Erlent

Ný veira ógnar heimsbyggð allri

Margaret Chan varar við nýrri og skæðri veiru.
Margaret Chan varar við nýrri og skæðri veiru.

Margaret Chan, framkvæmdastjóri Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, varar við nýuppgötvaðri veiru sem nú þegar hefur sýkt 49 manns og dregið 27 til dauða.

Cahn segir veiruna ógna heimsbyggðinni allri þó einkum hafi hún herjað á Austurlönd nær. Veirunni svipar til SARS-veirunnar sem dró um 775 manns að bana fyrir um áratug. Veiran ræðst á öndunarfærin en þeir sem smitast fá hita og hósta, síðan lungnabólgu og þá bila nýru.

Í gær tilkynnti svo heilbrigðisráðherra Sádi-Arabíu að nýuppgötvaða veiran, sem nefnist Mers-CoV, hafi dregið þrjá menn til dauða þar síðustu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×