Erlent

Vill ekki brú yfir Skálafjörð

ÞJ skrifar
Ekki kemur til greina að byggja brú yfir Skálafjörð að sögn Kára P. Højgaard, innanríkisráðherra Færeyja. Frá þessu segir á fréttavefnum Portalinum.

Áform eru uppi um að gera göng milli Straumeyjar og Austureyjar. Gert er ráð fyrir að á Austurey komi göngin upp beggja vegna við mynni Skálafjarðar, á Ströndum og í Tóftum, en sumir vilja meina að betur færi á að göngin kæmu aðeins upp á Ströndum og þaðan yrði byggð brú til Tófta. Højgaard segir hins vegar að brú yfir fjörðinn myndi afskrifa olíuhöfn sem er þar og það kæmi ekki til greina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×