Enski boltinn

Fabregas: Mourinho sagði alla réttu hlutina

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Cesc Fabregas í leik með Arsenal.
Cesc Fabregas í leik með Arsenal. Vísir/Getty
Cesc Fabregas viðurkenndi í samtali við spænska blaðið El Pais að hefði einhver sagt honum fyrir fimm árum að hann myndi leika undir stjórn Jose Mourinho hjá Chelsea hefði hann ekki tekið mark á því.

Það vakti mikla athygli þegar Fabregas sem lék í átta ár með Arsenal gekk til liðs við erkifjenduna í Chelsea í sumar frá Barcelona. Hjá Chelsea leikur hann undir stjórn  Mourinho sem stýrði áður fyrr Real Madrid.

„Ef einhver hefði sagt mér að ég myndi leika undir stjórn Mourinho hjá Chelsea árið 2014 hefði ég ekki trúað þeim aðila en tímarnir breytast.“

„Ég bað umboðsmanninn minn um að finna nýtt lið í sumar og Chelsea bauð mér að koma aftur til borgarinnar sem ég elska. Svo talaði ég við Mourinho og hann sagði mér alla réttu hlutina, sagði mér að ég yrði mikilvægur hluti í liðinu hans.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×