Kominn tími á tvö góð úrslit í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2013 09:00 Íslensku strákarnir fagna hér í leikslok eftir 4-4 jafntefli í Bern á föstudagskvöldið þeegar íslenska liðið kom til baka eftir að hafa lent 1-4 undir í leiknum. Mynd/Valli Ævintýralegt jafntefli íslenska karlalandsliðsins á Stade de Suisse í Bern á föstudagskvöldið kveikti heldur betur von hjá íslensku þjóðinni um að íslensku strákarnir ætli að vera með í baráttunni um sæti á HM í Brasilíu. Til þess þurfa þeir að fara ná góðum úrslitum í tveimur leikjum í röð og geta byrjað á nýrri hefð með því að vinna Albani á Laugardalsvellinum annað kvöld. Íslenska liðið hefur leikið sjö leiki í riðli sínum í undankeppninni og hingað til hefur reglan verið sú að liðið hefur tapað í næsta leik á eftir sigurleik. Liðið vann Noreg á heimavelli í september 2012 en tapaði svo á Kýpur fjórum dögum síðar. Sömu sögu var að segja af leikjum liðsins í október í fyrra þegar liðið vann fyrst frábæran sigur í Albaníu en tapaði svo á heimavelli á móti Sviss í næsta leik sem var fjórum dögum síðar. Síðustu tveir leikir liðsins fyrir leikinn á móti Sviss voru við Slóvena. Ísland vann fyrst í Slóveníu í mars en tapaði svo fyrir Slóvenum á heimavelli í júní. „Við erum ennþá pínu sveiflukenndir en við eigum ekki að vera hræddir við að hafa náð góðum úrslitum. Við eigum bara að fylgja því eftir og við fáum núna frábært tækifæri til þess,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen.Mynd/AFPÍslenska liðið hefur fengið á sig átta mörk í síðustu tveimur leikjum og það er eitthvað sem þarf að breytast ef liðið á að fá eitthvað út úr næstu leikjum. „Við eigum ennþá möguleika og við verðum bara að nýta þetta tækifæri. Við erum búnir að klikka á nokkrum dauðafærum eins og á móti Slóveníu og í Kýpurleiknum sem var mjög dýr,“ segir Kári Árnason. Alfreð Finnbogason vonast til að geta hjálpað liðinu að ná stigum í öðrum leiknum í röð. „Það er kominn tími til að breyta þessu. Við erum ekkert að missa okkur yfir þessum leik í Sviss enda fengum við bara eitt stig. Við stefnum bara á sigur á Albaníu hérna og ef það tekst þá erum við komnir enn á aftur í frábæra stöðu. Við viljum vinna þessa heimaleiki og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Alfreð Finnbogason. Jóhann Berg Guðmundsson var hetja íslenska liðsins í Bern og skoraði þrennu sem fær jafnvel sérkafla í sögu íslenska landsliðsins. „Það var kannski kominn tími á þessi mörk og gaman að þau komu á útivelli á móti Sviss. Þetta stig getur skipt gríðarlega miklu máli en enn mikilvægara er að ná í þrjá punkta á þriðjudaginn,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Árangur íslenska liðsins á útivelli hefur verið frábær (7 af 10 stigum liðsins) en nú bíða liðsins tveir gríðarlega mikilvægir heimaleikir í röð og því kominn tími til að fara safna stigum á Laugardalsvellinum. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Grindavík á lífi eftir dramatíska endurkomu Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Ævintýralegt jafntefli íslenska karlalandsliðsins á Stade de Suisse í Bern á föstudagskvöldið kveikti heldur betur von hjá íslensku þjóðinni um að íslensku strákarnir ætli að vera með í baráttunni um sæti á HM í Brasilíu. Til þess þurfa þeir að fara ná góðum úrslitum í tveimur leikjum í röð og geta byrjað á nýrri hefð með því að vinna Albani á Laugardalsvellinum annað kvöld. Íslenska liðið hefur leikið sjö leiki í riðli sínum í undankeppninni og hingað til hefur reglan verið sú að liðið hefur tapað í næsta leik á eftir sigurleik. Liðið vann Noreg á heimavelli í september 2012 en tapaði svo á Kýpur fjórum dögum síðar. Sömu sögu var að segja af leikjum liðsins í október í fyrra þegar liðið vann fyrst frábæran sigur í Albaníu en tapaði svo á heimavelli á móti Sviss í næsta leik sem var fjórum dögum síðar. Síðustu tveir leikir liðsins fyrir leikinn á móti Sviss voru við Slóvena. Ísland vann fyrst í Slóveníu í mars en tapaði svo fyrir Slóvenum á heimavelli í júní. „Við erum ennþá pínu sveiflukenndir en við eigum ekki að vera hræddir við að hafa náð góðum úrslitum. Við eigum bara að fylgja því eftir og við fáum núna frábært tækifæri til þess,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen.Mynd/AFPÍslenska liðið hefur fengið á sig átta mörk í síðustu tveimur leikjum og það er eitthvað sem þarf að breytast ef liðið á að fá eitthvað út úr næstu leikjum. „Við eigum ennþá möguleika og við verðum bara að nýta þetta tækifæri. Við erum búnir að klikka á nokkrum dauðafærum eins og á móti Slóveníu og í Kýpurleiknum sem var mjög dýr,“ segir Kári Árnason. Alfreð Finnbogason vonast til að geta hjálpað liðinu að ná stigum í öðrum leiknum í röð. „Það er kominn tími til að breyta þessu. Við erum ekkert að missa okkur yfir þessum leik í Sviss enda fengum við bara eitt stig. Við stefnum bara á sigur á Albaníu hérna og ef það tekst þá erum við komnir enn á aftur í frábæra stöðu. Við viljum vinna þessa heimaleiki og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Alfreð Finnbogason. Jóhann Berg Guðmundsson var hetja íslenska liðsins í Bern og skoraði þrennu sem fær jafnvel sérkafla í sögu íslenska landsliðsins. „Það var kannski kominn tími á þessi mörk og gaman að þau komu á útivelli á móti Sviss. Þetta stig getur skipt gríðarlega miklu máli en enn mikilvægara er að ná í þrjá punkta á þriðjudaginn,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Árangur íslenska liðsins á útivelli hefur verið frábær (7 af 10 stigum liðsins) en nú bíða liðsins tveir gríðarlega mikilvægir heimaleikir í röð og því kominn tími til að fara safna stigum á Laugardalsvellinum.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Grindavík á lífi eftir dramatíska endurkomu Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira