Sökuð um að hrella Maríu Birtu: "Mér finnst þetta asnalegt“ Valur Grettisson skrifar 13. júní 2013 16:28 María Birta Bjarnadóttir lenti í svæsnum nethrekk. „Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una Jóhannesdóttir í viðtali við Harmageddon í dag, en María Birta Bjarnadóttir, athafna- og leikkona, stefndi Unu fyrir brot á friðhelgi einkalífsins eftir að svæsin auglýsing í nafni Maríu Birtu birtist á Einkamál.is. María Birta varð fyrir miklu ónæði út af auglýsingunni og kærði hana til lögreglu. Skömmu síðar finnur lögreglan út að á bak við póstinn væri IP tala Unu. Sjálf neitar hún sök alfarið. Una segist hafa verið að hafa sig til þegar vinkona hennar bjó auglýsinguna til, sama kvöld og þær fóru út að skemmta sér. Þeim hafi þótt hugmyndin fyndin, en þær höfðu áður gert það sama gagnvart vinkonum sínum. „Okkur fannst þetta bara fyndið,“ sagði Una. Sama kvöld og auglýsingin birtist hittu þær Maríu Birtu sem var þá í miklu uppnámi út af auglýsingunni. Una segist ekki hafa sagt henni frá því að þær stæðu á bak við þetta, heldur kipptu þær auglýsingunni strax út. Síðar, þegar lögreglan hafði rekið IP töluna, komst María Birta að hinu sanna, og kærði málið. Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en María Birta krefst þess að Una greiði sér hálfa milljón í skaðabætur. Í viðtalinu við Harmageddón var Una spurð hvort þær hefðu átt í ástarsambandi, en Una þvertekur fyrir það, en þá var hún í sambandi með annarri konu. Þegar Una er spurð hvað hún myndi segja ef hún hitti Maríu Birtu í dag, svaraði Una: „Ég myndi biðja hana innilegrar afsökunar á að hafa sært og hrætt hana.“ Una er ósátt við farveg málsins, að það hafi ratað fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur „já, ég er að sjálfsögðu vonsvikin, mér finnst þetta asnalegt en ég er ekkert að fara að gráta mig í svefn,“ sagði Una sem neitar alfarið að hafa skrifað og birt auglýsinguna. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir ofan. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
„Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una Jóhannesdóttir í viðtali við Harmageddon í dag, en María Birta Bjarnadóttir, athafna- og leikkona, stefndi Unu fyrir brot á friðhelgi einkalífsins eftir að svæsin auglýsing í nafni Maríu Birtu birtist á Einkamál.is. María Birta varð fyrir miklu ónæði út af auglýsingunni og kærði hana til lögreglu. Skömmu síðar finnur lögreglan út að á bak við póstinn væri IP tala Unu. Sjálf neitar hún sök alfarið. Una segist hafa verið að hafa sig til þegar vinkona hennar bjó auglýsinguna til, sama kvöld og þær fóru út að skemmta sér. Þeim hafi þótt hugmyndin fyndin, en þær höfðu áður gert það sama gagnvart vinkonum sínum. „Okkur fannst þetta bara fyndið,“ sagði Una. Sama kvöld og auglýsingin birtist hittu þær Maríu Birtu sem var þá í miklu uppnámi út af auglýsingunni. Una segist ekki hafa sagt henni frá því að þær stæðu á bak við þetta, heldur kipptu þær auglýsingunni strax út. Síðar, þegar lögreglan hafði rekið IP töluna, komst María Birta að hinu sanna, og kærði málið. Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en María Birta krefst þess að Una greiði sér hálfa milljón í skaðabætur. Í viðtalinu við Harmageddón var Una spurð hvort þær hefðu átt í ástarsambandi, en Una þvertekur fyrir það, en þá var hún í sambandi með annarri konu. Þegar Una er spurð hvað hún myndi segja ef hún hitti Maríu Birtu í dag, svaraði Una: „Ég myndi biðja hana innilegrar afsökunar á að hafa sært og hrætt hana.“ Una er ósátt við farveg málsins, að það hafi ratað fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur „já, ég er að sjálfsögðu vonsvikin, mér finnst þetta asnalegt en ég er ekkert að fara að gráta mig í svefn,“ sagði Una sem neitar alfarið að hafa skrifað og birt auglýsinguna. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir ofan.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira