Drottningin á miðjunni hefur alla burði til að vera frábær þjálfari Stefán Árni Pálsson skrifar 17. september 2013 07:00 Mynd/Daníel „Hún hefur haft mjög mikil áhrif á íslenska kvennaknattspyrnu í heild sinni og kannski lyft henni upp á annað plan í gegnum árin,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi þjálfari Eddu Garðarsdóttur, í gær. Knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir tók þá ákvörðun eftir að Pepsi-deild kvenna lauk um helgina að leggja skóna á hilluna, tímabundið í það minnsta. Síðasti leikur Eddu var gegn Selfyssingum á laugardaginn þegar Valsmenn unnu frábæran sigur, 4-0, og tryggðu sér í leiðinni annað sætið í deildinni. Edda skoraði eitt mark í leiknum og kvaddi því íslenskan kvennabolta á viðeigandi hátt, með sigri og marki. Leikmaðurinn hefur verið að glíma við erfið meiðsli í hné og hefur því ákveðið að koma skónum frægu vel fyrir á hillunni. „Hún lék algjört lykilhlutverk hjá íslenska landsliðinu þegar liðið gekk í gegnum mesta uppgangstímann og er ótrúlegur leiðtogi í klefanum. Sem leikmaður hefur hún alltaf æft meira en allir aðrir í liðinu, hvort sem það voru lyftingar eða aukaæfingar innanvallar þá var hún alltaf tilbúin. Edda hafði einnig þann eiginleika að virkja aðra í liðinu með sér og á að baki stórkostlegan feril.“Mynd/DaníelMikil reynsla og þekking Vanda lýsir Eddu sem ákveðnum leikmanni með einstaklega góða sendingagetu, líkamlega yfirburði yfir flestalla á vellinum og með frábæran skotfót. Hún var því eins konar drottning á miðjunni sem erfitt var að stöðva. Edda hefur nú sett stefnuna á knattspyrnuþjálfun þar sem hún getur miðlað reynslu sinni og þekkingu áfram til næstu kynslóða. „Hún hefur alla burði til að vera frábær þjálfari og ég veit að Edda hefur tekið nokkur námskeið. Hún er ótrúlega metnaðarfull og ég vona innilega að hún verði frábær þjálfari. Við megum ekki missa svona flottan karakter út úr kvennaknattspyrnunni. Það gerist allt of oft og það er nauðsynlegt fyrir íslenska kvennaknattspyrnu að halda Eddu.“Mynd/ArnþórMiðjumaðurinn lék 103 landsleiki með íslenska landsliðinu og er því næstleikjahæsti leikmaður Íslands í sögunni. Edda skoraði fjögur mörk fyrir Ísland er hún lék sinn fyrsta landsleik sjöunda september árið 1997 þegar hún kom inn á af bekknum gegn Úkraínu í undankeppni HM. 16 árum síðar hefur hún lagt skóna á hilluna. „Edda gæti orðið mjög góður þjálfari og ég veit að hún hefur tekið þjálfaranámskeið. Hún hefur alltaf verið dugleg að skrifa niður og punkta hjá sér, sem mun reynast henni vel þegar út í þjálfun er komið. Það væri ekki gott að missa svona flottan karakter út úr boltanum.“ Edda lék með KR, Breiðabliki, Örebro, Chelsea og að lokum Val á sínum ferli og varð hún bæði Íslands- og bikarmeistari hér á landi. „Hún fer sannarlega í þann flokk að vera ein af þeim bestu í íslenskri kvennaknattspyrnusögu. Hún var kannski ekki tæknilega besti leikmaðurinn en ótrúlegur karakter sem reif ávallt alla með sér.“Edda Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hennar framlag til kvennaknattspyrnu skipti sköpum. Mynd/Stefán Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Edda þrettán sinnum í verðlaunasæti á Íslandsmótinu Edda Garðarsdóttir endaði knattspyrnuferilinn um helgina á því að hjálpa Val að ná öðru sætinu í Pepsi-deild kvenna. Þetta var í þrettánda sinn á ferlinum þar sem lið hennar endaði í tveimur efstu sætunum í úrvalsdeild kvenna. 16. september 2013 23:15 Edda Garðarsdóttir hætt í knattspyrnu Knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna tímabundið í það minnsta en leikmaðurinn staðfesti þetta í samtali við mbl.is. 16. september 2013 10:20 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
„Hún hefur haft mjög mikil áhrif á íslenska kvennaknattspyrnu í heild sinni og kannski lyft henni upp á annað plan í gegnum árin,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi þjálfari Eddu Garðarsdóttur, í gær. Knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir tók þá ákvörðun eftir að Pepsi-deild kvenna lauk um helgina að leggja skóna á hilluna, tímabundið í það minnsta. Síðasti leikur Eddu var gegn Selfyssingum á laugardaginn þegar Valsmenn unnu frábæran sigur, 4-0, og tryggðu sér í leiðinni annað sætið í deildinni. Edda skoraði eitt mark í leiknum og kvaddi því íslenskan kvennabolta á viðeigandi hátt, með sigri og marki. Leikmaðurinn hefur verið að glíma við erfið meiðsli í hné og hefur því ákveðið að koma skónum frægu vel fyrir á hillunni. „Hún lék algjört lykilhlutverk hjá íslenska landsliðinu þegar liðið gekk í gegnum mesta uppgangstímann og er ótrúlegur leiðtogi í klefanum. Sem leikmaður hefur hún alltaf æft meira en allir aðrir í liðinu, hvort sem það voru lyftingar eða aukaæfingar innanvallar þá var hún alltaf tilbúin. Edda hafði einnig þann eiginleika að virkja aðra í liðinu með sér og á að baki stórkostlegan feril.“Mynd/DaníelMikil reynsla og þekking Vanda lýsir Eddu sem ákveðnum leikmanni með einstaklega góða sendingagetu, líkamlega yfirburði yfir flestalla á vellinum og með frábæran skotfót. Hún var því eins konar drottning á miðjunni sem erfitt var að stöðva. Edda hefur nú sett stefnuna á knattspyrnuþjálfun þar sem hún getur miðlað reynslu sinni og þekkingu áfram til næstu kynslóða. „Hún hefur alla burði til að vera frábær þjálfari og ég veit að Edda hefur tekið nokkur námskeið. Hún er ótrúlega metnaðarfull og ég vona innilega að hún verði frábær þjálfari. Við megum ekki missa svona flottan karakter út úr kvennaknattspyrnunni. Það gerist allt of oft og það er nauðsynlegt fyrir íslenska kvennaknattspyrnu að halda Eddu.“Mynd/ArnþórMiðjumaðurinn lék 103 landsleiki með íslenska landsliðinu og er því næstleikjahæsti leikmaður Íslands í sögunni. Edda skoraði fjögur mörk fyrir Ísland er hún lék sinn fyrsta landsleik sjöunda september árið 1997 þegar hún kom inn á af bekknum gegn Úkraínu í undankeppni HM. 16 árum síðar hefur hún lagt skóna á hilluna. „Edda gæti orðið mjög góður þjálfari og ég veit að hún hefur tekið þjálfaranámskeið. Hún hefur alltaf verið dugleg að skrifa niður og punkta hjá sér, sem mun reynast henni vel þegar út í þjálfun er komið. Það væri ekki gott að missa svona flottan karakter út úr boltanum.“ Edda lék með KR, Breiðabliki, Örebro, Chelsea og að lokum Val á sínum ferli og varð hún bæði Íslands- og bikarmeistari hér á landi. „Hún fer sannarlega í þann flokk að vera ein af þeim bestu í íslenskri kvennaknattspyrnusögu. Hún var kannski ekki tæknilega besti leikmaðurinn en ótrúlegur karakter sem reif ávallt alla með sér.“Edda Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hennar framlag til kvennaknattspyrnu skipti sköpum. Mynd/Stefán
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Edda þrettán sinnum í verðlaunasæti á Íslandsmótinu Edda Garðarsdóttir endaði knattspyrnuferilinn um helgina á því að hjálpa Val að ná öðru sætinu í Pepsi-deild kvenna. Þetta var í þrettánda sinn á ferlinum þar sem lið hennar endaði í tveimur efstu sætunum í úrvalsdeild kvenna. 16. september 2013 23:15 Edda Garðarsdóttir hætt í knattspyrnu Knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna tímabundið í það minnsta en leikmaðurinn staðfesti þetta í samtali við mbl.is. 16. september 2013 10:20 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Edda þrettán sinnum í verðlaunasæti á Íslandsmótinu Edda Garðarsdóttir endaði knattspyrnuferilinn um helgina á því að hjálpa Val að ná öðru sætinu í Pepsi-deild kvenna. Þetta var í þrettánda sinn á ferlinum þar sem lið hennar endaði í tveimur efstu sætunum í úrvalsdeild kvenna. 16. september 2013 23:15
Edda Garðarsdóttir hætt í knattspyrnu Knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna tímabundið í það minnsta en leikmaðurinn staðfesti þetta í samtali við mbl.is. 16. september 2013 10:20