Erlent

Fleiri nýburar í Færeyjum 2012

ÞJ skrifar
Frá Þórshöfn Nýburum í Færeyjum fjölgaði milli ára.
Frá Þórshöfn Nýburum í Færeyjum fjölgaði milli ára.
Á nýliðnu ári fæddust 622 börn í Færeyjum, sem er nokkuð meira en árið 2011 þegar 576 börn fæddust. Á fréttavefnum Portalnum kemur fram að 596 barnanna hafi fæðst á Landssjúkrahúsinu í Þórshöfn.

Þrátt fyrir þessar jákvæðu fréttir hefur Færeyingum hins vegar fækkað stöðugt frá árinu 2008, úr 48.700 niður í tæp 48.100 síðasta haust, og hafa íbúar eyjanna nokkrar áhyggjur af þeirri þróun.

Sérstaklega er horft til brottflutnings ungs fólks, sem getur haft í för með sér vítahring fólksfækkunar.


Tengdar fréttir

Vill ekki brú yfir Skálafjörð

Ekki kemur til greina að byggja brú yfir Skálafjörð að sögn Kára P. Højgaard, innanríkisráðherra Færeyja. Frá þessu segir á fréttavefnum Portalinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×