Vinnustöðvun flugvirkja í dag Bjarki Ármannsson skrifar 16. júní 2014 08:15 Fella þurfti niður 65 flug Icelandair í dag vegna vinnustöðvunarinnar. Vísir/Anton Samningar tókust ekki við flugvirkja Icelandair í gær en fundað var í húsakynnum ríkissáttasemjara frá klukkan tvö til rétt rúmlega sjö um kvöldið. Í dag skellur á eins dags vinnustöðvun flugvirkja en næstkomandi fimmtudag hefst ótímabundið verkfall ef ekki næst að semja fyrir þann tíma. „Þessu miðar mjög hægt,“ segir Maríus Sigurjónsson, formaður samninganefndar flugvirkja. „Það er allavega ekki komin niðurstaða sem menn eru sáttir við.“ Ljóst er að vinnustöðvun í dag veldur Icelandair talsverðu fjárhagslegu tjóni en fella þurfti niður 65 flug hjá félaginu sem hefur áhrif á um tólf þúsund farþega. Maríus segir að samningsaðilar hafi samt sem áður rætt málin af ró í gær. „Fundurinn var kannski jákvæðari en ég átti von á,“ segir Maríus. „Þegar það er komið út í það að röskunin verður óumflýjanleg, þá kannski verður harkan meiri. En það var allavega rætt saman. Það var ekki skilið með neinum látum.“ Ekki liggur fyrir hversu miklu tjóni vinnustöðvunin mun valda Icelandair en Samtök atvinnulífsins áætluðu í vor að þegar flug raskaðist vegna verkfalla flugmanna næmi heildartjónið um milljarði á dag. Ljóst er að tjónið sem verður vegna vinnustöðvunar í dag verður mun meira. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir fyrirtækið ekki byrjað að horfa til þess hvernig bregðast eigi við verkfalli á fimmtudag. „Við hljótum að vona að það náist samningar fyrir þann tíma,“ segir Guðjón. Bein afskipti stjórnvalda gætu mögulega komið í veg fyrir ótímabundið verkfall. Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði í vor, í tengslum við verkfallsaðgerðir flugmanna, að hún myndi ekki setja lög á kjaradeilur nema í neyð og þá ekki án þess að kalla saman þing. Þær upplýsingar fengust frá innanríkisráðuneytinu í gær að ekki hefði verið tekin ákvörðun um að setja lög á verkfallið. Það hefði þó ekki verið slegið út af borðinu og grannt væri fylgst með stöðu mála. Tengdar fréttir Segja kröfur flugvirkja óraunhæfar Flugvirkjar hjá Icelandair hafa boðað til verkfalls 16. júní, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. 5. júní 2014 19:12 Flugvirkjar hrella ferðaþjónustufólk Samtök ferðaþjónustunnar skora á flugvirkja og Icelandair að ná samningum áður en til boðaðs verkfalls flugvirkja kemur hinn 19. júní. 12. júní 2014 07:41 Flugvirkjar segja SA hafa boðið til leðjuslags Segja framsetningu SA á upplýsingum um þróun launakjara flugvirkja villandi 6. júní 2014 12:53 Ferðir tólf þúsund farþega Icelandair í uppnámi Icelandair hefur fellt niður 65 flug félagsins mánudaginn 16. júní, vegna sólarhringsverkfalls Flugvirkjafélags Íslands. 13. júní 2014 15:57 Flugvirkjar vonast til að samningar náist Icelandair ákvað í dag að fella niður öll fyrirhuguð flug félagsins á mánudaginn, vegna þeirrar óvissu sem uppi er í kjaradeilu flugvirkja félagsins. Flugvirkjar binda vonir við að samningar náist en segjast verða vonsviknir ákveði stjórnvöld að setja lögbann á verkfallsaðgerðir. 13. júní 2014 20:15 Samningafundi við flugvirkja slitið Búið er að boða til nýs fundar klukkan tvö á morgun. 15. júní 2014 19:54 Verkföll næsta mánuðinn geta raskað ferðum þúsunda Semjist ekki í kjaradeilu flugmanna og flugfreyja við Icelandair gæti orðið mikil röskun á flugi næstu vikurnar. Flugvirkjar eru með lausa samninga. Ferðaþjónustan segist hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna verkfalls. 13. maí 2014 07:00 Formaður samninganefndar sakar Samtök atvinnulífsins um óbilgirni Mikil harka hefur færst í kjaradeilu flugvirkja og litlar líkur eru á að komist verði hjá vinnustöðvun þeirra sem hefst á morgun 15. júní 2014 13:36 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Samningar tókust ekki við flugvirkja Icelandair í gær en fundað var í húsakynnum ríkissáttasemjara frá klukkan tvö til rétt rúmlega sjö um kvöldið. Í dag skellur á eins dags vinnustöðvun flugvirkja en næstkomandi fimmtudag hefst ótímabundið verkfall ef ekki næst að semja fyrir þann tíma. „Þessu miðar mjög hægt,“ segir Maríus Sigurjónsson, formaður samninganefndar flugvirkja. „Það er allavega ekki komin niðurstaða sem menn eru sáttir við.“ Ljóst er að vinnustöðvun í dag veldur Icelandair talsverðu fjárhagslegu tjóni en fella þurfti niður 65 flug hjá félaginu sem hefur áhrif á um tólf þúsund farþega. Maríus segir að samningsaðilar hafi samt sem áður rætt málin af ró í gær. „Fundurinn var kannski jákvæðari en ég átti von á,“ segir Maríus. „Þegar það er komið út í það að röskunin verður óumflýjanleg, þá kannski verður harkan meiri. En það var allavega rætt saman. Það var ekki skilið með neinum látum.“ Ekki liggur fyrir hversu miklu tjóni vinnustöðvunin mun valda Icelandair en Samtök atvinnulífsins áætluðu í vor að þegar flug raskaðist vegna verkfalla flugmanna næmi heildartjónið um milljarði á dag. Ljóst er að tjónið sem verður vegna vinnustöðvunar í dag verður mun meira. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir fyrirtækið ekki byrjað að horfa til þess hvernig bregðast eigi við verkfalli á fimmtudag. „Við hljótum að vona að það náist samningar fyrir þann tíma,“ segir Guðjón. Bein afskipti stjórnvalda gætu mögulega komið í veg fyrir ótímabundið verkfall. Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði í vor, í tengslum við verkfallsaðgerðir flugmanna, að hún myndi ekki setja lög á kjaradeilur nema í neyð og þá ekki án þess að kalla saman þing. Þær upplýsingar fengust frá innanríkisráðuneytinu í gær að ekki hefði verið tekin ákvörðun um að setja lög á verkfallið. Það hefði þó ekki verið slegið út af borðinu og grannt væri fylgst með stöðu mála.
Tengdar fréttir Segja kröfur flugvirkja óraunhæfar Flugvirkjar hjá Icelandair hafa boðað til verkfalls 16. júní, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. 5. júní 2014 19:12 Flugvirkjar hrella ferðaþjónustufólk Samtök ferðaþjónustunnar skora á flugvirkja og Icelandair að ná samningum áður en til boðaðs verkfalls flugvirkja kemur hinn 19. júní. 12. júní 2014 07:41 Flugvirkjar segja SA hafa boðið til leðjuslags Segja framsetningu SA á upplýsingum um þróun launakjara flugvirkja villandi 6. júní 2014 12:53 Ferðir tólf þúsund farþega Icelandair í uppnámi Icelandair hefur fellt niður 65 flug félagsins mánudaginn 16. júní, vegna sólarhringsverkfalls Flugvirkjafélags Íslands. 13. júní 2014 15:57 Flugvirkjar vonast til að samningar náist Icelandair ákvað í dag að fella niður öll fyrirhuguð flug félagsins á mánudaginn, vegna þeirrar óvissu sem uppi er í kjaradeilu flugvirkja félagsins. Flugvirkjar binda vonir við að samningar náist en segjast verða vonsviknir ákveði stjórnvöld að setja lögbann á verkfallsaðgerðir. 13. júní 2014 20:15 Samningafundi við flugvirkja slitið Búið er að boða til nýs fundar klukkan tvö á morgun. 15. júní 2014 19:54 Verkföll næsta mánuðinn geta raskað ferðum þúsunda Semjist ekki í kjaradeilu flugmanna og flugfreyja við Icelandair gæti orðið mikil röskun á flugi næstu vikurnar. Flugvirkjar eru með lausa samninga. Ferðaþjónustan segist hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna verkfalls. 13. maí 2014 07:00 Formaður samninganefndar sakar Samtök atvinnulífsins um óbilgirni Mikil harka hefur færst í kjaradeilu flugvirkja og litlar líkur eru á að komist verði hjá vinnustöðvun þeirra sem hefst á morgun 15. júní 2014 13:36 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Segja kröfur flugvirkja óraunhæfar Flugvirkjar hjá Icelandair hafa boðað til verkfalls 16. júní, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. 5. júní 2014 19:12
Flugvirkjar hrella ferðaþjónustufólk Samtök ferðaþjónustunnar skora á flugvirkja og Icelandair að ná samningum áður en til boðaðs verkfalls flugvirkja kemur hinn 19. júní. 12. júní 2014 07:41
Flugvirkjar segja SA hafa boðið til leðjuslags Segja framsetningu SA á upplýsingum um þróun launakjara flugvirkja villandi 6. júní 2014 12:53
Ferðir tólf þúsund farþega Icelandair í uppnámi Icelandair hefur fellt niður 65 flug félagsins mánudaginn 16. júní, vegna sólarhringsverkfalls Flugvirkjafélags Íslands. 13. júní 2014 15:57
Flugvirkjar vonast til að samningar náist Icelandair ákvað í dag að fella niður öll fyrirhuguð flug félagsins á mánudaginn, vegna þeirrar óvissu sem uppi er í kjaradeilu flugvirkja félagsins. Flugvirkjar binda vonir við að samningar náist en segjast verða vonsviknir ákveði stjórnvöld að setja lögbann á verkfallsaðgerðir. 13. júní 2014 20:15
Samningafundi við flugvirkja slitið Búið er að boða til nýs fundar klukkan tvö á morgun. 15. júní 2014 19:54
Verkföll næsta mánuðinn geta raskað ferðum þúsunda Semjist ekki í kjaradeilu flugmanna og flugfreyja við Icelandair gæti orðið mikil röskun á flugi næstu vikurnar. Flugvirkjar eru með lausa samninga. Ferðaþjónustan segist hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna verkfalls. 13. maí 2014 07:00
Formaður samninganefndar sakar Samtök atvinnulífsins um óbilgirni Mikil harka hefur færst í kjaradeilu flugvirkja og litlar líkur eru á að komist verði hjá vinnustöðvun þeirra sem hefst á morgun 15. júní 2014 13:36