Geta erfiðlega skýrt hægari hlýnun jarðar Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. september 2013 08:00 Vaxandi þrýstingur er á loftslagsfræðinga að finna góðar skýringar á því hvers vegna hægt hefur á hlýnuninni síðustu ár. Fréttablaðið/AP Í dag hefst í Stokkhólmi fundur loftslagsfræðinga, sem næstu dagana fara yfir drög að hluta næstu áfangaskýrslu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þeim er nokkur vandi á höndum, því undanfarin fimmtán ár hefur hægt nokkuð á hlýnun loftslags á jörðinni. Þetta stingur í stúf við meginniðurstöður loftslagsfræðinnar, sem eru að loftslag fari jafnt og þétt hlýnandi og ástæðuna megi að verulegu leyti rekja til mannlegra athafna. Samkvæmt drögum sem lekið hefur verið til fjölmiðla viðurkenna höfundar skýrslunnar að ekki hafi tekist að skýra þetta frávik síðustu ára. Þeir hafa fundið fyrir vaxandi þrýstingi frá stjórnvöldum, meðal annars í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Belgíu, um að í skýrslunni verði þetta mál afgreitt með sannfærandi hætti, enda styrki frávikið raddir efasemdarmanna sem telja óþarfa að verja fjármunum til þess að vinna gegn hlýnun jarðar. Efasemdarmenn hafa haldið því fram að hún sé aðeins tímabundin og stafi jafnvel ekkert sérstaklega af útblæstri gróðurhúsalofttegunda. „Ég tel að ef ekki er tekið á þessu muni það skapa vanda því þá er í raun verið að fá afneitunarsinna til að segja: Sjáið bara, loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna þegir um þetta mál,“ segir Alden Mayer frá Samtökum uggandi vísindamanna (Union of Concerned Scientists), sem hafa aðsetur í Washington. Í skýrsludrögunum er engu að síður að finna afdráttarlausar yfirlýsingar um að hlýnunin haldi áfram þrátt fyrir frávik síðustu ára. Þá er nú fullyrt að „ákaflega miklar líkur“ séu til þess að hlýnunin sé af mannavöldum, en í síðustu áfangaskýrslu frá árinu 2007 var látið nægja að segja að líkurnar væru „mjög miklar“. Nefndin, sem fundar í Stokkhólmi nú í vikunni, fer aðeins yfir einn af þremur hlutum næstu áfangaskýrslu, sem á að liggja fyrir í heild á næsta ári. Hún verður svo lögð til grundvallar ákvörðunum stjórnmálamanna, sem árið 2015 þurfa að ná samkomulagi um næstu aðgerðir til að draga úr losun svonefndra gróðurhúsalofttegunda. Loftslagsmál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Í dag hefst í Stokkhólmi fundur loftslagsfræðinga, sem næstu dagana fara yfir drög að hluta næstu áfangaskýrslu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þeim er nokkur vandi á höndum, því undanfarin fimmtán ár hefur hægt nokkuð á hlýnun loftslags á jörðinni. Þetta stingur í stúf við meginniðurstöður loftslagsfræðinnar, sem eru að loftslag fari jafnt og þétt hlýnandi og ástæðuna megi að verulegu leyti rekja til mannlegra athafna. Samkvæmt drögum sem lekið hefur verið til fjölmiðla viðurkenna höfundar skýrslunnar að ekki hafi tekist að skýra þetta frávik síðustu ára. Þeir hafa fundið fyrir vaxandi þrýstingi frá stjórnvöldum, meðal annars í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Belgíu, um að í skýrslunni verði þetta mál afgreitt með sannfærandi hætti, enda styrki frávikið raddir efasemdarmanna sem telja óþarfa að verja fjármunum til þess að vinna gegn hlýnun jarðar. Efasemdarmenn hafa haldið því fram að hún sé aðeins tímabundin og stafi jafnvel ekkert sérstaklega af útblæstri gróðurhúsalofttegunda. „Ég tel að ef ekki er tekið á þessu muni það skapa vanda því þá er í raun verið að fá afneitunarsinna til að segja: Sjáið bara, loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna þegir um þetta mál,“ segir Alden Mayer frá Samtökum uggandi vísindamanna (Union of Concerned Scientists), sem hafa aðsetur í Washington. Í skýrsludrögunum er engu að síður að finna afdráttarlausar yfirlýsingar um að hlýnunin haldi áfram þrátt fyrir frávik síðustu ára. Þá er nú fullyrt að „ákaflega miklar líkur“ séu til þess að hlýnunin sé af mannavöldum, en í síðustu áfangaskýrslu frá árinu 2007 var látið nægja að segja að líkurnar væru „mjög miklar“. Nefndin, sem fundar í Stokkhólmi nú í vikunni, fer aðeins yfir einn af þremur hlutum næstu áfangaskýrslu, sem á að liggja fyrir í heild á næsta ári. Hún verður svo lögð til grundvallar ákvörðunum stjórnmálamanna, sem árið 2015 þurfa að ná samkomulagi um næstu aðgerðir til að draga úr losun svonefndra gróðurhúsalofttegunda.
Loftslagsmál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira