Sextíu þúsund hafa sótt um lækkun húsnæðislána Bjarki Ármannsson skrifar 26. ágúst 2014 14:10 Tryggvi Þór Herbertsson. Vísir/Anton Tæplega sextíu þúsund manns hafa nú sótt um lækkun höfuðstóls húsnæðislána, en umsóknarfrestur rennur út á mánudag, 1. september. Um sautján þúsund til viðbótar hafa sótt um að nota séreignarsparnað til niðurfærslu lána og aðrar tíu þúsund umsóknir eru í vinnslu hjá fólki en þeim hefur ekki verið skilað inn. „Við bjuggumst alveg eins við þessum fjölda umsókna eins og öðru, við renndum svolítið blint í sjóinn með þetta,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, alþingismaður og verkefnisstjóri um framkvæmd höfuðstólslækkunar húsnæðislána. Gert var ráð fyrir um 92 prósent þátttöku þeirra sem gætu sótt um en hlutfallið er nú komið í um 86 prósent. Aðgerðir um lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda eru þær umfangsmestu sem sitjandi ríkisstjórn hefur ráðist í. Fresturinn til að sækja um hefur verið auglýstur sérstaklega undanfarið, bæði í fjölmiðlum og hjá bönkum, og segir Tryggvi að umsóknirnar hrannist nú inn í kjölfarið. „Það er mjög mikið að gera núna, gríðarlega mikið,“ segir hann. „Á mánudaginn tekur við að reikna þetta alltsaman út, fara yfir allar umsóknir og svoleiðis. Við miðum við að kannski um mánaðamótin september, október verði hægt að birta niðurstöðurnar. Þá þarf fólk að samþykkja útreikninga og ráðstöfun og lagalegur frestur til þess er þrír mánuðir.“ Þó fresturinn til að sækja um höfuðstólslækkunina renni út nú eftir tæpa viku er hægt að sækju um að nýta séreignarsparnað sinn til niðurfærslu lána hvenær sem er næstu þrjú árin. „En þar er aftur á móti rétt að hvetja fólk til að sækja um fyrir fyrsta september, til þess að geta fullnýtt bæði júlí- og ágústgreiðsluna,“ segir Tryggvi Þór. Tengdar fréttir 20 þúsund nota séreignina í íbúðalán Nær þrettán þúsund manns hafa sótt um að greiða séreignarsparnað inn á fasteignalán. Sjö þúsund eru í ferli. 70 þúsund manns vilja fá verðtryggð lán leiðrétt. 23. júlí 2014 07:00 Ráðstöfun séreignarsparnaðar gagnast ekki öllum "Þeir sem standa tæpt fjárhagslega og eiga hættu á að fara í gjaldþrot, til dæmis þeir sem búa við mikla áhættu, atvinnurekendur með sjálfskuldaábyrgðir og annað slíkt, við ráðleggjum þeim ekki að sækja um. Ef fólk fer í gjaldþrot þá missir það allt sem það hefur lagt í þetta.“ 28. maí 2014 12:08 Styttist í lækkun höfuðstóls húsnæðislána Frestur til að sækja um lækkun höfuðstóls húsnæðislána rennur út 1. september. Fólk gæti farið að sjá lækkun afborgana fyrir áramót. 19. ágúst 2014 15:58 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Tæplega sextíu þúsund manns hafa nú sótt um lækkun höfuðstóls húsnæðislána, en umsóknarfrestur rennur út á mánudag, 1. september. Um sautján þúsund til viðbótar hafa sótt um að nota séreignarsparnað til niðurfærslu lána og aðrar tíu þúsund umsóknir eru í vinnslu hjá fólki en þeim hefur ekki verið skilað inn. „Við bjuggumst alveg eins við þessum fjölda umsókna eins og öðru, við renndum svolítið blint í sjóinn með þetta,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, alþingismaður og verkefnisstjóri um framkvæmd höfuðstólslækkunar húsnæðislána. Gert var ráð fyrir um 92 prósent þátttöku þeirra sem gætu sótt um en hlutfallið er nú komið í um 86 prósent. Aðgerðir um lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda eru þær umfangsmestu sem sitjandi ríkisstjórn hefur ráðist í. Fresturinn til að sækja um hefur verið auglýstur sérstaklega undanfarið, bæði í fjölmiðlum og hjá bönkum, og segir Tryggvi að umsóknirnar hrannist nú inn í kjölfarið. „Það er mjög mikið að gera núna, gríðarlega mikið,“ segir hann. „Á mánudaginn tekur við að reikna þetta alltsaman út, fara yfir allar umsóknir og svoleiðis. Við miðum við að kannski um mánaðamótin september, október verði hægt að birta niðurstöðurnar. Þá þarf fólk að samþykkja útreikninga og ráðstöfun og lagalegur frestur til þess er þrír mánuðir.“ Þó fresturinn til að sækja um höfuðstólslækkunina renni út nú eftir tæpa viku er hægt að sækju um að nýta séreignarsparnað sinn til niðurfærslu lána hvenær sem er næstu þrjú árin. „En þar er aftur á móti rétt að hvetja fólk til að sækja um fyrir fyrsta september, til þess að geta fullnýtt bæði júlí- og ágústgreiðsluna,“ segir Tryggvi Þór.
Tengdar fréttir 20 þúsund nota séreignina í íbúðalán Nær þrettán þúsund manns hafa sótt um að greiða séreignarsparnað inn á fasteignalán. Sjö þúsund eru í ferli. 70 þúsund manns vilja fá verðtryggð lán leiðrétt. 23. júlí 2014 07:00 Ráðstöfun séreignarsparnaðar gagnast ekki öllum "Þeir sem standa tæpt fjárhagslega og eiga hættu á að fara í gjaldþrot, til dæmis þeir sem búa við mikla áhættu, atvinnurekendur með sjálfskuldaábyrgðir og annað slíkt, við ráðleggjum þeim ekki að sækja um. Ef fólk fer í gjaldþrot þá missir það allt sem það hefur lagt í þetta.“ 28. maí 2014 12:08 Styttist í lækkun höfuðstóls húsnæðislána Frestur til að sækja um lækkun höfuðstóls húsnæðislána rennur út 1. september. Fólk gæti farið að sjá lækkun afborgana fyrir áramót. 19. ágúst 2014 15:58 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
20 þúsund nota séreignina í íbúðalán Nær þrettán þúsund manns hafa sótt um að greiða séreignarsparnað inn á fasteignalán. Sjö þúsund eru í ferli. 70 þúsund manns vilja fá verðtryggð lán leiðrétt. 23. júlí 2014 07:00
Ráðstöfun séreignarsparnaðar gagnast ekki öllum "Þeir sem standa tæpt fjárhagslega og eiga hættu á að fara í gjaldþrot, til dæmis þeir sem búa við mikla áhættu, atvinnurekendur með sjálfskuldaábyrgðir og annað slíkt, við ráðleggjum þeim ekki að sækja um. Ef fólk fer í gjaldþrot þá missir það allt sem það hefur lagt í þetta.“ 28. maí 2014 12:08
Styttist í lækkun höfuðstóls húsnæðislána Frestur til að sækja um lækkun höfuðstóls húsnæðislána rennur út 1. september. Fólk gæti farið að sjá lækkun afborgana fyrir áramót. 19. ágúst 2014 15:58
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent