Hólmfríður: Við erum líka með svakalega varnarmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2013 16:00 Hólmfríður Magnúsdóttir. Mynd/Valli Hólmfríður Magnúsdóttir missti af síðasta landsleik kvennalandsliðsins í fótbolta þegar liðið tapaði 0-4 í átta liða úrslitum EM í Svíþjóð en hún var þá í leikbanni. Hólmfríður verður hinsvegar í eldlínunni í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið mætir Sviss í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2015. „Það var erfitt fyrir mig að fá ekki að vera með á móti Svíum á EM en núna er bara komin ný keppni og hin keppnin er löngu búin," sagði Hólmfríður. Svissneska liðið vann 9-0 sigur á Serbíu um síðustu helgi og ætlar sér greinilega að komast á stórmót í fyrsta sinn. „Ég er ekkert að spá í því. Við þurfum bara að einbeita okkur að okkar leik og eigum ekkert að vera spá í öðrum úrslitum. Það eru skemmtilegustu leikirnir þegar við fáum að spila á móti sterkum liðum og þetta verður gott verkefni fyrir okkur," sagði Hólmfríður. Freyr Alexandersson er að stýra íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í kvöld og þá mun Katrín Jónsdóttir spila sinn síðasta landsleik. „Við náum alveg að halda einbeitingu," svara Hólmfríður strax og bætir svo við: „Það er alveg nýtt starfslið í kringum liðið og það eru mjög spennandi tímar framundan. Ég er ekki búin að sjá miklar breytingar en Freyr kemur með sínar áherslur þó að hann vilji ekki gera of mikið á stuttum tíma," sagði Hólmfríður. Hólmfríður hefur spilað lengstum á vinstri kantinum með landsliðinu en er hún hugsanlega á leiðinni í framlínuna hjá Frey? „Það getur vel verið eða kannski að hann setji mig í bakvörðinn. Ég veit það ekki. Ég verð bara að standa mig á æfingum og sjá síðan til hvaða hlutverk ég fæ," segir Hólmfríður. „Ég veit ekki mikið um þetta svissneska lið en ég veit að við þurfum bara að vera fastar fyrir og nýta okkar fljótu kantmenn í góðum skyndisóknum," segir Hólmfríður. Hún hefur ekki áhyggjur af svakalegri sóknarlínu Sviss. „Við erum líka með svakalega varnarmenn þannig að þetta verður ekki mikið mál. Þetta verður samt gríðarlega erfiður leikur og við þurfum að spila okkar besta leik. Það hefur líka verið þannig að það er erfitt að koma hingað og ná í stig af okkur. Það er mjög mikilvægt að byrja þessa undankeppni vel og ná í fyrstu þrjú stigin," sagði Hólmfríður að lokum. Leikurinn við Sviss hefst klukkan 18.30 á Laugardalsvellinum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir missti af síðasta landsleik kvennalandsliðsins í fótbolta þegar liðið tapaði 0-4 í átta liða úrslitum EM í Svíþjóð en hún var þá í leikbanni. Hólmfríður verður hinsvegar í eldlínunni í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið mætir Sviss í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2015. „Það var erfitt fyrir mig að fá ekki að vera með á móti Svíum á EM en núna er bara komin ný keppni og hin keppnin er löngu búin," sagði Hólmfríður. Svissneska liðið vann 9-0 sigur á Serbíu um síðustu helgi og ætlar sér greinilega að komast á stórmót í fyrsta sinn. „Ég er ekkert að spá í því. Við þurfum bara að einbeita okkur að okkar leik og eigum ekkert að vera spá í öðrum úrslitum. Það eru skemmtilegustu leikirnir þegar við fáum að spila á móti sterkum liðum og þetta verður gott verkefni fyrir okkur," sagði Hólmfríður. Freyr Alexandersson er að stýra íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í kvöld og þá mun Katrín Jónsdóttir spila sinn síðasta landsleik. „Við náum alveg að halda einbeitingu," svara Hólmfríður strax og bætir svo við: „Það er alveg nýtt starfslið í kringum liðið og það eru mjög spennandi tímar framundan. Ég er ekki búin að sjá miklar breytingar en Freyr kemur með sínar áherslur þó að hann vilji ekki gera of mikið á stuttum tíma," sagði Hólmfríður. Hólmfríður hefur spilað lengstum á vinstri kantinum með landsliðinu en er hún hugsanlega á leiðinni í framlínuna hjá Frey? „Það getur vel verið eða kannski að hann setji mig í bakvörðinn. Ég veit það ekki. Ég verð bara að standa mig á æfingum og sjá síðan til hvaða hlutverk ég fæ," segir Hólmfríður. „Ég veit ekki mikið um þetta svissneska lið en ég veit að við þurfum bara að vera fastar fyrir og nýta okkar fljótu kantmenn í góðum skyndisóknum," segir Hólmfríður. Hún hefur ekki áhyggjur af svakalegri sóknarlínu Sviss. „Við erum líka með svakalega varnarmenn þannig að þetta verður ekki mikið mál. Þetta verður samt gríðarlega erfiður leikur og við þurfum að spila okkar besta leik. Það hefur líka verið þannig að það er erfitt að koma hingað og ná í stig af okkur. Það er mjög mikilvægt að byrja þessa undankeppni vel og ná í fyrstu þrjú stigin," sagði Hólmfríður að lokum. Leikurinn við Sviss hefst klukkan 18.30 á Laugardalsvellinum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira