Sökuð um að hrella Maríu Birtu: "Mér finnst þetta asnalegt“ Valur Grettisson skrifar 13. júní 2013 16:28 María Birta Bjarnadóttir lenti í svæsnum nethrekk. „Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una Jóhannesdóttir í viðtali við Harmageddon í dag, en María Birta Bjarnadóttir, athafna- og leikkona, stefndi Unu fyrir brot á friðhelgi einkalífsins eftir að svæsin auglýsing í nafni Maríu Birtu birtist á Einkamál.is. María Birta varð fyrir miklu ónæði út af auglýsingunni og kærði hana til lögreglu. Skömmu síðar finnur lögreglan út að á bak við póstinn væri IP tala Unu. Sjálf neitar hún sök alfarið. Una segist hafa verið að hafa sig til þegar vinkona hennar bjó auglýsinguna til, sama kvöld og þær fóru út að skemmta sér. Þeim hafi þótt hugmyndin fyndin, en þær höfðu áður gert það sama gagnvart vinkonum sínum. „Okkur fannst þetta bara fyndið,“ sagði Una. Sama kvöld og auglýsingin birtist hittu þær Maríu Birtu sem var þá í miklu uppnámi út af auglýsingunni. Una segist ekki hafa sagt henni frá því að þær stæðu á bak við þetta, heldur kipptu þær auglýsingunni strax út. Síðar, þegar lögreglan hafði rekið IP töluna, komst María Birta að hinu sanna, og kærði málið. Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en María Birta krefst þess að Una greiði sér hálfa milljón í skaðabætur. Í viðtalinu við Harmageddón var Una spurð hvort þær hefðu átt í ástarsambandi, en Una þvertekur fyrir það, en þá var hún í sambandi með annarri konu. Þegar Una er spurð hvað hún myndi segja ef hún hitti Maríu Birtu í dag, svaraði Una: „Ég myndi biðja hana innilegrar afsökunar á að hafa sært og hrætt hana.“ Una er ósátt við farveg málsins, að það hafi ratað fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur „já, ég er að sjálfsögðu vonsvikin, mér finnst þetta asnalegt en ég er ekkert að fara að gráta mig í svefn,“ sagði Una sem neitar alfarið að hafa skrifað og birt auglýsinguna. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir ofan. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
„Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una Jóhannesdóttir í viðtali við Harmageddon í dag, en María Birta Bjarnadóttir, athafna- og leikkona, stefndi Unu fyrir brot á friðhelgi einkalífsins eftir að svæsin auglýsing í nafni Maríu Birtu birtist á Einkamál.is. María Birta varð fyrir miklu ónæði út af auglýsingunni og kærði hana til lögreglu. Skömmu síðar finnur lögreglan út að á bak við póstinn væri IP tala Unu. Sjálf neitar hún sök alfarið. Una segist hafa verið að hafa sig til þegar vinkona hennar bjó auglýsinguna til, sama kvöld og þær fóru út að skemmta sér. Þeim hafi þótt hugmyndin fyndin, en þær höfðu áður gert það sama gagnvart vinkonum sínum. „Okkur fannst þetta bara fyndið,“ sagði Una. Sama kvöld og auglýsingin birtist hittu þær Maríu Birtu sem var þá í miklu uppnámi út af auglýsingunni. Una segist ekki hafa sagt henni frá því að þær stæðu á bak við þetta, heldur kipptu þær auglýsingunni strax út. Síðar, þegar lögreglan hafði rekið IP töluna, komst María Birta að hinu sanna, og kærði málið. Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en María Birta krefst þess að Una greiði sér hálfa milljón í skaðabætur. Í viðtalinu við Harmageddón var Una spurð hvort þær hefðu átt í ástarsambandi, en Una þvertekur fyrir það, en þá var hún í sambandi með annarri konu. Þegar Una er spurð hvað hún myndi segja ef hún hitti Maríu Birtu í dag, svaraði Una: „Ég myndi biðja hana innilegrar afsökunar á að hafa sært og hrætt hana.“ Una er ósátt við farveg málsins, að það hafi ratað fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur „já, ég er að sjálfsögðu vonsvikin, mér finnst þetta asnalegt en ég er ekkert að fara að gráta mig í svefn,“ sagði Una sem neitar alfarið að hafa skrifað og birt auglýsinguna. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir ofan.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira