20 þúsund nota séreignina í íbúðalán Freyr Bjarnason skrifar 23. júlí 2014 07:00 Umsóknarferlið í kringum leiðréttinguna og ráðstöfun séreignarsparnaðarins hefur gengið vonum framar, að mati verkefnisstjórans. Fréttablaðið/Vilhelm Á miðnætti á mánudagskvöld höfðu 12.705 manneskjur sótt um að ráðstafa séreignarsparnaði sínum til greiðslu inn á fasteignaveðlán. Að auki eru um 7.400 manns að vinna í opinni umsókn. „Maður gerði sér ekki alveg grein fyrir hvernig þetta yrði en ég held að þetta sé nokkuð í takt við það sem maður bjóst við. Það verður hægt að sækja um séreignarsparnað næstu þrjú árin, þannig að það er ekki eins og það sé að lokast eitthvað,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnastjóri um framkvæmd lækkunar húsnæðislána. Ef fólk vill nýta séreignarsparnað af launagreiðslum frá 1. júlí síðastliðnum til að greiða inn á fasteignaveðlán sín þarf það samt að sækja um fyrir 1. september. Hvað leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána varðar voru umsóknirnar 46.156 talsins á miðnætti á mánudagskvöld og á bak við þær var 70.801 kennitala. Umsóknarfresturinn fyrir leiðréttinguna rennur út 1. september. „Um miðjan ágúst munum við fara í smá herferð til að minna fólk á að það sé að loka, til að það verði örugglega ekki þannig að einhverjir gleymi því. Þá tekur þetta auðvitað kipp.“ Opnað var fyrir umsóknir um leiðréttinguna 18. maí og ráðstöfun séreignarsparnaðar tíu dögum síðar og telur Tryggvi Þór að umsóknarferlið hafi gengið vonum framar. Alls starfa um 60 til 70 manns við verkefnið í tölvufyrirtækjum, bankakerfinu, ráðuneytum og hjá ríkisskattstjóra. „Núna erum við að vinna í útreikningaforritunum og það gengur bærilega. Við höldum að við getum skilað af okkur niðurstöðum um mánaðamótin september-október. Þá verður gert upp,“ segir hann um leiðréttinguna og bætir við að verkefnið sé á áætlun. „Þegar ég tók við var miðað við að við yrðum búin með megnið af þessu fyrir mánaðamótin september-október. Við höfum náð að komast í gegnum það og ég get ekki sagt annað en að maður sé býsna ánægður.“ Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Á miðnætti á mánudagskvöld höfðu 12.705 manneskjur sótt um að ráðstafa séreignarsparnaði sínum til greiðslu inn á fasteignaveðlán. Að auki eru um 7.400 manns að vinna í opinni umsókn. „Maður gerði sér ekki alveg grein fyrir hvernig þetta yrði en ég held að þetta sé nokkuð í takt við það sem maður bjóst við. Það verður hægt að sækja um séreignarsparnað næstu þrjú árin, þannig að það er ekki eins og það sé að lokast eitthvað,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnastjóri um framkvæmd lækkunar húsnæðislána. Ef fólk vill nýta séreignarsparnað af launagreiðslum frá 1. júlí síðastliðnum til að greiða inn á fasteignaveðlán sín þarf það samt að sækja um fyrir 1. september. Hvað leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána varðar voru umsóknirnar 46.156 talsins á miðnætti á mánudagskvöld og á bak við þær var 70.801 kennitala. Umsóknarfresturinn fyrir leiðréttinguna rennur út 1. september. „Um miðjan ágúst munum við fara í smá herferð til að minna fólk á að það sé að loka, til að það verði örugglega ekki þannig að einhverjir gleymi því. Þá tekur þetta auðvitað kipp.“ Opnað var fyrir umsóknir um leiðréttinguna 18. maí og ráðstöfun séreignarsparnaðar tíu dögum síðar og telur Tryggvi Þór að umsóknarferlið hafi gengið vonum framar. Alls starfa um 60 til 70 manns við verkefnið í tölvufyrirtækjum, bankakerfinu, ráðuneytum og hjá ríkisskattstjóra. „Núna erum við að vinna í útreikningaforritunum og það gengur bærilega. Við höldum að við getum skilað af okkur niðurstöðum um mánaðamótin september-október. Þá verður gert upp,“ segir hann um leiðréttinguna og bætir við að verkefnið sé á áætlun. „Þegar ég tók við var miðað við að við yrðum búin með megnið af þessu fyrir mánaðamótin september-október. Við höfum náð að komast í gegnum það og ég get ekki sagt annað en að maður sé býsna ánægður.“
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira