Erlent

Sjö börn fórust í eldsvoða á munaðarleysingjahæli

Eldsvoði á munaðarleysingjahæli í Henan héraði í Kína í nótt kostaði að minnsta kosti sjö börn lífið en ekki liggur ljóst fyrir hve mörg börn slösuðust.

Í frétt Xinhua fréttastofunnar um eldsvoðann segir að munaðarleysingjahæli þetta hafi verið rekið af eldri konu sem starfaði annars sem götusali. Kona þessi hefur skotið skjólshúsi yfir munaðarlaus börn undanfarin tuttugu ár.

Ekki er vitað hve mörg börn voru á hælinu þegar eldurinn kom upp né heldur liggur neitt fyrir um eldsupptökin að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×