María Birta vann Einkamálsmálið Kristján Hjálmarsson skrifar 15. júlí 2013 12:23 María Birta sagði fyrir dómi að hún hefði aldrei upplifað aðra eins árás og auglýsinguna á einkamal.is. Una Jóhannesdóttir hefur verið dæmd til að greiða Maríu Birtu Bjarnadóttur, verslunar- og leikkonu, 250 þúsund krónur í skaðabætur fyrir brot á friðhelgi einkalífsins vegna auglýsingar sem birtist á stefnumótasíðunni einkamal.is. Í auglýsingunni kom fram að kona með blá augu byði upp á kynlífsþjónustu og var sögð elska „gylltar sturtur“ og perlufestar. Símanúmer Maríu Birtu fylgdi með en auglýsingin var sett inn í óþökk hennar. Í kjölfar auglýsingarinnar fékk María Birta mörg símtöl og sms-skilaboð frá einstaklingum sem sóttust eftir þjónustunni. „Þetta voru skilaboð frá mönnum sem vildu vita hvaða upphæð ég tæki fyrir kynlífsathafnir,“ sagði María Birta við málflutninginn sem fram fór í júní. „Mér brá ofsalega, þetta er mesta árás sem ég hef lent í.“Í samtali við Harmageddon í júní sagði Una að um hrekk hefði verið að ræða. „Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una í viðtalinu. Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að IP-tala Unu væri að baki auglýsingunni en Una neitaði alfarið sök. Hún sagðist hafa verið að hafa sig til þegar vinkona hennar bjó til auglýsinguna , sama kvöld og þær fóru út að skemmta sér. Þeim hafi þótt hugmyndin fyndin og að þær höfðu áður gert það sama gagnvart vinkonum sínum. Sama kvöld hittu þær Maríu Birtu sem var í miklu uppnámi út af auglýsingunni. Una segist ekki hafa sagt henni frá því að þær stæðu á bak við þetta, heldur kipptu auglýsingunni strax út. Síðar, þegar lögreglan hafði rekið IP töluna, komst María Birta að hinu sanna, og kærði málið. María Birta vildi fá 500 þúsund krónur í skaðabætur en voru, samkvæmt heimildum Vísis, dæmdar 250 þúsund. Dómurinn féll 5. júlí en dómari ákvað að birta hann ekki. Viðtalið við Unu má heyra hér að ofan. Tengdar fréttir Margir vildu afbrigðilegt kynlíf Leikkonan María Birta Bjarnadóttir hefur höfðað skaðabótamál á hendur 25 ára gamalli konu sem setti auglýsingu í nafni Maríu inn á vefinn Einkamál. Hún krefst hálfrar milljónar króna í bætur auk málskostnaðar. 10. nóvember 2012 06:00 Sökuð um að hrella Maríu Birtu: "Mér finnst þetta asnalegt“ "Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una Jóhannesdóttir í viðtali við Harmageddon í dag, en María Birta Bjarnadóttir, athafna- og leikkona, stefndi Unu fyrir brot á friðhelgi einkalífsins eftir að svæsin auglýsing í nafni Maríu Birtu birtist á Einkamál.is. María Birta varð fyrir miklu ónæði út af auglýsingunni og kærði hana til lögreglu. 13. júní 2013 16:28 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Una Jóhannesdóttir hefur verið dæmd til að greiða Maríu Birtu Bjarnadóttur, verslunar- og leikkonu, 250 þúsund krónur í skaðabætur fyrir brot á friðhelgi einkalífsins vegna auglýsingar sem birtist á stefnumótasíðunni einkamal.is. Í auglýsingunni kom fram að kona með blá augu byði upp á kynlífsþjónustu og var sögð elska „gylltar sturtur“ og perlufestar. Símanúmer Maríu Birtu fylgdi með en auglýsingin var sett inn í óþökk hennar. Í kjölfar auglýsingarinnar fékk María Birta mörg símtöl og sms-skilaboð frá einstaklingum sem sóttust eftir þjónustunni. „Þetta voru skilaboð frá mönnum sem vildu vita hvaða upphæð ég tæki fyrir kynlífsathafnir,“ sagði María Birta við málflutninginn sem fram fór í júní. „Mér brá ofsalega, þetta er mesta árás sem ég hef lent í.“Í samtali við Harmageddon í júní sagði Una að um hrekk hefði verið að ræða. „Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una í viðtalinu. Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að IP-tala Unu væri að baki auglýsingunni en Una neitaði alfarið sök. Hún sagðist hafa verið að hafa sig til þegar vinkona hennar bjó til auglýsinguna , sama kvöld og þær fóru út að skemmta sér. Þeim hafi þótt hugmyndin fyndin og að þær höfðu áður gert það sama gagnvart vinkonum sínum. Sama kvöld hittu þær Maríu Birtu sem var í miklu uppnámi út af auglýsingunni. Una segist ekki hafa sagt henni frá því að þær stæðu á bak við þetta, heldur kipptu auglýsingunni strax út. Síðar, þegar lögreglan hafði rekið IP töluna, komst María Birta að hinu sanna, og kærði málið. María Birta vildi fá 500 þúsund krónur í skaðabætur en voru, samkvæmt heimildum Vísis, dæmdar 250 þúsund. Dómurinn féll 5. júlí en dómari ákvað að birta hann ekki. Viðtalið við Unu má heyra hér að ofan.
Tengdar fréttir Margir vildu afbrigðilegt kynlíf Leikkonan María Birta Bjarnadóttir hefur höfðað skaðabótamál á hendur 25 ára gamalli konu sem setti auglýsingu í nafni Maríu inn á vefinn Einkamál. Hún krefst hálfrar milljónar króna í bætur auk málskostnaðar. 10. nóvember 2012 06:00 Sökuð um að hrella Maríu Birtu: "Mér finnst þetta asnalegt“ "Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una Jóhannesdóttir í viðtali við Harmageddon í dag, en María Birta Bjarnadóttir, athafna- og leikkona, stefndi Unu fyrir brot á friðhelgi einkalífsins eftir að svæsin auglýsing í nafni Maríu Birtu birtist á Einkamál.is. María Birta varð fyrir miklu ónæði út af auglýsingunni og kærði hana til lögreglu. 13. júní 2013 16:28 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Margir vildu afbrigðilegt kynlíf Leikkonan María Birta Bjarnadóttir hefur höfðað skaðabótamál á hendur 25 ára gamalli konu sem setti auglýsingu í nafni Maríu inn á vefinn Einkamál. Hún krefst hálfrar milljónar króna í bætur auk málskostnaðar. 10. nóvember 2012 06:00
Sökuð um að hrella Maríu Birtu: "Mér finnst þetta asnalegt“ "Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una Jóhannesdóttir í viðtali við Harmageddon í dag, en María Birta Bjarnadóttir, athafna- og leikkona, stefndi Unu fyrir brot á friðhelgi einkalífsins eftir að svæsin auglýsing í nafni Maríu Birtu birtist á Einkamál.is. María Birta varð fyrir miklu ónæði út af auglýsingunni og kærði hana til lögreglu. 13. júní 2013 16:28