda, veitir ekki minnstu afsökun. Þvert á móti styrkir það þörfina á því að draga fólk til ábyrgðar fyrir glæpina,“ segir hann. Þá segir Kenneth Roth, framkvæmdastjóri alþjóðlegu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch, að í framtíðinni megi áfram reikna með þeim möguleika að forsetar Bandaríkjanna heimili pyntingar, „nema þetta mikilvæga ferli sannleiksafhjúpunar leiði til þess að embættismenn verði sóttir til saka“. Fleiri alþjóðleg mannréttindasamtök hafa brugðist við með svipuðum hætti og krefjast þess að bæði bandarískir leyniþjónustumenn og þeir ráðamenn sem heimiluðu og skipuðu fyrir um pyntingar sleppi ekki refsilaust frá því. Allt eru þetta viðbrögð við fimm hundruð blaðsíðna ágripi af enn lengri skýrslu um pyntingar á vegum bandarískra stjórnvalda. Leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings birti ágripið á þriðjudaginn, og þar koma fram ljótar lýsingar á framferði bandarískra leyniþjónustumanna á árunum 2001 til 2006. Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Bandaríkin Zeid Raad al-Hussein, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segir að sækja þurfi til saka George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og aðra þá bandaríska ráðamenn og leyniþjónustumenn sem heimiluðu og framkvæmdu pyntingar á árunum 2001 til 2006. Hann segir engan vafa leika á því að Bandaríkin hafi brotið gegn Alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum. Bandaríkin staðfestu þennan samning árið 1994 og þeim ber nú skylda til þess að draga hina brotlegu til ábyrgðar. „Í öllum löndum er það þannig að ef einhverjir fremja morð, þá eru þeir sóttir til saka og fangelsaðir. Ef þeir nauðga og framkvæma vopnað rán, þá eru þeir sóttir til saka og fangelsaðir,“ sagði al-Hussein í yfirlýsingu í gær, á alþjóðlegum mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna. Sama gildir um pyntingar, hvort sem viðkomandi taka sjálfir þátt í pyntingum, gefa öðrum skipanir um að pynta eða gera öðrum auðveldar fyrir að pynta: „Þeir geta ekki bara notið refsileysis vegna pólitískrar hentistefnu.“Enn er strikað yfir ýmsar upplýsingar í fimm hundruð blaðsíðna skýrslu leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings.nordicphotos/AFPÍ sama streng tekur Ben Emmerson, sem er fulltrúi Sameinuðu þjóðanna gagnvart mannréttindum og baráttunni gegn hryðjuverkum: „Sú staðreynd að sú stefna, sem birtist í þessari skýrslu, var heimiluð á æðstu stöðum innan bandarískra stjórnvalda, veitir ekki minnstu afsökun. Þvert á móti styrkir það þörfina á því að draga fólk til ábyrgðar fyrir glæpina,“ segir hann. Þá segir Kenneth Roth, framkvæmdastjóri alþjóðlegu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch, að í framtíðinni megi áfram reikna með þeim möguleika að forsetar Bandaríkjanna heimili pyntingar, „nema þetta mikilvæga ferli sannleiksafhjúpunar leiði til þess að embættismenn verði sóttir til saka“. Fleiri alþjóðleg mannréttindasamtök hafa brugðist við með svipuðum hætti og krefjast þess að bæði bandarískir leyniþjónustumenn og þeir ráðamenn sem heimiluðu og skipuðu fyrir um pyntingar sleppi ekki refsilaust frá því. Allt eru þetta viðbrögð við fimm hundruð blaðsíðna ágripi af enn lengri skýrslu um pyntingar á vegum bandarískra stjórnvalda. Leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings birti ágripið á þriðjudaginn, og þar koma fram ljótar lýsingar á framferði bandarískra leyniþjónustumanna á árunum 2001 til 2006.
Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira