Erlent

Reykja áfengi í stað þess að drekka

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Broderic Allen heldur því fram að hann hafi losað sig við 40 kíló eftir að hann fór að reykja áfengi í stað þess að drekka það.
Broderic Allen heldur því fram að hann hafi losað sig við 40 kíló eftir að hann fór að reykja áfengi í stað þess að drekka það.

Læknar hafa áhyggjur af nýju æði í Bandaríkjunum sem felst í því að reykja alkóhól í stað þess að drekka.

Þeir sem hafa áhyggjur af kalóríum sem fylgja áfengisdrykkju hafa fundið leið fram hjá því með því einfaldlega að hella áfengi yfir þurr-ís og gleypa svo í sig gufurnar sem myndast. Sérfræðingjar segja þessa aðferð stórhættulega. En, Broderic Allen frá Norður-Texas, hefur litlar áhyggjur af því. Allen heldur því fram að hann hafi misst 40 kíló og þakkar það því að hann reykir nú áfengið til að verða fullur en drekkur það ekki. Hann heldur því fram í viðtali við Fox5 að hann geti bæði átt kökuna og étið hana. Og sýndi þeim þar hvernig hann ber sig að við áfengisneysluna.

Læknar vara hins vegar við þessu, segja lífshættulegt að neyta alkóhóls, ekki síst ef það fer ekki í gegnum lifur og önnur líffæri. Dr Lawrence Pohl, yfirlæknir við Mission Valley Medical Clinic í San Diego, Kaliforníu, lýsir þessu sem sturlun. Hann hefur áhyggjur af beinni alkóhólinntöku í blóðrás og til heila að ógleymdum lungnaskemmdum sem neysla af þessu tagi getur valdið. Ímyndið ykkur bara hvernig það væri að hella áfengi beint í lungu, það er skelfilegt," segir Pohl. Og fleiri læknar taka í svipaðan streng.

En Allen er ánægður með að hafa náð af sér aukaklílóunum og hann telur að fólk muni ekki hafa miklar áhyggjur af athugasemdum lækna, meðan það getur haldið sér grönnum og ... fullum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×