Hólmfríður: Við erum líka með svakalega varnarmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2013 16:00 Hólmfríður Magnúsdóttir. Mynd/Valli Hólmfríður Magnúsdóttir missti af síðasta landsleik kvennalandsliðsins í fótbolta þegar liðið tapaði 0-4 í átta liða úrslitum EM í Svíþjóð en hún var þá í leikbanni. Hólmfríður verður hinsvegar í eldlínunni í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið mætir Sviss í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2015. „Það var erfitt fyrir mig að fá ekki að vera með á móti Svíum á EM en núna er bara komin ný keppni og hin keppnin er löngu búin," sagði Hólmfríður. Svissneska liðið vann 9-0 sigur á Serbíu um síðustu helgi og ætlar sér greinilega að komast á stórmót í fyrsta sinn. „Ég er ekkert að spá í því. Við þurfum bara að einbeita okkur að okkar leik og eigum ekkert að vera spá í öðrum úrslitum. Það eru skemmtilegustu leikirnir þegar við fáum að spila á móti sterkum liðum og þetta verður gott verkefni fyrir okkur," sagði Hólmfríður. Freyr Alexandersson er að stýra íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í kvöld og þá mun Katrín Jónsdóttir spila sinn síðasta landsleik. „Við náum alveg að halda einbeitingu," svara Hólmfríður strax og bætir svo við: „Það er alveg nýtt starfslið í kringum liðið og það eru mjög spennandi tímar framundan. Ég er ekki búin að sjá miklar breytingar en Freyr kemur með sínar áherslur þó að hann vilji ekki gera of mikið á stuttum tíma," sagði Hólmfríður. Hólmfríður hefur spilað lengstum á vinstri kantinum með landsliðinu en er hún hugsanlega á leiðinni í framlínuna hjá Frey? „Það getur vel verið eða kannski að hann setji mig í bakvörðinn. Ég veit það ekki. Ég verð bara að standa mig á æfingum og sjá síðan til hvaða hlutverk ég fæ," segir Hólmfríður. „Ég veit ekki mikið um þetta svissneska lið en ég veit að við þurfum bara að vera fastar fyrir og nýta okkar fljótu kantmenn í góðum skyndisóknum," segir Hólmfríður. Hún hefur ekki áhyggjur af svakalegri sóknarlínu Sviss. „Við erum líka með svakalega varnarmenn þannig að þetta verður ekki mikið mál. Þetta verður samt gríðarlega erfiður leikur og við þurfum að spila okkar besta leik. Það hefur líka verið þannig að það er erfitt að koma hingað og ná í stig af okkur. Það er mjög mikilvægt að byrja þessa undankeppni vel og ná í fyrstu þrjú stigin," sagði Hólmfríður að lokum. Leikurinn við Sviss hefst klukkan 18.30 á Laugardalsvellinum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir missti af síðasta landsleik kvennalandsliðsins í fótbolta þegar liðið tapaði 0-4 í átta liða úrslitum EM í Svíþjóð en hún var þá í leikbanni. Hólmfríður verður hinsvegar í eldlínunni í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið mætir Sviss í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2015. „Það var erfitt fyrir mig að fá ekki að vera með á móti Svíum á EM en núna er bara komin ný keppni og hin keppnin er löngu búin," sagði Hólmfríður. Svissneska liðið vann 9-0 sigur á Serbíu um síðustu helgi og ætlar sér greinilega að komast á stórmót í fyrsta sinn. „Ég er ekkert að spá í því. Við þurfum bara að einbeita okkur að okkar leik og eigum ekkert að vera spá í öðrum úrslitum. Það eru skemmtilegustu leikirnir þegar við fáum að spila á móti sterkum liðum og þetta verður gott verkefni fyrir okkur," sagði Hólmfríður. Freyr Alexandersson er að stýra íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í kvöld og þá mun Katrín Jónsdóttir spila sinn síðasta landsleik. „Við náum alveg að halda einbeitingu," svara Hólmfríður strax og bætir svo við: „Það er alveg nýtt starfslið í kringum liðið og það eru mjög spennandi tímar framundan. Ég er ekki búin að sjá miklar breytingar en Freyr kemur með sínar áherslur þó að hann vilji ekki gera of mikið á stuttum tíma," sagði Hólmfríður. Hólmfríður hefur spilað lengstum á vinstri kantinum með landsliðinu en er hún hugsanlega á leiðinni í framlínuna hjá Frey? „Það getur vel verið eða kannski að hann setji mig í bakvörðinn. Ég veit það ekki. Ég verð bara að standa mig á æfingum og sjá síðan til hvaða hlutverk ég fæ," segir Hólmfríður. „Ég veit ekki mikið um þetta svissneska lið en ég veit að við þurfum bara að vera fastar fyrir og nýta okkar fljótu kantmenn í góðum skyndisóknum," segir Hólmfríður. Hún hefur ekki áhyggjur af svakalegri sóknarlínu Sviss. „Við erum líka með svakalega varnarmenn þannig að þetta verður ekki mikið mál. Þetta verður samt gríðarlega erfiður leikur og við þurfum að spila okkar besta leik. Það hefur líka verið þannig að það er erfitt að koma hingað og ná í stig af okkur. Það er mjög mikilvægt að byrja þessa undankeppni vel og ná í fyrstu þrjú stigin," sagði Hólmfríður að lokum. Leikurinn við Sviss hefst klukkan 18.30 á Laugardalsvellinum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Sjá meira