Katrín Jónsdóttir: Verðskuldaður sigur Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. september 2013 21:35 Katrín þakkar fyrir sig eftir leik. mynd/daníel Eftir 19 ára landsliðsferil spilaði Katrín Jónsdóttir að öllum líkindum sinn síðasta landsleik í 2-0 tapi gegn Sviss á Laugardalsvelli í gær. Katrín átti fínan leik í miðri vörninni en náði ekki að koma í veg fyrir tap. „Þetta var mjög svekkjandi tap, við ætluðum okkur mun meira úr leiknum í dag en við töpuðum,“ sagði Katrín eftir leikinn. Katrín var svekkt að ná ekki marki snemma leiks, þess í stað náðu Svisslendingar að skora fyrsta mark leiksins í upphafi leiks. „Við lögðum upp með öflugan varnarleik og ætluðum að ná marki snemma og reyna að pirra þær, þær verða pirraðar ef þær fá á sig mark snemma. Í stað þess skora þær eftir aðeins níu mínútur sem róaði leik þeirra. Við unnum okkur hægt og bítandi inn í leikinn og fórum að vinna bolta sem við unnum ekki í byrjun en svo taka þær aftur yfir leikinn um miðbik seinni hálfleiks,“ Gestirnir pressuðu hátt í leiknum og gekk íslenska liðinu illa að skapa sér færi. Um leið og komið var á síðasta þriðjung vallarins var mikið um slakar sendingar og lítil ógn. „Við vissum að þær myndu pressa framarlega en við reyndum að breyta skipulaginu þegar leið á leikinn. Við vorum að missa boltann á hættulegum stöðum þannig við reyndum að spila lengri bolta. Það gekk vel í smástund en svo náðu þær aftur yfirhöndinni og unnu að lokum verðskuldaðan sigur. Þær voru betri í dag, það verður bara að segjast,“ Katrín var þó ekki alveg tilbúin að kvitta undir að þetta væri hennar síðasti leikur, hún útilokaði ekki möguleikann á að spila ef mikil meiðslavandræði kæmu upp. „Auðvitað vill maður hjálpa liðinu ef upp koma meiðsli, það eru hinsvegar gríðarlega efnilegir leikmenn að koma upp, þar á meðal miðverðir. Ég þori ekki að segja neitt, það eru margir góðir leikmenn í íslensku deildinni sem eru að koma upp og geta vonandi axlað meiri ábyrgð,“ sagði Katrín að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Sjá meira
Eftir 19 ára landsliðsferil spilaði Katrín Jónsdóttir að öllum líkindum sinn síðasta landsleik í 2-0 tapi gegn Sviss á Laugardalsvelli í gær. Katrín átti fínan leik í miðri vörninni en náði ekki að koma í veg fyrir tap. „Þetta var mjög svekkjandi tap, við ætluðum okkur mun meira úr leiknum í dag en við töpuðum,“ sagði Katrín eftir leikinn. Katrín var svekkt að ná ekki marki snemma leiks, þess í stað náðu Svisslendingar að skora fyrsta mark leiksins í upphafi leiks. „Við lögðum upp með öflugan varnarleik og ætluðum að ná marki snemma og reyna að pirra þær, þær verða pirraðar ef þær fá á sig mark snemma. Í stað þess skora þær eftir aðeins níu mínútur sem róaði leik þeirra. Við unnum okkur hægt og bítandi inn í leikinn og fórum að vinna bolta sem við unnum ekki í byrjun en svo taka þær aftur yfir leikinn um miðbik seinni hálfleiks,“ Gestirnir pressuðu hátt í leiknum og gekk íslenska liðinu illa að skapa sér færi. Um leið og komið var á síðasta þriðjung vallarins var mikið um slakar sendingar og lítil ógn. „Við vissum að þær myndu pressa framarlega en við reyndum að breyta skipulaginu þegar leið á leikinn. Við vorum að missa boltann á hættulegum stöðum þannig við reyndum að spila lengri bolta. Það gekk vel í smástund en svo náðu þær aftur yfirhöndinni og unnu að lokum verðskuldaðan sigur. Þær voru betri í dag, það verður bara að segjast,“ Katrín var þó ekki alveg tilbúin að kvitta undir að þetta væri hennar síðasti leikur, hún útilokaði ekki möguleikann á að spila ef mikil meiðslavandræði kæmu upp. „Auðvitað vill maður hjálpa liðinu ef upp koma meiðsli, það eru hinsvegar gríðarlega efnilegir leikmenn að koma upp, þar á meðal miðverðir. Ég þori ekki að segja neitt, það eru margir góðir leikmenn í íslensku deildinni sem eru að koma upp og geta vonandi axlað meiri ábyrgð,“ sagði Katrín að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Sjá meira