Á metið hjá þremur félögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2013 00:01 Gunnleifur Gunnleifsson í Breiðablik. Blaðamannafundur. Pepsi-deild karla, fótbolti. Gunnleifur Gunnleifsson var ekki lengi að komast í metabækurnar hjá Breiðabliki því frá og með sunnudagskvöldinu er hann sá markvörður félagsins sem hefur haldið markinu lengst hreinu í efstu deild í nútímafótbolta, eða síðan deildin innihélt fyrst tíu lið sumarið 1977. Gunnleifur þarf reyndar að deila efsta sætinu með Guðmundi Ásgeirssyni sem varði mark félagsins á árunum 1980 til 1983. Breiðabliksliðið var búið að halda hreinu í þremur leikjum í röð og alls í 295 mínútur þegar kom að leiknum á móti Fram. Það stefndi allt í að Gunnleifur næði ekki metinu. Hann þurfti hvað eftir annað að taka á honum stóra sínum í fyrri hálfleiknum og þegar hann var loks sigraður skráði starfsmaður Fram markið á vitlausa mínútu, 35. mínútu í stað 36. mínútu. Það hefði þýtt að Gunnleifur væri aðeins einni mínútu frá því að jafna met Guðmundar Ásgeirssonar frá 1980. Dómarar leiksins fóru hins vegar yfir skýrsluna, færðu mark Jordan Halsman yfir á 36. mínútu og Gunnleifur eignaðist metið. Gunnleifur eignaðist fyrsta félagsmetið sitt sumarið 1998. Hann var þá varamarkvörður Kristjáns Finnbogasonar en fékk óvænt tækifærið á miðju tímabili. Gunnleifur nýtti það heldur betur því hann hélt hreinu í fyrstu sjö leikjum sínum í efstu deild og var ekki sigraður fyrr en eftir 636 mínútur. Gunnleifur tryggði sér þar með metið hjá KR og á það enn. Kristján Finnbogason komst næst því þegar hann hélt KR-markinu hreinu í 592 mínútur frá 1999-2000. Annað félagsmetið eignaðist Gunnleifur þegar hann varði mark HK sumarið 2007. Hann á þá aftur fína byrjun og fékk ekki á sig fyrsta markið fyrr en eftir 184 mínútur. Gunnleifur hafði hjálpað HK-liðinu að fara úr C-deild og upp í efstu deild og varði mark HK-liðsins bæði árin í úrvalsdeildinni. Gunnleifur er á fyrsta ári með Breiðabliki en hann varði mark FH á árunum 2010-2012. Hann hélt þar lengst hreinu í 304 mínútur sumarið 2012 en náði ekki að ógna félagsmeti Daða Lárussonar sem hélt FH-markinu hreinu í 582 mínútur sumarið 2009. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Gunnleifur Gunnleifsson var ekki lengi að komast í metabækurnar hjá Breiðabliki því frá og með sunnudagskvöldinu er hann sá markvörður félagsins sem hefur haldið markinu lengst hreinu í efstu deild í nútímafótbolta, eða síðan deildin innihélt fyrst tíu lið sumarið 1977. Gunnleifur þarf reyndar að deila efsta sætinu með Guðmundi Ásgeirssyni sem varði mark félagsins á árunum 1980 til 1983. Breiðabliksliðið var búið að halda hreinu í þremur leikjum í röð og alls í 295 mínútur þegar kom að leiknum á móti Fram. Það stefndi allt í að Gunnleifur næði ekki metinu. Hann þurfti hvað eftir annað að taka á honum stóra sínum í fyrri hálfleiknum og þegar hann var loks sigraður skráði starfsmaður Fram markið á vitlausa mínútu, 35. mínútu í stað 36. mínútu. Það hefði þýtt að Gunnleifur væri aðeins einni mínútu frá því að jafna met Guðmundar Ásgeirssonar frá 1980. Dómarar leiksins fóru hins vegar yfir skýrsluna, færðu mark Jordan Halsman yfir á 36. mínútu og Gunnleifur eignaðist metið. Gunnleifur eignaðist fyrsta félagsmetið sitt sumarið 1998. Hann var þá varamarkvörður Kristjáns Finnbogasonar en fékk óvænt tækifærið á miðju tímabili. Gunnleifur nýtti það heldur betur því hann hélt hreinu í fyrstu sjö leikjum sínum í efstu deild og var ekki sigraður fyrr en eftir 636 mínútur. Gunnleifur tryggði sér þar með metið hjá KR og á það enn. Kristján Finnbogason komst næst því þegar hann hélt KR-markinu hreinu í 592 mínútur frá 1999-2000. Annað félagsmetið eignaðist Gunnleifur þegar hann varði mark HK sumarið 2007. Hann á þá aftur fína byrjun og fékk ekki á sig fyrsta markið fyrr en eftir 184 mínútur. Gunnleifur hafði hjálpað HK-liðinu að fara úr C-deild og upp í efstu deild og varði mark HK-liðsins bæði árin í úrvalsdeildinni. Gunnleifur er á fyrsta ári með Breiðabliki en hann varði mark FH á árunum 2010-2012. Hann hélt þar lengst hreinu í 304 mínútur sumarið 2012 en náði ekki að ógna félagsmeti Daða Lárussonar sem hélt FH-markinu hreinu í 582 mínútur sumarið 2009.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira